Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 36

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 36
LEIKHUS ALÞYÐU Fjórða og yngsta atvinnuleikhús á íslandi, Alþýðuleikhúsið, er stofnað á Akureyri þann 4ða Júlí 1975. Að því stendur hópur ungs fólks og hafði kjarni hans starfað í Leikfélagi Akureyri um lengri eða skemmri tíma. Þótt Alþýðuleikhúsið eigi heimili á Akur- eyri, er það skipulagt sem ferðaleikhús og vettvangur þess því landið allt. Sýningar þess eru þannig sniðnar að þeim aðstæðum, sem vera kunna á hverjum stað, og svo úr garði búnar að þær megi sýna næstum hvar sem vera vill: í vinnusal, skólastofu, á litlu leik- sviði, stóru leiksviði eða engu leiksviði, innan dyra sem utan, — hvar þar, sem áhorfendur er að finna. Þessi aðferð Alþýðuleikhússins er að vísu ekki algjör nýjung í íslensku leikhúsi, en stefna þess og markmið boða aftur á móti gleðileg þáttaskil. I „Leiksýn” málgagni Al- þýðuleikhússins (1. tbl. 1. árg.), segir svo: „Hlutverk þessa nýja leikhúss er að ferðast um landið og sýna leikhúsverk af annari gerð en fólk á að venjast í hinum hefðbundnu leikhúsum. Alþýðuleikhúsið mun einbeita sér að verk- efnum sem eru félagslegs eðlis og það stefnir að því að sýningar þess verði til að vekja fólk til umhugsunar um hin ýmsu félagslegu vandamál sem við er að glíma í samfélaginu. En er það nokkuð nýtt? — kannt þú að spyrja, — gera ekki öll leikhús og leikfélög það? Því miður er ekki svo að okkar dómi. Við teljum að leikhúsin í landinu taki ekki virk- an þátt í eðlilegri félagslegri umræðu og mótun samfélagsins. Við erum þeirrar skoð- unar, að þess háttar leikhús þurfi að vera til, vegna þeirra miklu möguleika sem leik- listin býður uppá í túlkun og verkefnavali. Okkur finnst að slíkt leikhús sé nauðsyn- legt fyrir launafólk í landinu, og við telj- um að það hafi þýðingarmiklu hlutverki að gegna í barátm launastéttanna fyrir auknu jafnrétti og betra þjóðfélagi. — —" Alþýðuleikhúsið er því pólitískt leikhús, hið fyrsta sinnar gerðar á Islandi. Og það hefur ekki látið sitja við orðin tóm, heldur frumsýnt nú á einu misseri tvö stórverkefni til að fylgja þeim eftir. Fyrra verkefnið, „Krummagull", var frumsýnt í Neskaupstað 28. mars s.l. og var sýnt fram í júní, alls 53 sýningar á nokkru færri stöðum; það hefur nú verið sýnt um nær allt land, m.a. í Reykjavík, og hlotið góða dóma. „Krummagull" fjallar um „þann vanda, sem þjösnaskapur mannsins við um- hverfi sitt hefur valdið og á eftir að valda, ef fer sem nú horfir," eins og segir í leik- skrá. Um annað verkefni Alþýðuleikhússins, „Skollaleik" segir í leikskrá, að hann fjalli „einnig um mál, sem ofarlega eru í hugum fólks og birtast okkur í ýmsum myndum dag hvern, jafnt á Islandi sem annars staðar, þ.e. sambúð manns við mann, ótta hans og yfir- gang við skoðanir annara, undirferli hans og misbeitingu þeirra valda, sem hann hefur tekið sér." Efniviður „skollaleiks" er galdraofsóknir hér á landi á lódu öld og 17du öld og er allt 236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.