Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 8

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 8
mjög mikið og þó alveg sérstaklega öll láglaun, sem nú eru langt frá því að geta talist mann- sæmandi. Þingið lítur svo á, að fullar efnahagslegar for- sendur séu nú fyrir hendi, ef rétt er á málum haldið, til þess að stórbæta almenn launakjör án þess að stefnt sé í nokkurt óefni efnahag þjóð- arinnar. í þvi sambandi bendir þingið á, að viðskiptakjör hafa farið hraðbatnandi að undanförnu og að allar horfur eru á, að sú verði þróunin, a.m.k. í næstu framtíð og ennfremur, að afkoma helstu atvinnu- greinanna er orðin mjög hagstæð. Auk þessa kem- ur svo til, að stórauka má efnahaglegt svigrúm til kjarabóta með aðhaldi i þeim greinum ríkisbúskap- arins, sem ekki eru nauðsynlegar m.t.t. félagslegrar þjónustu né til að halda uppi fullri atvinnu, með gagngerðum breytingum á skattakerfinu, með því að draga úr launamismun og síðast en ekki síst með því að byggja fjárfestingar á áætlunum og skipulagningu. Með tilliti til þess að gerbreytt efnahags- og atvinnumálastefna er þannig grundvallarnauðsyn samfara verulegum launahækkunum telur þingið, að kjarabaráttan á næsta ári hljóti aðallega að beinast að eftirfarandi: 1. Þingið telur að lágmarkslaun fyrir dagvinnu megi ekki vera lægri en kr. 100.000,— á mán- uði og önnur laun hækki til samræmis við það, þannig að launabil haldist í krónutölu. 2. Launin breytist í samræmi við breytingar þær, sem verða á vísitölu framfærslukostnaðar á samningstímanum, án frádráttar nokkurra liða þeirrar vísitölu. 3. Fullar vísitölubætur komi á lágmarkslaunin, en sama krónutöluupphæð á þau laun, sem hærri eru. 4. Aðgerðum til að skapa raunverulegt launajafn- rétti kvenna og karla, m.a. með þvi að bæta aðstöðu til atvinnuþátttöku. 5. Sem mestri samræmingu á kjörum allra laun- þega varðandi orlof, vinnutíma og hvers konar réttindi, sem ekki teljast til beins kaupgjalds. 6. Setningu nýrrar löggjafar um vinnuvernd í sam- ræmi við sérstakar tillögur þingsins um það efni. 7. Gagngerðri endurskoðun skattakerfisins í rétt- lætisátt. 8. Eflingu félagslegra ibúðabygginga með láns- kjörum, sem samrýmast fjárhagsgetu almenns verkafólks. 9. Fullri framkvæmd á þeirri stefnu verkalýðs- hreyfingarinnar, sem mótuð var við gerð síð- ustu kjarasamninga í málefnum lífeyrisþega. 208
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.