Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 21

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 21
Hjá öðrum er brugðist við vandanum með samhjálpinni, — jpessari erfð frá ættasam- félagi sameignarinnar, sem boðskapur krist- indómsins um bróðurkærleikann síðar glæddi, en yfirstéttinni tókst aldrei að drepa með vægðarlausri drottnun sinni. Þær mynd- ir, sem Tryggvi dregur upp af hjálpseminni, greiðvikninni og gestrisninni við smælingj- ann eru ógleymanlegar, — ágætu íslensku sveitafólki til ævarandi sóma. Sömu andstæðnanna gætir og í lýsingum á kaupmönnunum á Akureyri: annarsvegar hörkutóli því, er sækja lét kúna Skjöldu í Hamarkot upp í skuld rétt fyrir jólin, — og hinsvegar viðbrögð Kristjáns í „Versluninni Eyjafjörður", er uppburðarlítill drengur kom með óskalista um úttekt án staðgreiðslu á helgum degi. Þessi ævisaga er sagan af því hvernig stál- ið er hert í hugum þeirra manna, sem áttu eftir að verða brautryðjendur í þeirri kynslóð verkalýðshreyfingarinnar, er kom vágesti fá- tæktarinnar á kné, — sagan af þeirn harða skóla lífsins, er bestu leiðtogar alþýðunnar gengu í gegnum, en fátæktin bannaði þeim aðra skólagöngu þótt jaeir þráðu mennmnina mest. Þegar hugleitt er hlutskipti þeirra og harmur yfir því banni, þá verður manni hugs- að jafnt til tveggja unglinga í sveit með hálfrar aldar millibili austan og vestan Glóðafeykis: Stephans G. og Tryggva Emils- sonar. Þegar maður les um hörkuna, barsmíð- arnar gagnvart barninu, í þessari frásögn Tryggva, þá langar mann að breyta nokkuð frægri og góðri setningu Laxness: Barður þræll verður mikill maður, þegar frelsisþráin nær að festa rætur í brjósti hans. En eitt það furðulegásta og um leið dásam- lega við alla frásögn Trygga af armæðunni og harðýðginni er sá andi mildi og mannástar höfundar, er hvílir yfir þeim harða heimi, sem lýst er. ★ Það er mikið tilhlökkunarefni að fá fram- hald þessara æviminninga frá hendi Tryggva: frásögn verkamanns, sem sjálfur hefur tekið þátt í allri vakningu verkalýðsins til sam- taka og sóknar — og sjálfur staðið í ýmsum hörðustu stéttaátökum aldarinnar. Mun marg- ur bíða þess með eftirvæntingu að annað bindið birtist hjá Máli og menningu. Tryggvi er lesendum „Réttar" að góðu kunnur: Eftir hann hafa áður birtst í „Rétti": 1) Frásögnin „Takið ekki brauðið frá börn- unum", sem kom árið 1964, bls. 135—144; 2) Frásögnin frá Novubardaganum: „Verk- fall í atvinnuleysi", árið 1965, bls. 29—38; 3) greinin „A ég að gæta bróður míns," árið 1965, bls. 156—163, og 4) kvæðið „Hand- rit," 1965, bls. 213—217. Eftir Emil Petersen, föður Tryggva, sem mikill hluti bókarinnar fjallar um, birtist ljóð í „Rétti" 1931: „Brot" á bls. 175—176. Emil dó árið 19.36, en 1938 birtist eftir hann „Stökur og stef", sem Tryggvi gaf út. Annað bindi æviminninga Tryggva á að ná fram til ársins 1947 og koma út næsta haust. Mikið má vera ef þessi tvö bindi verða ekki einhver besta bókin til að kenna þeirri kynslóð, er nú vex upp, hvað það var sem kynslóð sú, er Tryggvi tilheyrir, varð að berj- ast við — og sigrast á, — svo Island nú- tímans yrði betra þjóðfélag fyrir alþýðu að búa í — þrátt fyrir alla viðleitni drottnandi „Draflastaða"-stéttar til að svifta alþýðu ávöxtum baráttu sinnar. Allur er frágangur bókarinnar af hendi útgefandans hinn besti. E. O. ._»p9d 221
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.