Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 50

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 50
ERLEND i i VIÐSJÁ ■m KÍNA Hua Kuo-feng hefur nú tekið við forustu kínverska kommúnistaflokksins, orðið for- maður eftir Mao. Varð ofstækishópur „vinstri" manna, sem oft er kenndur við Shanghai og mikið hafði sig í frammi í „menningarbyltingunni" undir í átökunum í framkvæmdanefnd flokksins og má nú þola þær ásakanir, er Shanghai-hópurinn var van- ur í ofstæki sínu að skella á aðra: ,,Wang Hung-wen, Chang Shun-chiao, Chiang Ching og Yao Wen-yuan eru borgaralegir sam- særismenn og klifurdýr eins og Krustoff; þau eru dæmigerðir fulltrúar burgeisastéttarinnar innan flokksins og vildu og vilja enn fara leiðina til kapítalismans og iðrast þess ekki. I tilraun þeirra til að sölsa undir sig forustu flokks og rikis voru þau I ofstæki sínu andvíg hinum mikla leiðtoga og kennara Mao formanni, andvíg Chou En-lai for- sætisráðherra, stóðu gegn útnefningu félaga Hua Kuo-feng, sem Mao formaður sjálfur stakk upp á, og voru andvíg miðstjórn flokksins undir forustu Hua Kuo-feng formanns. Þau eru svarnir óvinir Kommúnistafloksins, verkalýðsstéttarinnar, fólksins í öllu landinu og allrar kínversku þjóðarinnar." Svo mörg eru þau orð í flokksblaðinu „Renmin Ribao" 28. nóvember, í ritstjórn- argrein um „fjögra manna klíkuna", sem bæði er löng og harðorð. Það er hinsvegar sorglegt að innanflokksdeila og reikningsskil um stefnu skuli ekki geta farið fram á dálítið hærra stigi, en máske vart við því að búast þegar íhugað er með hverskonar vígorðum deila kínverska og sovéska kommúnista- flokksins hefur verið háð. í síðari blöðum „Peking Review" má sjá að þar er farið að saka fjórmenningana um þá hættulegu og æfintýralegu „vinstrimennsku" og ofstæki, sem er áreiðanlega þeirra höfuðsök. Hinsvegar mun sigur Hua á „vinstri" of- stækismönnum vera heppilegastur fyrir þró- un kínverska alþýðulýðveldisins og framfarir í framleiðslu og lífskjörum, en forða þjóð- inni frá þeim háska og upplausn, sem æfin- týramennska og ofstæki Shanghai-hópsins hefði getað leitt til, ef hann hefði sigrað. Það eru „miðju"-mennirnir í flokknum sem nú hafa sigrað, þeir, sem stóðu næstir þeim raunsæja stjórnmálaskörungi Chott En-lai. Hinsvegar virðist þessi breyting á forustu í Kína hafa vissar afleiðingar í sumum „mao- ista"-hópum í Evrópu: I Frakklandi hefur Philippe Sollers, ritstjóri tímaritsins „Tel Quel” og frægastur af menntamönnum Mao- ista, sagt skilið við það, sem hann kallar „stalínista-skriffinnana" í Peking. I Italíu rík- ir ringulreið meðal þessara hópa lengst til vinstri og „Manifesto”, frægasta blaðið þeim megin, harmar sigur Hua og vítir yfirdreps- skap ávítananna. Stofnandi og leiðtogi þess hóps, sem kenndur er við blaðið „Lotta Continua," Sofri, hefur sagt af sér. Erfiðleikarnir í Kína verða jx.*ir að hindra ofvöxt embættis- og ríkisvalds, — slík var hin jákvæða stefna „menningarbyltingarinn- ar" ásamt lýðræði „neðan frá", áður en öfg- 250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.