Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 34

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 34
apríl 1949 í Rétti), sem og með einu fegursta en þó tregablandnasta og angurværasta kvæði, sem ort var út af átökunum 30. mars: Hrafnamál (Rétti 3. h. 1949), en mótað í fegursta miðalda-kvæða- stíl: Þorsteinn Valdimarsson og hann kemur nú fram með fimm kvæði í Rétti á þessum tveimur árum 1949—50, en hafði gefið okkur eitt magnað og eggjandi kvæði árið áður. Jóhannes úr Kötlum gaf „Rétti" einnig mörg af sínum heitu kvæðum um þessar mundir og birti þar ekki síður eggjunarorð I ræðum — og þá fæddist og „Sóleyjarkvæðið” hans fagra og mátt- uga. Viðnámið gegn þvi hernámi, sem hafið er að nýju, og kalda stríðinu, er nú geysar af fullri heift, veldur því að enn fleiri félagar en nokkru sinni fyrr gerast virkir og skrifa vel um innlend og al- þjóðleg mál. Nýir kraftar meðal skáldanna kveða sér hljóðs í Rétti: Jakobína Sigurðardóttir með sinni mögnuðu eggjan: „Morgunljóði” 1952 og hinni þjóðlegu og alþjóðlegu ádeilu: „Brást þér værð?“ 1954, auk allra þeirra annarra ágætu Ijóða, er hún gaf „Rétti" þá. En þrátt fyrir ágæt andleg framlög fjölmargra félaga dregur samt úr þrótti „Réttar" er á líður síðari hluta 6. áratugsins. Annarsvegar er nú flokk- urinn enn einu sinni kominn í rikisstjórn, vinstri- stjórnina 1956—58, — og aftur fellur einn árgang- ur Réttar úr (1956) eins og forðum I nýsköpunar- stjórninni (1945) — og hinsvegar veldur Stalín- ræða Krústjoffs nokkrum jarðskjálfta í hreyfingunni. Brynjólfur og Einar reyna þó þáðir að brjóta hið erfiða vandamál alþjóðahreyfingarinnartil mergjar i greinum sínum í því eina hefti, er út kom 1957. Og svo bætist ofan á allt þetta það að Framsókn sprengir vinstri stjórnina („Reikningsskilin" við Framsókn út af þvi, 33 siðna grein, var sérprent- uð) — og að sovésk-kínversku deilurnar byrja I alþjóðamálum sósíalismans. En stöðugt reynir „Réttur" þó að skilgreina ís- lensk stjórnmál frá sjónarhóli marxismans. Auk gömlu samstarfsmannana, eins og Sverris Krist- jánssonar, Jóhannesar úr Kötlum o. fl., bætast nú nýir kraftar við: Magnús Kjartansson ritar 1959 einhverja snjöllustu og ýtarlegustu afhjúpun póli- tiskrar varmensku, sem í Rétti hefur birtst: „Átökin um landhelgismálið. — Hvað gerðist bak við tjöld- in?“ 66 síðna grein, er síðan var sérprentuð tví- vegis. Og Björn Jónsson, núverandi forseti ASl, kveður sér kröftuglega hljóðs 1960 og 1961 með fjórum ádeilugreinum og ræðum, þegar sókn verka- lýðsins gegn viðreisnarstjórninni hefst. Það hefst nú og sókn af hálfu „Réttar". Hann stækkar og nýir félagar leggja hönd á plóginn: 1961 er hann 275 siður, 1962 335, 1963 216, 1964 256, 1965 335, 1966 360. Enn hafa nýir íslenskir kraftar komið til skjalanna: Árni Bergmann, Hjalti Kristgeirsson, Ingi R. Helgason, Jóhann Páll Árna- son, Jóhann Kúld, Loftur Guttormsson, Þór Vigfús- son, Tryggvi Emilsson o. fl. o. fl. — En auk þess eru nú þýddar — og styttar greinar margra er- lendra marxista leiðtoga og hafa nöfn margra þeirra siðan komist á hvers manns varir, svo sem: Togliatti, Enrico Berlinguer, Luis Corvalan, Ernst Fischer, Manolis Glezos, A. Cunhal, Abram Fischer, Nelson Mandela og fleiri. Bætast þessir nú við allan þann fjölda útlendra samherja er „Réttur" hafði þýtt greinar eftir og ekki verða tíundaðir hér. Réttur minntist 1966 hálfrar aldar afmælis síns og 40 ára baráttu fyrir sósíalisma með ýtarlegum greinum. Hann var nú orðinn, ekki sist sakir aldurs sins, gott vopnabúr fyrir hvern þann er berjast vildi fyrir verkalýðshreyfinguna og sósíalismann — og eftir að Island á ný komst undir áhrif erlendra stórvelda var einnig að finna í honum margt, sem að gagni mátti verða i hinni nýju sjálfstæðisbaráttu Islendinga. NÝSKÖPUN „RÉTTAFT En með árinu 1967 verður alger breyting á „Rétti". Er Ólafur Rafn, sonur minn, kom heim frá námi I Osló, lagði hann til að tímaritið breytti um stærð og útlit, aflaði sér miklu meiri mynda en áður, vandaði kápu — og fenginn var góður lista- maður Þröstur Magnússon til að teikna hana — og fengi hóp ungra manna sem ritnefnd fyrir Rétt og enn fleiri til að skrifa I hann. Jafnframt færi hann að koma út reglulega fjórum sinnum á ári. Allt þetta var gert og hefur nú verið framkvæmt I tíu ár og vinsældir og útbreiðsla aukist. Sam- tímis hefur auk þeirra hápólitisku mála, sem Réttur hefur alltaf verið helgaður, verið brotið þar upp á nýjum þjóðfélagsvandamálum, sem koma æ meir I brennipunkt, t.d. þegar Loftur Guttormsson ritar greinina „Firring mannsins i nútíma þjóðfélagi" (1965), Stefán Bergmann: „Maður og umhverfi" (1970) og Hjörleifur Guttormsson greinina: „Nátt- 234
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.