Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 33

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 33
og menningar," sem brátt fer að gefa ut eigið timarit. Við þetta bætist svo að sem afleiðing af sigri K.F.I. og samfylkingarstefnunnar 1937 kemur stofn- un Sósíalistaflokksins I október 1938. En þótt mikil vinna leggist nú á þá, sem reynst höfðu Rétti drýgstir til skrifa, gætir þess enn ekki verulega á árinu 1938, en keyrir hinsvegar um þverbak 1939, þegar klofningur, Finnagaldur og þjóðstjórnarofsóknir koma til sögunnar. Fjárhags- erfiðleikar „Réttar" verða nú miklir, þótt öll ritstörf við hann væru sjálfboðavinna eins og frá upp- hafi. Fyrra hefti árgangsins 1939 varð að bíða full- prentað I þrjá mánuði (ágúst—okt.) af því ekki var hægt að leysa það út — og meðan skall á heimsstyrjöld. Það koma aðeins tvö hefti út 1939 og 1940. Hinsvegar er I síðara heftinu 1939 60 síðna grein þar sem ég reyni að skilgreina „Valda- kerfið á Islandi 1927—39“ eins og greinin heitir, og með báðum heftunum 1940 hefst „Innlend víð- sjá" Brynjólfs, sem verður næstu tvo áratugi eins og Islandssaga stétta- og þjóðfrelsisbaráttunnar, rituð jafnóðum sem hún gerist. — örlagarikustu atburðir Islandssögunnar taka einmitt að gerast á þessum árum. Það er margt reynt til að leysa vandamál „Réttar". Með síðara heftinu 1941 tekur Gunnar Benedikts- son við ritstjórn, hafði hann frá upphafi komið mikið við sögu „Réttar" og reynst honum hinn besti rithöfundur. En forustugrein sína i 1. hefti 1942 „Réttvisin á Islandi" verður Gunnar að skrifa á „Landráðavöllum við Skólavörðustíg, 7.—9. febrúar 1942". Hann hafði verið dæmdur í hegn- ingarhúsið fyrir að segja sannleikann í „Nýju Dagblaði" er hann var ritstjóri þess eftir bannið á Þjóðviljanum. Á árunum 1943 og 1944 er svo Sigurður Guð- mundsson ritstjóri Réttar — og kemur með nýjan hressandi blæ inn í hið gamla rit og nýja menn, er skrifa. En svo hrannast verkefnin yfir Sigurð, er hann verður ritstjóri Þjóðviljans, — og samtimis taka aðrir stórviðburðir að gerast: lýðveldisstofnun- in og myndun nýsköpunarstjórnarinnar. Árið 1945 kemur Réttur ekki út og siðar verður að ráði að við Ásgeir Bl. Magnússon tökum að okkur ritstjórn „Réttar". Aðstaðan er nú orðin gerbreytt frá þvi forðum daga, er Réttur var eina tímarit hreyfingar- innar og ásamt Verklýðsblaðinu aðalboðberi sósíal- ismans. Það eru risin upp tvö andleg stórveldi hreyfingarinnar á útgáfusviðinu: „Þjóðviljinn" sem dagblað, sístækkandi, og Mál og menning, hið víðfeðma bókmenntafélag með volduga bókaútgáfu og tímarit — og launaðir menn við hvortveggja. Samt er enn haldið sama gamla sjálfboðaliðs- starfinu við „Rétt". Það er reynt í alllöngum og ýtarlegum greinum að skilgreina og rannsaka or- sakir og afleiðingar þess, sem er að gerast, lika hluti og atburði í víðara samhengi. (Þeirrar teg- undar voru greinar eins og „Aðdragandi lýðveldis- stofnunarinnar 1944“, þar sem birt voru og skýrð stuttlega ýms skjöl, er síðar hefur verið lítt á lofti haldið — „fsland og Amerika", 60 síðna grein, sem varpar sérstöku Ijósi á ýms fyrirbæri í við- skiptum þessara tveggja þjóða og „Islensk stóriðja i þjónustu þjóðarinnar", yfirlit á 100 blaðsiðum um ákveðinn þátt i efnahagsþróun Islands frá alda- mótum, m.a. átökin um fossaflið og svo nýsköpun atvinnulífsins). En jafnframt var reynt eftir mætti að viðhalda fornri fjölbreyttni, þótt erfiðara gengi oftar nú en fyrr. Samt voru skáldin, fyrst og fremst Jóhannes úr Kötium, en lika Sigurður Róbertsson, Friðjón Stefánsson og Halldór Stefánsson drjúgir sjálf- boðaliðar, auk þess sem Ásgeir Bl. Magnússon sá sifellt um ýmiskonar efni og Brynjólfur annaðist sína ágætu reglulegu innlendu viðsjá auk stjórn- málagreina. FÆRST í AUKANA VIÐ KALT STRÍÐ OG HERNÁM Við stórviðburðina 1949—51 færist nýr kraftur í „Rétt". Auk margra nýrra félaga, er nú koma til, færist máttur og ægikyngi í þá gömlu. Ræður Brynjólfs Bjarnasonar frá þessum árum eru með því rishæsta er frá honum hefur komið: 1) „Það svar verður munað um ár og aldir" — útvarpsræð- an frá 28. mars 1949, — og 2) „Við getum unnið sigur í baráttu við ægilegasta herveldi heims,“ (16. maí 1951) auk allra ágætra „viðsjá-a" hans frá þessum árum. Og þarna er að finna fræga ræðu Sigfúsar Sigurhjartarsonar frá 16. maí 1951: „Vér mótmælum allir". Og auk sagna, greina og kvæða, frá þeim, sem fyrr var getið, svo sem Jóhannesar, þá kemur nú til liðs við „Rétt" eitt unaðslegasta listaskáld aldarinnar, töframaður orðsins, sem hættirnir fornu og nýju léku á tungu, og kveður sér nú hljóðs jafnt með magnþrungn- ustu ádeilukvæðum í fornum hætti („Grafskrift" — 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.