Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 48

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 48
verið farin og liggur fyrir einhversstaðar leyniskýrsla um þá miklu för. Þar mun koma fram að Austurlandsvirkjun yrði 1600— 1700 megavattavirkjun, eða 8 sinnum stærri en Búrfellsvirkjun. 4. áfanginn er svo súrálsverksmiðja á Reykjanes. Hafa þegar farið fram umfangs- miklar umhverfisrannsóknir vegna þessarar verksmiðju. Stærð hennar yrði 300 eða 600 þúsund tonn að ársframleiðslu. Þegar Þjóðviljinn hafði birt frásögn af þessari áætlun viðurkenndi Gunnar Thorodd- sen að þessi áætlun lægi fyrir og að hún hefði verið rædd að undanförnu og yrði til umræðu. Réttur mun fjalla nánar um áætlun þessa í næsta hefti. VORU GERÐIR LEYNISAMNINGAR VIÐ BRETA? í 2. hefti Réttar þessa árgangs var sagt frá gangi landhelgismálsins fyrri hluta ársins 1976 (Innlend víðsjá). Eftir að samningarnir voru gerðir við breta héldu þeir að sjálfsögðu áfram veiðum út samningstímann eða til loka nóvembermánaðar. Fóru bresku togar- arnir út fyrir landhelgina um mánaðamótin nóvember/desember og voru allir horfnir á braut 1. desember. Þannig varð 1. desember sögulegur dagur, en spurningin er enn: Hvað verður? Iskyggilegar horfur eru í þeim efnum. Samningamaður Efnahagsbandalagsins hefur komið hingað til lands og þreifað á mögu- leikum fyrir áframhaldandi veiði breta. Sagði samningamaðurinn að bretarnir fengju lík- lega að koma hingað aftur eftir jól. Tals- menn ríkisstjórnarinnar hafa ekki fengist til þess að neita því að til standi að semja um veiðar breta í landhelginni. Ræða þeirra gengur út á það að ekki sé unnt að neita viðræðum og síðan segja þeir að íslendingar hafi hagsmuni af því að taka þátt í viðræð- um um fiskvernd. Bent hefur verið á þar á móti að fiskvernd sé mál íslendinga einna eftir að útlendingar verða farnir út úr land- helginni. Þá segja talsmenn stjórnarflokk- anna að hagur geti verið að því fyrir okkur að gera samninga við ríki Efnahagsbanda- lagsins um gagnkvæm veiðiréttindi. Það sem þeir eiga þar við er síldin í Norðursjó og veiði við Grænland. Nú horfa þau mál svo, að síldin í Norðursjó er ofveidd og ís- lendingum ekki sæmandi að taka þátt í því að útrýma henni. Um Grænland er það að segja að þorskstofninn þar er þegar ofveiddur og ákaflega illa farinn. Það er fráleitt að íslendingar, sem í rauninni eiga sömu hags- muna að gæta taki að sér samkvæmt samn- ingum við Efnahagsbandalagið að drepa síð- urstu þorskana við Grænlandsstrendur. Þá hefur því verið mótmælt miskunnar- laust af hálfu sósíalista að ríkisstjórn Islands taki þátt í viðræðum við EBE um ráðstöfun auðlinda Grænlands. Grænlendingar höfn- uðu einhuga — yfir 90% atkvæða — að- ild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Nú standa yfir viðræður milli landsráðs Grænlendinga og dönsku stjórnarinnar um útfærslu heima- stjórnar handa grænlendingum. í þeim við- ræðum er tekist á um það hvort grænlend- ingar fái sjálfir að ráðstafa auðlindum sínum eða ekki. Það væri blátt áfram stórfellt hneyksli ef íslendingar tækju þátt í því að lítilsvirða sjálfstæðisbaráttu grænlendinga með því að semja um afnotarétt grænlenskra auðlinda við Efnahagsbandalagið. Vilji ís- lendingar ræða við grænlendinga um aðgang að fiskimiðum þeirra síðarnefndu verður að koma til gagnkvæmissamningur og hann er ekki unnt að gera fyrr en grænlenska lands- ráðið hefur verið stofnað með fullt umboð til þess að ráðstafa grænlenskum auðlindum. 248
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.