Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 49

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 49
Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hver verður niðurstaða viðræðna íslenskra aðila og EBE. Það gerir bretum þó erfitt fyrir í þeim efnum að EBE-ríkin hafa öll — einnig bretar — fært landhelgismörk sín út í 200 mílur. Það væri því í hróplegri andstöðu við þá staðreynd ef bretar reyndu eftir sem áður að fylgja kröfum sínum fram með of- beldi. Komi hins vegar til þess að bretar fái með samningi við íslensk stjórnvöld aðgang að fiskimiðunum hér við land stafar það af því einu að gerðir hafi verið í Osló sl. vor leynisamningar sem þjóðin hefur ekkert feng- ið um að vita. Vaxandi fjöldi manna sem hugleiða þessi mál vill nú ekki einasta hindra samninga við breta um aðgang að fiskimiðum okkar; andstaðan við gildandi samninga við belga og vestur-þjóðverja um veiðiréttindi fer vax- andi. Þess vegna krefjast þess æ fleiri að samningum við þá verði sagt upp tafarlaust — enda hafa þeir tekið þátt í útfærslu Efna- hagsbandalagsins sjálfir. Janúar 1977. — s. Gengislækkun gegn kauphækkun 3. júlí 1948 undirntatii Bjarni Benediktsson utanrikisráðherra íslands Marshallsamninginn, auðvitað án þess að utanrikismálanefnd eða Alþingi væri tilkvödd þá. I 2. grein þess samnings var Island m. a. skuldbundið til þess að „koma á eða viðhalda réttu gengi". Það var brátt auðséð að það voru amerisku auðdrottnarnir og útsendarar þeirra, sem vissu hvað ,,rétt“ gengi var. I gengislækkunarfrumvarpi þvi, er fulltrúi Bandarikjastjórnar lét rikisstjórnina leggja fyrir Alþingi 1950 hljóðaði 2. grein þess svo: „Landsbanka íslands er skylt að taka sérstaklega til athugunar gengis- skráningu íslenskrar krónu þegar almenn breyting verður á kaupgjaldi önnur en sú, sem kveðið er á um í þessum lögum.“ I frumvarpinu var gengi dollarsins, sem verið hafði 6.50 hækkað í 16.32 kr. Og samtímis var sagt svo til berum orðum að síðan skyldi jafnan lækka krónuna ef kaupgjald hækkaði! — Þetta fannst sumum of berort. „SVONA NOKKUÐ SEGIR MAÐUR EKKI, SVONA NOKKUÐ GERIR MAÐUR“ — svo hljómar slóttugt ráð. Og rikisstjórnin lét 2. málsgrein falla við frekari umræðu málsins, — en aðferðin, runnin undan rifjum amerísks auðvalds varð regla islenskrar braskarastéttar og valdhafa siðan. 249
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.