Réttur


Réttur - 01.10.1976, Page 49

Réttur - 01.10.1976, Page 49
Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hver verður niðurstaða viðræðna íslenskra aðila og EBE. Það gerir bretum þó erfitt fyrir í þeim efnum að EBE-ríkin hafa öll — einnig bretar — fært landhelgismörk sín út í 200 mílur. Það væri því í hróplegri andstöðu við þá staðreynd ef bretar reyndu eftir sem áður að fylgja kröfum sínum fram með of- beldi. Komi hins vegar til þess að bretar fái með samningi við íslensk stjórnvöld aðgang að fiskimiðunum hér við land stafar það af því einu að gerðir hafi verið í Osló sl. vor leynisamningar sem þjóðin hefur ekkert feng- ið um að vita. Vaxandi fjöldi manna sem hugleiða þessi mál vill nú ekki einasta hindra samninga við breta um aðgang að fiskimiðum okkar; andstaðan við gildandi samninga við belga og vestur-þjóðverja um veiðiréttindi fer vax- andi. Þess vegna krefjast þess æ fleiri að samningum við þá verði sagt upp tafarlaust — enda hafa þeir tekið þátt í útfærslu Efna- hagsbandalagsins sjálfir. Janúar 1977. — s. Gengislækkun gegn kauphækkun 3. júlí 1948 undirntatii Bjarni Benediktsson utanrikisráðherra íslands Marshallsamninginn, auðvitað án þess að utanrikismálanefnd eða Alþingi væri tilkvödd þá. I 2. grein þess samnings var Island m. a. skuldbundið til þess að „koma á eða viðhalda réttu gengi". Það var brátt auðséð að það voru amerisku auðdrottnarnir og útsendarar þeirra, sem vissu hvað ,,rétt“ gengi var. I gengislækkunarfrumvarpi þvi, er fulltrúi Bandarikjastjórnar lét rikisstjórnina leggja fyrir Alþingi 1950 hljóðaði 2. grein þess svo: „Landsbanka íslands er skylt að taka sérstaklega til athugunar gengis- skráningu íslenskrar krónu þegar almenn breyting verður á kaupgjaldi önnur en sú, sem kveðið er á um í þessum lögum.“ I frumvarpinu var gengi dollarsins, sem verið hafði 6.50 hækkað í 16.32 kr. Og samtímis var sagt svo til berum orðum að síðan skyldi jafnan lækka krónuna ef kaupgjald hækkaði! — Þetta fannst sumum of berort. „SVONA NOKKUÐ SEGIR MAÐUR EKKI, SVONA NOKKUÐ GERIR MAÐUR“ — svo hljómar slóttugt ráð. Og rikisstjórnin lét 2. málsgrein falla við frekari umræðu málsins, — en aðferðin, runnin undan rifjum amerísks auðvalds varð regla islenskrar braskarastéttar og valdhafa siðan. 249

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.