Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 52

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 52
með miklum fögnuði í Moskvu, er þangað kom í desemberlok. Hver þörf fasistastjórn Chile er á því að reyna að friða almenningsálit umheimsins sýna máske best eftirfarandi tvær tölur um ástandið: 1975 óx verðbólgan þar um 380%, en á árinu 1976 tókst herforingjastjórninni að koma henni niður í 200%, með því að auka tölu atvinnuleysingja upp í yfir 30% vinnu- færra manna, — stjórnin sjálf segir að talan sé „aðeins" 17 %! I ýmsum héruðum landsins eru eftir opin- berum skýrslum allt að 40% barna undir sex ára aldri vannærð sökum matarskorts — og það þó 80% af þeirri matarhjálp,'sem Bandaríkin beina til rómönsku Ameríku, fari til Chile. Og Alþjóðabankinn, — sem Island er mið- limur í og Bandaríkin ráða, — hefur nú veitt fasistastjórninni í Chile mikið peningalán — gegn atkvæði Norðurlandafulltrúans í stjórn bankans. Hér á eftir skulu örfá dæmi rakin um með- ferð þá, sem pólitískir fangar sæta í VÍTI CHILE Elba Vergera, sem áður var ritari Dr. Salvador Allende, forseta, var tekin föst í ágúst 1974. 15 „Dína"-leynilögreglumenn drógu hana í náttskyrtunni einni út í bíl, bundu fyrir augu hennar og fjötruðu hana við stól í fangaklefa. Þannig varð hún að sitja í fjóra sólarhringa, hlustandi á kvala- óp fanga í næsm klefum. Fyrir fótum hennar nauðguðu fangaverðir mörgum konum. „Eg var yfirheyrð í þrjá daga," sagði hún síðar. Á 8. degi komu hettuklæddir menn með ungan mann, á að giska 25 ára, nakinn var hann og líkaminn alsettur ljótum sárum. Þetta var kunnur leikari, sem Elba átti nú að staðfesta hver væri. Hann hafði verið píndur svo herfilega að hann gat ekki lengur hljóðað. Elba kvaðst auðvitað ekki þekkja hann þó hún þekkti hann. „Við skulum sjá hvort þú ekki þekkir hann," sagði einn hettu- manna. Og nú rifu þeir af honum fingur- neglurnar. Elba hélt fast við sitt. Þá rifu þeir af honum það eyrað, sem eftir var, skáru síðan úr honum tunguna og smngu úr hon- um augun. Síðan dó hann. Þessi ægilega „yfirheyrsla" stóð í þrjár klukkustundir. — „A þessum smndum varð ég gráhært gamal- menni," sagði Elba Vergera, er hún gat gefið skýrslu þessa. Húsmóðirin Aura Hermosilla var hand- tekin af DINA-leynilögreglunni 8. nóvember 1975, þegar hún eins og vant var á laugar- dögum var að fara að gegna kristilegu trú- boðastarfi sínu. Hún var flutt í Grimaldi- villuna ( — en það er alræmdur píningar- staður). Þar voru allir dýrgripir og persónu- skilríki tekin af henni. I hálfdimmu herbergi nauðguðu margir hermenn henni. Næstu nótt hófust pintingarnar. Hún var fjötruð á járn- rúm, kefld og rafstraumi hleypt á kynfærin. Þessar pintingar ollu skemdum á móðurlífi og eggjastokkum, sem hún enn þjáist af. — Onnur pintingaraðferðin — kölluð „síminn" — fólst í því að böðlarnir slógu báðum höndum á eyrun uns hljóðhimnan sprakk. Þá létu og margir hermenn eftir sadistiskum og öðrum afbrigðilegum kynferðislöngunum sínum gagnvart okkur kvenföngunum. Einn þeirra, sem fangarnir kölluð „galdra lækn- inn", framkvæmdi á sadistiskan og svívirði- legan hátt „rannsóknir" á okkur, annar brenndi okkur með glóandi járni. — „Aður en mér var sleppt varð ég að undirrita yfir- lýsingu um að ég hefði sætt góðri meðferð í fangelsinu og hefði yfir engu að kvarta," sagði jæssi kona að síðustu í skýrslu sinni. Með marga er farið miklu ver: 252
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.