Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 10

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 10
var erfitt ár fyrir alþýðu til sjávar og sveita, verðbólga fyrri heimsstyrjaldarinnar rýrði mjög kaupmátt tímakaupsins og verkafólk fann að aðeins með samtakamættinum væri hægt að bæta kjörin og verjast frekara arð- ráni. Það vantaði heldur ekki menn á þess- um tíma er „reyndu að æsa verkamenn til stéttarígs". Við stofnun ASI komu við sögu menn eins og Olafur Friðriksson, Jónas Jóns- son frá Hriflu, Ottó N. Þorláksson og Jón Baldvinsson. Aður en það herrans ár 1916 rann á enda höfðu verkalýðssamtökin komið bærilegu skipulagi á samtökin, haldið fyrsta reglulega þing ASI, tekið þátt í bæjarstjórn- arkosningum og landkjöri. Þannig var fyrir sextíu árum bundinn endi á bernskuskeið verkalýðshreyfingarinnar sem staðið hafði frá 1887 og stofnað hafði verið heildarsamband, þar sem hugsjónir verkalýðsins um sósíal- isma og hagsmunabarátta verkalýðsstéttar- innar mynda eina órofa heild. Næstu árin fram að heimskreppunni verð- ur það hlutskipti verkalýðshreyfingarinnar að reyna að halda í við dýrtíðina og hindra kauplækkunartilraunir á verðhjöðnunarskeið- um. Þá var á þessum árum sleitulaust unnið að því að fá atvinnurekendur til að viður- kenna samningsrétt verkalýðsfélaganna. I réttindabarátmnni vinnur verkalýðshreyfing- in á þessu tímabili sína fyrstu sigra: sett eru vökulög á togurunum í ársbyrjun 1922, prentarar fá viðurkenndan 8 stunda vinnu- dag og verkalýðsfélög fá viðurkenndan rétt verkafólks til að fá sumarfrí. Þá vex jafn- framt þeim kenningum fylgi að alþýða manna eigi rétt á alþýðutryggingum. Það voru 7 verkalýðsfélög með um 650 félags- menn, er stofnuðu ASI árið 1916, en árið 1930 voru þau orðin 28 með um 8000 fé- lagsmenn. Arið 1930 er örlagaríkt ár í sögu íslenskr- ar verkalýðshreyfingar. Það ár dynur heims- kreppan með öllum sínum þunga á íslensk- um launastéttum. Samdráttur alls atvinnulífs, geigvænlegt atvinnuleysi, harðnandi stétta- átök, innbyrðis hjaðningavíg stjórnmálaarma verkalýðshreyfingarinnar og ógn fasismans erlendis eru einkenni tímabilsins fram að síðari heimsstyrjöld. Árið 1931 er talið að meðaltekjur verkamanna hafi verið um 1800 krónur, en framfærslukostnaður 5 manna fjölskyldu var þá 4.187 krónur. Arið 1932 er eflaust harðasta árið í sögu íslenskrar stéttabaráttu. I Reykjavík voru á sjötta hundrað atvinnulausir menn. Á vegum bæj- ar var rekin svonefnd atvinnubótavinna. I henni voru um 200 manns, sem fengu vinnu í 1—3 vikur á mánuði, og fengu níu krón- ur í kaup fyrir sex klukkustunda vinnu. Bæj- arstjórnarmeirihlutinn lagði til í nóvember að tímakaupið yrði lækkað í atvinnubóta- vinnunni. — Þessu mótmælm verkalýðssam- tökin og kom til átaka við Góðtemplarahús- ið, er telja verður hörðusm átök milli verka- lýðs og lögreglu. Þann dag bar verkalýðurinn sigur úr býmm í viðureigninni og borgara- stéttin óttaðist að í kjölfar þess að lögreglan væri brotin á bak afmr, myndi fylgja valda- taka verkalýðsins, slíkur var byltingarótti í þá daga. A ámnum 1932—35 rak hvert verkfallið annað um land allt, en jafnframt geysa harð- ar innbyrðis deilur stjórnmálasamtakanna milli kommúnista annars vegar og Alþýðu- flokksmanna hins vegar. Athyglisvert er á þessum ámm hve víðfeðm kjarabaráttan er, hún nær inn á flest svið þjóðfélagsins, inn í skólana og í bókmenntum áramgsins endur- speglast vel stéttabaráttan, einkum þó í verk- um Halldórs Laxness. Jafnframt því má full- yrða, að aldrei hefur íslensk verkalýðshreyf- ing verið sér jafn vel meðvitandi um al- þjóðahyggju verkalýðsstéttarinnar eins og á kreppuámnum. 210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.