Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 18

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 18
lengur lán með sæmilegum kjörum til langs tíma, heldur verður að sæta brasklánum með háum vöxtum og skömmum afborgunartíma á fallvöltum peningamarkaði Vestur-Evrópu. Um leið og þeir sökkva landinu þannig dýpra og dýpra, eygja þeir helst það úrræði að selja auðæfi og orku lands og þjóðar um langa framtíð í helgreipar erlendra auð- hringa, en gerast sjálfir auðmjúkar en há- launaðar undirtyllur hjá hirðstjórum erlendra auðkónga, er dreymir um að leggja undir sig Island og orku þess og arðræna kauplág- an verkalýð, sem ríkisstjórnarflokkarnir von- ast eftir að halda í skefjum með gengislækk- unum og þrælalögum. Það eru því síðustu forvöð að alþýða Is- lands svipti þessa herra valdinu til að stjórna þessu landi, auði þess, orku og atvinnutækj- um. Alþýða Islands myndi þannig frelsa land sitt úr yfirvofandi hættu um leið og hún varpaði af sjálfri sér kaupkúgunarokinu og stöðvaði þá svikamyllu gengislækkana og verðhækkana, sem braskarastéttin hefur beitt í 30 ár til arðráns og blekkinga. Vinnandi launastéttir landsins stæðu ekki einar í þessari baráttu, þegar þær leggðu út í hana sameinaðar. Meðal íslenskra iðnrek- enda er stór hópur, sem vill eflingu íslensks iðnaðar og vill ekki láta hann verða erlend- um auðhringum að bráð, eins og braskararnir undirbúa. Meðal íslenskra útgerðarmanna eru margir, sem sjá að leið þeirra til öruggrar framleiðslu og yfirráða Islendinga einna yfir fiskimiðunum liggur um samstarfið við þann róttæka verkalýð, sem knúði fram 12 og 50 mílurnar og setti lög um þær síðustu 200, þegar landráðalýður afturhaldsins hinsvegar sveik landhelgismálið endanlega 1961, gaf Bretum og Haag sjálfdæmi um alla frekari stækkun, en var síðan neyddur af alþýðu með uppreisnarkosningunum 1971 til að vera með í að rifta smánarsamningnum um sjálf- dæmið, er hann sjálfur hafði gert. — Meðal íslenskra bænda eru margir, sem fyrst og fremst hugsa og lifa sem vinnandi menn, en hafa ekki látið spillast af hugsunarhætti jarðeignabraskara, sem auðhyggjan er að sýkja sveitamenn landsins með. Meðal allra þessara eru framtíðar banda- menn verkalýðs og vinnandi stétta, þegar þessir aðilar leggja til úrslitabaráttu fyrir mannscemandi lífskjörum, — sem ekki eru rýrð og eyðilögð að vörmu spori, — fyrir eigin öruggn heimili, — sem braskararnir ekki svipta af þeim í næstu kreppu, er þeir leiða yfir landið, — fyrir skynsamlega skipu- lögðu atvinnulífi, — en ekki glundroða þeim, braski og svindli, sem einkennir nú- verandi ástand, — fyrir stjórn á innflutn- ingsverslun Islendinga, sem hagað sé með hagsmuni alþýðu og nauðsynjar þjóðarinnar fyrir augum, en ekki rekin til að skapa burðarstólpum ríkisstjórnarinnar, bröskurun- um, ótakmarkaða gróðamöguleika löglega og ólöglega. Ef alþýða Islands vill ekki una þeirri sí- felldu og æ tilfinnanlegri lífskjaraskerðingu, sem braskarar yfirstéttarinnar leiða yfir hana með svikamyllu sinni eða þrælalögum, á hún einskis annars úrkostar en sigra með aðstoð bandamanna sinna: taka yfirstjórn íslensks efnahagslífs í sínar hendur, framlcvæma skipulagsbyltingu — líkt og lífskjarabylt- inguna forðum — á öllum sviðum athafna- lífsins, hverfa gersamlega frá þeirri ábyrgð- arlausu braskstefnu, sem er að leiða land og þjóð í tortímingu, hvað efnahagslegt sjálf- stæði snertir, og hefur þegar leitt yfir mikinn hluta verkalýðs og annars launafólks þau aumu lífskjör, sem alþýðan ætlar sér ekki að þola lengur og rís því gegn í öllu sínu veldi. 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.