Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 19

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 19
Ritsnillingur alþýðunnar Það er efasamt hvort nokkur bók, sem út hefur komið síðustu árin er eins táknræn fyrir það höfuðeinkenni íslenskrar menningar, er gerir hana frábrugðna öðrum þjóð- menningum, — þ.e. hinar djúpu rætur hennar hjá alþýðufólki, — eins og bók Tryggva Emilssonar „Fátækt fólk“, endurminningar skráðar af verkamanni á áttræðisaldri en fjalla um timabilið 1900—1920. Við íslendingar höfum löngum verið stoltir af okkar al- þýðumenningu, ekki bara af þeim skáldum, sem vinna hörðum höndum allt sitt líf, en yrkja í andvökunum, — Stephani G., Sigurð Breiðfjörð, Bólu-Hjálmari, — heldur og af frásagnarlist, ritlist og dýpt og sjálfstæði hugsunar íslensks alþýðufólks. í þessari bók dregur Tryggvi upp ljóslif- andi myndir af lífi þess alþýðufólks, sem verður að verkalýð nútímans: Þurrabúðar- fólksins og leiguliðanna, sem hrekjast milli kjallaranna á eyrinni og kotanna í sveitinni í þeirri vonlitlu baráttu við hungrið og fá- tæktina, sem þessir einstaklingar háðu, með- an þeir höfðu enn ekki lært að þjappa sér saman í hóp: mynda samtök stéttarinnar. Það eru kaflar í þessum lýsingum, svo sem á dvöl drengsins í kjallaraholunni á Oddeyr- inni eða niðursetningsins á Draflastöðum og fleiri ritaðar af slíkri snilld að gæti verið úr penna Gorkís. En svo er fyllt út með því, sem verður sérkennilegt fyrir íslenskt þjóð- líf: allur hugmynda- og ímyndana-heimur unga drengsins um vofur, drauga, engla og huldumeyjar, — náttúru- og veður-lýsingar þess fólks, sem átti eins mikið og stundum meira undir náttúruöflunum en kaupmann- inum — og mannlýsingar heilla byggða með tilheyrandi kveðskap og ferskeytlum. Mannlýsingar höfundar — ekki síst af bændum og búaliði, eru sígildar margar hverjar og táknrænar fyrir hvernig menn bregðast við miskunnarleysi náttúruafla og mannfélags: Hjá sumum, — eins og best kemur fram hjá Draflastaðabúum, — verð- ur það harðýðgin: vinnuharkan og vægðar- leysið gagnvart varnarlausum smælingjum, sem drottnar í fari þeirra — það eru við- brögðin í ætt við samkeppnina í auðvalds- þjóðfélaginu: allan þann níðingsskap, sem einkenndi það þjóðfélag í upphafi þess áður en verkalýðurinn lærði með baráttu sinni og samtökum að milda það mannfélag varganna. 219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.