Réttur


Réttur - 01.10.1976, Síða 19

Réttur - 01.10.1976, Síða 19
Ritsnillingur alþýðunnar Það er efasamt hvort nokkur bók, sem út hefur komið síðustu árin er eins táknræn fyrir það höfuðeinkenni íslenskrar menningar, er gerir hana frábrugðna öðrum þjóð- menningum, — þ.e. hinar djúpu rætur hennar hjá alþýðufólki, — eins og bók Tryggva Emilssonar „Fátækt fólk“, endurminningar skráðar af verkamanni á áttræðisaldri en fjalla um timabilið 1900—1920. Við íslendingar höfum löngum verið stoltir af okkar al- þýðumenningu, ekki bara af þeim skáldum, sem vinna hörðum höndum allt sitt líf, en yrkja í andvökunum, — Stephani G., Sigurð Breiðfjörð, Bólu-Hjálmari, — heldur og af frásagnarlist, ritlist og dýpt og sjálfstæði hugsunar íslensks alþýðufólks. í þessari bók dregur Tryggvi upp ljóslif- andi myndir af lífi þess alþýðufólks, sem verður að verkalýð nútímans: Þurrabúðar- fólksins og leiguliðanna, sem hrekjast milli kjallaranna á eyrinni og kotanna í sveitinni í þeirri vonlitlu baráttu við hungrið og fá- tæktina, sem þessir einstaklingar háðu, með- an þeir höfðu enn ekki lært að þjappa sér saman í hóp: mynda samtök stéttarinnar. Það eru kaflar í þessum lýsingum, svo sem á dvöl drengsins í kjallaraholunni á Oddeyr- inni eða niðursetningsins á Draflastöðum og fleiri ritaðar af slíkri snilld að gæti verið úr penna Gorkís. En svo er fyllt út með því, sem verður sérkennilegt fyrir íslenskt þjóð- líf: allur hugmynda- og ímyndana-heimur unga drengsins um vofur, drauga, engla og huldumeyjar, — náttúru- og veður-lýsingar þess fólks, sem átti eins mikið og stundum meira undir náttúruöflunum en kaupmann- inum — og mannlýsingar heilla byggða með tilheyrandi kveðskap og ferskeytlum. Mannlýsingar höfundar — ekki síst af bændum og búaliði, eru sígildar margar hverjar og táknrænar fyrir hvernig menn bregðast við miskunnarleysi náttúruafla og mannfélags: Hjá sumum, — eins og best kemur fram hjá Draflastaðabúum, — verð- ur það harðýðgin: vinnuharkan og vægðar- leysið gagnvart varnarlausum smælingjum, sem drottnar í fari þeirra — það eru við- brögðin í ætt við samkeppnina í auðvalds- þjóðfélaginu: allan þann níðingsskap, sem einkenndi það þjóðfélag í upphafi þess áður en verkalýðurinn lærði með baráttu sinni og samtökum að milda það mannfélag varganna. 219

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.