Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 24

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 24
Ólafur Jónsson. af hólmi, láta undan síga eða gefast upp. Þjóðviljinn stóðst allar þær raunir, af því hann var ætíð, — þrátt fyrir öll mannleg mistök, — málsvari lítilmagnans, rödd hins vígreifa verkalýðs, boðberi þeirrar hugsjónar sósíalismans, sem máttkvað hefur íslenska alþýðu til að vinna þá sigra, sem gerbreytt hafa lífi hennar á þessari öld. En ÞjóðviIjinn hefur líka risið undir því nafni blaðs Skúla, er frú Theodóra Thor- oddsen gaf flokknum 1937, nafni rót- tækasta blaðs hinnar fornu íslensku sjálf- stæðisbaráttu, — verið sá málsvari ís- lenskrar þjóðar í frelsisbaráttu hennar á mestu örlagastundunum, sem ætíð hefur staðið á verði um þjóðfrelsi islendinga og barist fyrir algerum yfirráðum þjóðar vorrar yfir landi sínu, hvort sem hættan stafaði frá þýskum fasisma eða árásin var gerð af enskri yfirdrottnunarstefnu — og þó lengst og harðast í meir en þrjátíu ára stríði þjóðarinnar við ásælni og yfirráðatilraunir amerísks auðvalds og hervalds, — vopnlausri viðureign fá- mennrar þjóðar við voldugasta herveldi heims — því stríði sem enn sér ekki fyrir endann á. ★ Megi íslensk alþýða, sem með harðri og fórnfrekri baráttu sinni hefur haldið Þjóðviljanum uppi í 40 ár, ætíð varðveita hann áfram með slíkum stórhug sem nú. Megi Þjóðviljinn ætíð er á reynir, vera henni það volduga, beitta vopn í frelsis- baráttu hennar sem hann hefur verið á bestu stundum ævi sinnar- Og því meiri sigrar sem vinnast, þvi voldugri sem sú hreyfing verður, sem ber hann uppi, — því nánari verði tengsl hans við fólkið sjálft, svo hann megi ætíð sjálfstæður og höfðing-djarfur vera rödd þess, einnig eftir að úrslitavöldin í þjóð- félaginu eru komin í hendur kjörinna full- trúa hinna starfandi stétta þjóðfélagsins. E O. 224
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.