Réttur


Réttur - 01.10.1976, Page 24

Réttur - 01.10.1976, Page 24
Ólafur Jónsson. af hólmi, láta undan síga eða gefast upp. Þjóðviljinn stóðst allar þær raunir, af því hann var ætíð, — þrátt fyrir öll mannleg mistök, — málsvari lítilmagnans, rödd hins vígreifa verkalýðs, boðberi þeirrar hugsjónar sósíalismans, sem máttkvað hefur íslenska alþýðu til að vinna þá sigra, sem gerbreytt hafa lífi hennar á þessari öld. En ÞjóðviIjinn hefur líka risið undir því nafni blaðs Skúla, er frú Theodóra Thor- oddsen gaf flokknum 1937, nafni rót- tækasta blaðs hinnar fornu íslensku sjálf- stæðisbaráttu, — verið sá málsvari ís- lenskrar þjóðar í frelsisbaráttu hennar á mestu örlagastundunum, sem ætíð hefur staðið á verði um þjóðfrelsi islendinga og barist fyrir algerum yfirráðum þjóðar vorrar yfir landi sínu, hvort sem hættan stafaði frá þýskum fasisma eða árásin var gerð af enskri yfirdrottnunarstefnu — og þó lengst og harðast í meir en þrjátíu ára stríði þjóðarinnar við ásælni og yfirráðatilraunir amerísks auðvalds og hervalds, — vopnlausri viðureign fá- mennrar þjóðar við voldugasta herveldi heims — því stríði sem enn sér ekki fyrir endann á. ★ Megi íslensk alþýða, sem með harðri og fórnfrekri baráttu sinni hefur haldið Þjóðviljanum uppi í 40 ár, ætíð varðveita hann áfram með slíkum stórhug sem nú. Megi Þjóðviljinn ætíð er á reynir, vera henni það volduga, beitta vopn í frelsis- baráttu hennar sem hann hefur verið á bestu stundum ævi sinnar- Og því meiri sigrar sem vinnast, þvi voldugri sem sú hreyfing verður, sem ber hann uppi, — því nánari verði tengsl hans við fólkið sjálft, svo hann megi ætíð sjálfstæður og höfðing-djarfur vera rödd þess, einnig eftir að úrslitavöldin í þjóð- félaginu eru komin í hendur kjörinna full- trúa hinna starfandi stétta þjóðfélagsins. E O. 224

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.