Réttur


Réttur - 01.10.1976, Síða 55

Réttur - 01.10.1976, Síða 55
„Hvað veldur öllum glæpunum í landi voru, sem virðast vera algerlega fullkomnir í grimmd sinni?" — svo spyr biskuparáð- stefna Brasilíu ríkisstjórnina í opinberu hirð- isbréfi í nóvembermánuði. Hershöfðingjastjórnin beitir samskonar ráðum í efnahagspólitík og íslenska ríkis- stjórnin, sem kemst bara ekki eins langt og hin vegna „fjötranna", sem verkalýðshreyf- ingin leggur á „frelsi" gæðinga hennar. — Báðar dreymir um hið sama: að fá erlenda auðmenn til að „taka að sér" rekstur og hag- nýtingu auðlindanna. Brasilíustjórn er bara sterkari og lætur drauminn rætast: Gjaldeyrir Brasilíu „Cruzeiro" var felldur 14 sinnum 1975, en sextán sinnum 1976. Verðbólgan var 20% árið 1975, en fór yfir 50% 1976. Fátæklingar eru í Brasilíu 80% þjóðar- innar og meginþorri þeirra verður að lifa af launum, sem eru 126—160 þýsk mörk, þ.e. milli tíu og þrettán þús. ísl. kr. á mánuði. 1970 höfðu 40% íbúanna aðeins 8% þjóðarteknanna. Vinnulaunin í Sao Paulo, ríkasta héraði Brasilíu, hafa nú aðeins þriðj- ung þeirrar kaupgetu, sem þau höfðu fyrir valdaránið 1958. Og nú fá þau 15% íbú- anna, sem reiknast til millistéttar, líka að finna fyrir verðbólgunni, sem ríkisstjórnin skipuleggur. En útlenda auðvaldið kann að meta svona pólitík: Meir en tveir þriðju aðaliðnaðar Brasilíu eru í höndum útlendra auðmanna. Og kannast menn við það fyrirbrigði að erlendu skuldirnar vaxi: 28 miljarðar dollara er nú skuld Brasilíu erlendis. „Hver brasilíumaður fæðist með 230 dollara skuld" sagði einn þingmaðurinn. Kreppa auðvaldsskipulagsins segir til sín, þar sem auðvaldið hefur fullt „frelsi": Inn- anlandsmarkaðurinn er lítill, af því launin eru lág, — og erlendis er kreppuástand, sem Brasilía fær að kenna á. Og það eru tekin erlend lán til að jafna viðskiptahallann, land- ið og auðæfi þess ofurseld erlendum auðfé- lögum — og höft og bönn gagnvart íbúum landsins aukin. Afleiðingin er að sögu „við- skiptaundurins" er lokið, hagvöxmrinn var 1975 aðeins 4%, 1976 líklega enginn. Skuldirnar vaxa, atvinnuleysið og neyðin eykst. Hið óhefta auðvaldsskipulag sýnir sitt sanna andlit. En aðilinn, sem einn gemr ger- breytt þessu ástandi til batnaðar, alþýðan sjálf, er í fjötrum. (Staðreyndir eftir „Spiegel" 3. jan. 1977). 255

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.