Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 55

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 55
„Hvað veldur öllum glæpunum í landi voru, sem virðast vera algerlega fullkomnir í grimmd sinni?" — svo spyr biskuparáð- stefna Brasilíu ríkisstjórnina í opinberu hirð- isbréfi í nóvembermánuði. Hershöfðingjastjórnin beitir samskonar ráðum í efnahagspólitík og íslenska ríkis- stjórnin, sem kemst bara ekki eins langt og hin vegna „fjötranna", sem verkalýðshreyf- ingin leggur á „frelsi" gæðinga hennar. — Báðar dreymir um hið sama: að fá erlenda auðmenn til að „taka að sér" rekstur og hag- nýtingu auðlindanna. Brasilíustjórn er bara sterkari og lætur drauminn rætast: Gjaldeyrir Brasilíu „Cruzeiro" var felldur 14 sinnum 1975, en sextán sinnum 1976. Verðbólgan var 20% árið 1975, en fór yfir 50% 1976. Fátæklingar eru í Brasilíu 80% þjóðar- innar og meginþorri þeirra verður að lifa af launum, sem eru 126—160 þýsk mörk, þ.e. milli tíu og þrettán þús. ísl. kr. á mánuði. 1970 höfðu 40% íbúanna aðeins 8% þjóðarteknanna. Vinnulaunin í Sao Paulo, ríkasta héraði Brasilíu, hafa nú aðeins þriðj- ung þeirrar kaupgetu, sem þau höfðu fyrir valdaránið 1958. Og nú fá þau 15% íbú- anna, sem reiknast til millistéttar, líka að finna fyrir verðbólgunni, sem ríkisstjórnin skipuleggur. En útlenda auðvaldið kann að meta svona pólitík: Meir en tveir þriðju aðaliðnaðar Brasilíu eru í höndum útlendra auðmanna. Og kannast menn við það fyrirbrigði að erlendu skuldirnar vaxi: 28 miljarðar dollara er nú skuld Brasilíu erlendis. „Hver brasilíumaður fæðist með 230 dollara skuld" sagði einn þingmaðurinn. Kreppa auðvaldsskipulagsins segir til sín, þar sem auðvaldið hefur fullt „frelsi": Inn- anlandsmarkaðurinn er lítill, af því launin eru lág, — og erlendis er kreppuástand, sem Brasilía fær að kenna á. Og það eru tekin erlend lán til að jafna viðskiptahallann, land- ið og auðæfi þess ofurseld erlendum auðfé- lögum — og höft og bönn gagnvart íbúum landsins aukin. Afleiðingin er að sögu „við- skiptaundurins" er lokið, hagvöxmrinn var 1975 aðeins 4%, 1976 líklega enginn. Skuldirnar vaxa, atvinnuleysið og neyðin eykst. Hið óhefta auðvaldsskipulag sýnir sitt sanna andlit. En aðilinn, sem einn gemr ger- breytt þessu ástandi til batnaðar, alþýðan sjálf, er í fjötrum. (Staðreyndir eftir „Spiegel" 3. jan. 1977). 255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.