Réttur


Réttur - 01.10.1976, Page 50

Réttur - 01.10.1976, Page 50
ERLEND i i VIÐSJÁ ■m KÍNA Hua Kuo-feng hefur nú tekið við forustu kínverska kommúnistaflokksins, orðið for- maður eftir Mao. Varð ofstækishópur „vinstri" manna, sem oft er kenndur við Shanghai og mikið hafði sig í frammi í „menningarbyltingunni" undir í átökunum í framkvæmdanefnd flokksins og má nú þola þær ásakanir, er Shanghai-hópurinn var van- ur í ofstæki sínu að skella á aðra: ,,Wang Hung-wen, Chang Shun-chiao, Chiang Ching og Yao Wen-yuan eru borgaralegir sam- særismenn og klifurdýr eins og Krustoff; þau eru dæmigerðir fulltrúar burgeisastéttarinnar innan flokksins og vildu og vilja enn fara leiðina til kapítalismans og iðrast þess ekki. I tilraun þeirra til að sölsa undir sig forustu flokks og rikis voru þau I ofstæki sínu andvíg hinum mikla leiðtoga og kennara Mao formanni, andvíg Chou En-lai for- sætisráðherra, stóðu gegn útnefningu félaga Hua Kuo-feng, sem Mao formaður sjálfur stakk upp á, og voru andvíg miðstjórn flokksins undir forustu Hua Kuo-feng formanns. Þau eru svarnir óvinir Kommúnistafloksins, verkalýðsstéttarinnar, fólksins í öllu landinu og allrar kínversku þjóðarinnar." Svo mörg eru þau orð í flokksblaðinu „Renmin Ribao" 28. nóvember, í ritstjórn- argrein um „fjögra manna klíkuna", sem bæði er löng og harðorð. Það er hinsvegar sorglegt að innanflokksdeila og reikningsskil um stefnu skuli ekki geta farið fram á dálítið hærra stigi, en máske vart við því að búast þegar íhugað er með hverskonar vígorðum deila kínverska og sovéska kommúnista- flokksins hefur verið háð. í síðari blöðum „Peking Review" má sjá að þar er farið að saka fjórmenningana um þá hættulegu og æfintýralegu „vinstrimennsku" og ofstæki, sem er áreiðanlega þeirra höfuðsök. Hinsvegar mun sigur Hua á „vinstri" of- stækismönnum vera heppilegastur fyrir þró- un kínverska alþýðulýðveldisins og framfarir í framleiðslu og lífskjörum, en forða þjóð- inni frá þeim háska og upplausn, sem æfin- týramennska og ofstæki Shanghai-hópsins hefði getað leitt til, ef hann hefði sigrað. Það eru „miðju"-mennirnir í flokknum sem nú hafa sigrað, þeir, sem stóðu næstir þeim raunsæja stjórnmálaskörungi Chott En-lai. Hinsvegar virðist þessi breyting á forustu í Kína hafa vissar afleiðingar í sumum „mao- ista"-hópum í Evrópu: I Frakklandi hefur Philippe Sollers, ritstjóri tímaritsins „Tel Quel” og frægastur af menntamönnum Mao- ista, sagt skilið við það, sem hann kallar „stalínista-skriffinnana" í Peking. I Italíu rík- ir ringulreið meðal þessara hópa lengst til vinstri og „Manifesto”, frægasta blaðið þeim megin, harmar sigur Hua og vítir yfirdreps- skap ávítananna. Stofnandi og leiðtogi þess hóps, sem kenndur er við blaðið „Lotta Continua," Sofri, hefur sagt af sér. Erfiðleikarnir í Kína verða jx.*ir að hindra ofvöxt embættis- og ríkisvalds, — slík var hin jákvæða stefna „menningarbyltingarinn- ar" ásamt lýðræði „neðan frá", áður en öfg- 250

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.