Réttur


Réttur - 01.10.1976, Side 8

Réttur - 01.10.1976, Side 8
mjög mikið og þó alveg sérstaklega öll láglaun, sem nú eru langt frá því að geta talist mann- sæmandi. Þingið lítur svo á, að fullar efnahagslegar for- sendur séu nú fyrir hendi, ef rétt er á málum haldið, til þess að stórbæta almenn launakjör án þess að stefnt sé í nokkurt óefni efnahag þjóð- arinnar. í þvi sambandi bendir þingið á, að viðskiptakjör hafa farið hraðbatnandi að undanförnu og að allar horfur eru á, að sú verði þróunin, a.m.k. í næstu framtíð og ennfremur, að afkoma helstu atvinnu- greinanna er orðin mjög hagstæð. Auk þessa kem- ur svo til, að stórauka má efnahaglegt svigrúm til kjarabóta með aðhaldi i þeim greinum ríkisbúskap- arins, sem ekki eru nauðsynlegar m.t.t. félagslegrar þjónustu né til að halda uppi fullri atvinnu, með gagngerðum breytingum á skattakerfinu, með því að draga úr launamismun og síðast en ekki síst með því að byggja fjárfestingar á áætlunum og skipulagningu. Með tilliti til þess að gerbreytt efnahags- og atvinnumálastefna er þannig grundvallarnauðsyn samfara verulegum launahækkunum telur þingið, að kjarabaráttan á næsta ári hljóti aðallega að beinast að eftirfarandi: 1. Þingið telur að lágmarkslaun fyrir dagvinnu megi ekki vera lægri en kr. 100.000,— á mán- uði og önnur laun hækki til samræmis við það, þannig að launabil haldist í krónutölu. 2. Launin breytist í samræmi við breytingar þær, sem verða á vísitölu framfærslukostnaðar á samningstímanum, án frádráttar nokkurra liða þeirrar vísitölu. 3. Fullar vísitölubætur komi á lágmarkslaunin, en sama krónutöluupphæð á þau laun, sem hærri eru. 4. Aðgerðum til að skapa raunverulegt launajafn- rétti kvenna og karla, m.a. með þvi að bæta aðstöðu til atvinnuþátttöku. 5. Sem mestri samræmingu á kjörum allra laun- þega varðandi orlof, vinnutíma og hvers konar réttindi, sem ekki teljast til beins kaupgjalds. 6. Setningu nýrrar löggjafar um vinnuvernd í sam- ræmi við sérstakar tillögur þingsins um það efni. 7. Gagngerðri endurskoðun skattakerfisins í rétt- lætisátt. 8. Eflingu félagslegra ibúðabygginga með láns- kjörum, sem samrýmast fjárhagsgetu almenns verkafólks. 9. Fullri framkvæmd á þeirri stefnu verkalýðs- hreyfingarinnar, sem mótuð var við gerð síð- ustu kjarasamninga í málefnum lífeyrisþega. 208

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.