Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 1
HELGARÚTGÁFA
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI14. mars 2009 — 64. tölublað — 9. árgangur
Lesið í augu
frægra Íslendinga
FÓLK 36
MATUR 6
HELGARVIÐTAL 22
TVÖ SÉRBLÖÐ Í DAG
Allsnægtir ráða ríkjum í „brunch-hlaðborðum“ Nítj-
ándu og Vox og úrval-
ið með eindæmum.
Allt frá salötum og
súpum til fiskrétta,
eggjarétta og nautakjöts
í bernaise-sósu.
Ekki er amalegt að byrja dag-
inn með slíkri máltíð á laugardegi
og sunnudegi. Þar geta ástfang-
in pör jafnt og fjölskyldur og vina-
hópar komið saman og notið góðrar
stundar.
Dögurður með útsýni
Útsýnið úr veitingastaðnum Nítjándu
er magnað. Út um stóra glugga sést
til allra átta, út á Álftanes og Reykja-
nes, til Bláfjalla og út á haf. Þar er
ekki amalegt að tylla sér niður um
helgar til að gæða sér á þeim fjöl-
breyttu réttum sem í boði eru í
„brunch-hlaðborði“ Nítjándu.
„Við erum með nokkra fasta rétti
á hlaðborðinu eins og egg Benedikt
sem er einkennisréttur okkar og
nauta rib eye með bernaise-sósu,“
segir Stefán Ingi Svansson, kokkur
á Nítjándu, og tekur fram að fasta-
gestir staðarins sæki mikið í þessa
tvo rétti. Þess má geta að nautakjötið
er eldað í tólf klukkustundir.
Annar fastur liður er súkkulaði-
kakan sem er sívinsæl svo og humar-
súpan klassíska.
mars 2009
matur
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]
FRAMHALD Á BLS. 4
Morgunstund gefur gull í mund.
Það má með sanni segja að þetta
gamla íslenska máltæki eigi vel
við um upplifun þeirra matar-
gesta sem leggja leið sína um
helgar í brunch eða dögurð á veit-
ingastöðunum Vox á hótelinu Hilton
Nordica og Nítjándu í Turninum í Kópavogi.
Girnileg upplifun um helgar
Fiskiálegg
og hnetubrauð
Þó hafragrauturinn standi alltaf fyrir
sínu á morgnana er gaman að breyta
til. Börnin verða líka glöð þegar eitthvað
nýtt og skemmti legt er á boðstólum. BLS. 6
Orka í gönguna
Jón Gauti Jónsson fjallaleiðsögu-
maður gefur hugmyndir að
orkuríku fæði fyrir og eftir erfiðar
göngur. BLS. 2
FR
ÉT
TA
B
L A
Ð
IÐ
/V
A
LL
I
heimili&hönnun
LAUGARDAGUR 14. MARS 2009
HLÝLEGT
KRÆSINGAR Á FATI
Nokkurra hæða kökudisk-
ar njóta vinsælda enda
ákveðin reisn yfir þeim.
Þá bjóða speglabakkar
upp á skemmtilegt sjónar-
horn á krásirnar.
BLS. 4
SÍTRÓNUKREISTUR
Í Gautaborg stendur
yfir sýning á óteljandi
sítrónukreistum af
öllum stærðum
og gerðum.
BLS. 4
Fermingartilboð 2009
Sjá nánar á www.betrabak.is
Kolbrún Birna
Halldórsdóttir er
mikið fyrir hluti
með sögu og sál
og hefur blandað
þeim á skemm i-
legan máta við
nýrri húsmuni. BLS. 6
&
RÓMANTÍSKT
Ljósmyndarar Fréttablaðsins eiga
fjölmargar myndir á sýningu
Blaðaljósmyndarafélagsins á
myndum ársins 2008.
LJÓSMYNDSÝNING 24
Myndir ársins 2008
Lystugir réttir
á Nítjándu
og Vox
Sigríði Á. Andersen
í eitt af 4 efstu sætunum
Tökum þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í dag
www.heimsferdir.is
Mín Borg
ferðablað Icelandair
fylgir með
Fréttablaðinu í dag.
GEYMIÐ BLAÐIÐ
Nína Dögg og flakk
hennar um heiminn
INDVERSK
EXÓTÍK Í
PARÍS
TÍSKA 50
SJÁVARÚTVEGUR Eigendur öflugra smábáta tóku
erlend lán til kvótakaupa upp á tugi og hundr-
uð milljóna í sumum tilvikum. Sölumenn
gömlu viðskiptabankanna ferðuðust um land-
ið til að bjóða kvótalánin og lánsupphæðum
voru lítil takmörk sett.
„Þetta sveiflast frá því að vera eðlileg
skuldsetning upp í stjarnfræðilegar upphæð-
ir miðað við umfang fyrirtækisins,“ segir
Arthur Bogason, formaður Landssambands
smábátaeigenda (LS). Flestir ef ekki allir
smábátaeigendur hafa látið frysta kvótalán
sín í eitt til tvö ár. „Meirihluti smábátaeig-
enda er í ágætis málum. Þeir sem eru einir
á handfæra- eða línuveiðum hafa ekki verið
að kaupa mikinn kvóta. En þeir sem gera út
öflugri bátana hafa tekið lán sem hlaupa á
hundruðum milljóna,“ segir Arthur. „Fjöl-
margir skulda engum neitt, og það skal haft
hugfast í umræðu um útgerð í landinu. Hins
vegar er staða margra grafalvarleg, það er
rétt.“
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, telur
næsta víst að allir sem hafa tekið lán til
kvótakaupa hafi nýtt sér möguleikann á að
frysta lánin í eitt til tvö ár. „Menn hafa því
getað plummað sig en staðan er mjög erfið,
sérstaklega eftir að fiskverð lækkaði eins
mikið og raun ber vitni. Kvótinn var keyptur
þegar verð var afar hátt en bankarnir mátu
það sem svo að innistæða væri fyrir því. Þess
vegna var afar auðvelt að fá lán til kvóta-
kaupa.“
Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að
starfsmenn bankanna ferðuðust um sveitir
landsins til að bjóða lán til kaupa á mjólkur-
kvóta. „Þetta er nákvæmlega sama og gert
var við smábátaeigendur,“ segir Arthur.
Vilhjálmur Bjarnason, formaður Sam-
taka fjárfesta, segir að ekki megi velta allri
ábyrgðinni á bankana. „Það var val einstakl-
inganna að þiggja gylliboðin.“ - shá
Tóku stjarnfræðilega há lán
Sölumenn bankanna ferðuðust um landið til að bjóða smábátasjómönnum kvótalán. Dæmi um stjarn-
fræðilegar lánsupphæðir miðað við umfang fyrirtækja. Nýju bankarnir frystu kvótalánin í nóvember.
HANAR OG HAGLEIKSSMIÐIR Í ÁSGARÐI Viðurinn tekur á sig ýmsar myndir á handverkstæðinu í Ásgarði. Hagleikssmiðirnir
voru líka stoltir þegar þeir sýndu blaðamanni og ljósmyndara inn í braggann í Mosfellsbænum þar sem verkstæðið er til húsa.
Ásgarður hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins nú á dögunum. Sjá síðu 30 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VIÐSKIPTI „Þetta eru mikil von-
brigði,“ segir Ragnar Z. Guðjóns-
son, sparisjóðsstjóri Byrs, en
bankinn tapaði
tæpum 29 millj-
örðum króna á
síðasta ári.
Ragnar segir
afkomuna í
takt við áfallið
sem dunið hafi
á landsmenn í
fyrra en bank-
inn færir niður
29 milljarða
króna af útlánum og viðskiptavild
í varúðarskyni. Þá bætist við tap
upp á tíu milljarða króna vegna
hlutdeildarfélaga.
Eiginfjárhlutfall sparisjóðs-
ins hrundi úr 40 prósentum í
hittiðfyrra í 8,3 prósent í lok síð-
asta árs. Sparisjóðurinn ætlar að
sækja um framlag frá stjórnvöld-
um vegna sérstakra aðstæðna á
fjármálamarkaði í næstu viku.
- jab / Sjá síðu 12
Byr tapar 29 milljörðum:
Sækir um fé frá
stjórnvöldum
RAGNAR Z.
GUÐJÓNSSON