Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 12
12 14. mars 2009 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 29 Velta: 156 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 221 +1,11% 571 +1,44% MESTA HÆKKUN CENTURY ALUMIN. 12,39% ÖSSUR 3,43% FØROYA BANKI 0,97% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR 0,69% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 2,80 +0,00% ... Atlantic Airways 171,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 235,00 +0,00% ... Bakkavör 1,44 -0,69% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 0,75 +0,00% ... Føroya Banki 104,00 +0,97% ... Icelandair Group 11,20 +0,00% ... Marel Food Systems 49,30 +0,61% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Össur 75,30 +3,43% Stjórnvöld í Austurríki, Lúxemborg og Sviss létu undan alþjóðlegum þrýstingi í gær og afnámu hina helgu bankaleynd að hluta í því augnamiði að svipta hulunni af skattsvik- urum. Ákvörðunin var tekin í kjölfar viðræðna við Efnahags- og framfarastofnun (OECD) um aukið gagnsæi á fjármálamörkuðum. Ríkisstjórnir landanna feta í fótspor smá- ríkjanna Andorra og Liechtenstein, sem afléttu bankaleynd að hluta á fimmtudag. Bandaríska dagblaðið New York Times segir líklegt að fleiri ríki fylgi fordæminu. Bankaleynd var harðlega gagnrýnd fyrir ári þegar þýska leyniþjónustan komst yfir upplýsingar um að bankar í Liechtensten hefðu hjálpað hundruðum auðmanna að komast hjá skattgreiðslum með því að milli- færa fé í skattaskjól. Líklegt þykir að hertari reglur um milli- færslur og undanskot með þessum hætti verði samþykktar á leiðtogafundi tuttugu stærstu iðnríkja heims í Lundúnum um næstu mánaðamót. - jab SKATTASKJÓL Yfirvöld í Liechtenstein hafa sam- þykkt að svipta hulunni af þeim sem hafa svikið undan skatti í skjóli bankaleyndar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Aflétta bankaleynd Hver ræður för? Málþing Sjónarhóls um félagslega stöðu barna með sérþarfi r fi mmtudaginn 19. mars kl. 12.30 – 17.00 á Grand Hótel, Sigtúni 38. Á málþinginu verður fjallað um félagslega stöðu barna með sérþarfi r, um reynslu þeirra og upplifun. Fagfólk, foreldrar, systkini, afar og ömmur og allir þeir sem láta sig málefni barna með sérþarfi r varða eru hvattir til að mæta. Skráning fer fram á heimasíðu Sjónarhóls www.sjonarholl.net „Þetta eru mikil von- brigði,“ segir Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðs- stjóri Byrs, um afkom- una á síðasta ári. Hún hefur aldrei verið verri. Byr tapaði 28,8 millj- örðum króna í fyrra, sem er umtalsverður viðsnúningur frá í hitt- iðfyrra þegar hagnað- urinn nam rúmum 7,9 milljörðum. Mest munar um varúðarniður- færslu á útlánum upp á 25 millj- arða króna og niðurfærslu á við- skiptavild (óefnislegum eignum) upp á um fjóra milljarða. Á sama tíma í fyrra nam virðisrýrnun sparisjóðsins tæpum 817 millj- ónum. Við bætist tap af fjáreign- um og hlutdeildarfélögum upp á rúma tíu milljarða króna. Ragnar segir niður- stöðuna lýsandi dæmi um það áfall sem dunið hafi á landsmenn frá í fyrrahaust. Við fall bank- anna hafi farið af stað atburðarás sem enn sjái ekki fyrir endann á, að sögn Ragnars. „Það hafa tapast óheyrileg verð- mæti á stuttum tíma. Við erum að verða fyrir því nú en erum þó ánægð að standa enn eftir þennan brot- sjó.“ Eiginfjárhlutfall Byrs fór úr 40,2 prósentum í hittiðfyrra í 8,3 prósent á síðasta ári. Eiginfjár- hlutfallið má ekki fara undir 8,0 prósent, samkvæmt reglum um fjármálafyrirtæki. Stjórnendur Byrs hafa gripið til ýmissa aðgerða í hagræðingar- skyni, svo sem dregið úr eigna- stýringu og fjárfestingarstarf- semi. Þá ætlar Byr að sækja um framlag frá stjórnvöldum vegna sérstakra aðstæðna á fjármála- markaði, erindið verður sent fjár- málaráðherra í næstu viku. Lög þessa efnis heimila ríkis- sjóði að leggja sparisjóðum til fjárhæð sem nemur allt að fimmt- ungi af bókfærðu eigin fé í árslok 2007, gegn stofnfjárbréfum í við- komandi sparisjóði, sem endur- gjald í samræmi við framlagið. Ragnar segir ekki liggja fyrir hvenær kallinu verði svarað. Einn sparisjóður hafi sótt um framlag frá ríkinu í janúar en hann ekki fengið lausn sinna mála enn. „Við vitum ekki hvenær svar berst,“ segir hann. Þrýst hafi verið á stjórnvöld að setja tímaramma fyrir umsóknarferli sem þetta. jonab@markadurinn.is Byr tapaði 29 milljörðum Síðasta ár var það erfiðasta sem stjórnendur Byrs hafa staðið frammi fyrir. Lýsandi dæmi um áfallið sem dundi á landsmönnum, segir sparisjóðsstjórinn. Finnska fjármálafyrirtækið Sampo jók við hlut sinn í Nordea, umsvifamesta banka Norðurland- anna, í hlutafjáraukningu bankans á miðvikudag og situr nú á fimm- tán prósentum bréfa í bankanum. Sampo er næststærsti hluthafi Nordea á eftir sænska ríkinu með fimmtán prósenta hlut. Exista var stærsti hluthafi bankans en seldi hann allan í október. Jarmo Salonen, talsmaður Sampo, segir í samtali við Reuters, að stjórnendur fjármálafyrirtækisins hafi aldrei farið í felur með þá ætlun sína að auka við hlut sinn í bankanum. Ekki standi þó til að leggja fram yfirtökutilboð í hann. - jab Sampo keypti meira í Nordea RAGNAR Z. GUÐJÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.