Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 85
LAUGARDAGUR 14. mars 2009 53 Rokksveitinni Reykjavík! er gef- inn gaumur í dálki á heimasíðu hins virta tímarits Rolling Stone. Dálkurinn nefnist Hype Monit- or þar sem fjallað er um nýjar og spennandi hljómsveitir sem eru mest í umræðunni á netinu. „Þetta íslenska band segir harðkjarnanum stríð á hend- ur með grimmilegum og prakk- aralegum lögum sem sýna enga miskunn,“ segir á síðunni. Titil- lag plötunnar The Blood er nefnt sem besta lag plötunnar. Ein- kennist það af „kraftmiklum trommuleik, öflugu „feedbakki“ og æðislegum gítarstefjum í anda hljómsveitarinnar Birthday Party.“ Reykjavík! í Rolling Stone REYKJAVÍK! Hljómsveitin Reykjavík! fær góða dóma á heimasíðu bandaríska tímaritsins Rolling Stone. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Bono, söngvari U2, er ósáttur við tónlistaraðdáendur sem hala tónlist niður ólöglega. Hann stað- hæfir að lög gegn niðurhali verði hert þegar kvikmyndaver fara að tapa peningum. Bono telur að það verði ekki fyrr en stóru fyrirtæk- in í Hollywood fara að finna fyrir niðurhalinu að yfirvöld fái þau tæki og tól sem þarf til að vinna baráttuna. „Það er ekki rétt að ríkar rokk- stjörnur biðji um meiri peninga en einhver verður að berjast fyrir aðra listamenn því þetta er orðin alger geðveiki,“ segir Bono. „Tónlist er orðin eins og krana- vatn og ég er hálf móðgaður,“ segir söngvarinn sem býst við því að þetta breytist á næstunni. „Þegar skráarskipti á sjónvarps- þáttum og bíómyndum verða eins auðveld og á lögum þá breytist þetta. Einhver mun hringja í lögguna.“ Bono mót- mælir niður- hali á tónlist ÓSÁTTUR Bono, söngvari U2, býst við því að viðurlög við niðurhali verði hert á næstunni. NORDICPHOTOS/GETTY HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 44 54 60 0 3/ 09 FERÐAÆVINTÝRI Í FERMINGARGJÖF // Mikið úrval af svefnpokum Verð frá 9.990 kr. Landsins mesta úrval af bakpokum // Dagpokar Verð frá 5.990 kr. // Stærri bakpokar Verð frá 12.990 kr. // Tjöld Verð frá 8.990 kr. Sjónaukar, göngustafir, áttavitar og margt fleira Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn- aði Eirík Jónsson, ritstjóra Séð og heyrt, og blaðamann tímarits- ins, Svan Má Snorrason, í meið- yrðamáli sem Ívar Örn Þórhalls- son höfðaði á hendur því vegna fyrirsagnarinnar „Sonur Ladda: Hommi á barnalandi“. Fyrirsögnin birtist á forsíðu blaðsins í lok ágúst og krafðist Ívar Örn 400 þúsund króna í miskabætur og að fyrir- sögnin yrði dæmd dauð og ómerk. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu Ívar Örn hefði sjálf- ur átt upptökin að umræddu máli, hann hefði lýst því yfir á opnu vefsvæði að hann væri að koma út úr skápnum sem hommi. Fyr- irsögnin „Hommi á barnalandi“ væri því ekki röng í sjálfu sér eins og umfjöllun Ívars Arnar um kyn- hneigð sína var háttað á vefsvæð- inu. Þá kemst dómurinn jafnframt að þeirri niðurstöðu að í fréttinni sjálfri hafi sjónarmið Ívars um að þetta hafi verið grín komið skýrt fram. Að sögn lögmanns Ívars, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, eru meiri líkur en minni að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Útgáfufélagið Birtingur var hins vegar dæmt fyrir að taka myndir í leyfisleysi af vefsvæði Ívars og nota í umrædda frétt. Var Birt- ingi gert að greiða Ívari Erni 180 þúsund krónur í skaðabætur og 600 þúsund krónur í málskostnað. Þetta er í annað sinn á tiltölulega skömmum tíma sem Birtingur er dæmt fyrir slíkt athæfi. Hið fyrra var í Tarantino-málinu svokallaða. - fgg Sekt og sýkna í máli sonar Ladda ÍVAR ÖRN ÞÓRHALLSSON Séð & Heyrt var sýknað í meiðyrðarmáli sonar Ladda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Alexandra Elfa Björnsdóttir fékk óvænta gjöf í gærkvöldi þegar tilkynnt var að hún hefði hlotið sérstakt „wildcard“-sæti í Idol-stjörnu- leit Stöðvar 2. Að sögn Pálma Guðmundsson- ar, sjónvarpsstjóra Stöðvar 2, var þetta gert í fullu samráði við erlenda eigendur Idol- keppninnar. „Alexandra fékk flest atkvæði þeirra sem ekki komust áfram og því fékk hún sætið.“ Björn Jörundur Friðbjörnsson var sérleg- ur aðdáandi Alexöndru og barðist fyrir því að láta hana fá fimmta sætið í síðasta þætti. Alex- andra varð þó að horfa á eftir því í hendurnar á Guðrúnu Lísu Einarsdóttur en sú ákvörðun olli nokkrum titringi meðal annarra keppenda en Guðrún Lísa hafði sungið bakraddir í þriðju Idol-seríunni. Pálmi þvertekur fyrir að ákvörð- unin hafi eitthvað með það mál að gera. „Nei, hér er ekkert stórt samsæri á seyði. Alexandra er vinsæl og vel að þessu sæti komin.“ Alexandra áfram Í SMÁRALIND Alexandra Elfa Björnsdóttir fær að keppa í Smáralind eftir að henni var úthlutað svoköll- uðu „WildCard“-sæti í Idol- stjörnuleit Stöðvar 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.