Fréttablaðið - 14.03.2009, Side 67

Fréttablaðið - 14.03.2009, Side 67
LAUGARDAGUR 14. mars 2009 35 2010 VIÐURINN Starfsmenn Ásgarðs höggva sjálfir viðinn sem þeir smíða úr. Þessi viður var höggvinn í fyrra og hefur legið úti í vetur. Í vor verður hann tekinn inn og grófþurrkaður áður en hann endar á lofti verkstæðisins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 2009 VIÐURINN Þessi viður er á lokaskeiði þurrkunar og verða hagleiksmennirnir í Ásgarði, ef að líkum lætur, búnir að umbreyta honum öllum í fallega muni fyrir næstu jól. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LISTASMÍÐ Þar sem áður var ölstofan Álafoss föt bezt er nú kaffistofa starfs- manna í Ásgarði, samkomusalur og verslun, allt á einum stað. Þar er gólfið farið að gefa sig og verður Samfélags- verðlaunafénu meðal annars varið í endurnýjun þess. Með fram veggjum getur að líta gripina sem eru til sölu. HUGMYNDAFRÆÐIN Starfsemi Ásgarðs byggir á hug- myndafræði sem ættuð er frá Austurríkismanninum Rudolf Steiner (1861-1925). Fræði sín nefndi hann mannspeki og eitt svið hennar tekur til uppeldis þroskaskertra. Í Ásgarði er ekki litið á fötlun sem vandamál heldur sem möguleika og gengið er út frá því að í hverri manneskju sé heilbrigður kjarni sem unnið er með. Þannig er reynt að aðstoða fatlaðan einstakling við að vinna með sína fötlun, til að hæfileikar hans njóti sín sem best. Í Ásgarði er lagður metnaður í að þroska manneskjulegan þátt vinn- unnar. Þannig er framleiðslan löguð að getu hvers og eins fremur en að laga starfsmennina að framleiðsl- unni. Meiri upplýsingar um Ásgarð er að finna að heimasíðunni asgardur.is. ➜ ÁSGARÐUR Handverkstæðið Ásgarður var stofnað árið 1993 og hefur starfs- leyfi frá félagsmálaráðuneytinu sem verndaður vinnustaður. Þar starfa nú 30 manns með þroska- skerðingu í 21,5 stöðugildi og 9 aðstoðarmenn. Á verkstæðinu eru framleidd leikföng og húsbúnaður, allt úr tré. Einnig er nokkuð um sérsmíði. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að hanna og þróa ein- föld, sterk og skemmtileg leikföng sem eiga sér samsvörun í íslensk- um þjóðháttum. Mikil áhersla er lögð á að virkja sköpunarkraft starfsmanna og að örva þá til að stíga feti framar en fötlun þeirra gefur tilefni til. Starfsmenn fylgja hugmynd um leikfang frá teikniborði, í fram- leiðslu og svo áfram í markaðsetn- ingu og sölu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.