Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 68
36 14. mars 2009 LAUGARDAGUR Eigi leyna augun Fréttablaðinu þótti það forvitnileg stúdía að vita hvað álitsgjafar nokkrir þóttust geta lesið í augu þjóðþekktra Íslendinga án þess að hafa hugmynd um hverjum augun tilheyrðu. Júlía Margrét Alexandersdóttir fékk að vita hvað almannatenglarnir Ómar R. Valdimarsson og Andrés Jónsson sem og Gurrí Haraldsdóttir blaðamaður lásu í linsurnar. ÓMAR R. VALDIMARSSONGUÐRÍÐUR HARALDSDÓTTIR ANDRÉS JÓNSSON Ómar: Þessi augu virka á mig eins og augun í Matlock. Svona týpa sem er ótrúlega réttsýn og leitar að því góða í öllum. Þessi manneskja er búin að lifa tímana tvenna og veit til dæmis muninn á kreppu og því að geta ekki endilega keypt sér nýjan flatskjá á morgun. Þessi einstaklingur býr í skuldlausu húsnæði og fussar þegar hann heyrir minnst á myntkörfulán. Gurrí: Þessi manneskja hefur marga fjöruna sopið … Hann hefur sérkennilega sýn á lífið, jafnvel kaldranalega. Hann er góðmenni … með svartan húmor og er stundum hugsun- arlaus sem fólk misskilur sem tillitsleysi. Andrés: Lífskúnstner fram í fingurgóma. Sjónin aðeins farin að daprast. En það kemur ekki að sök. Hann er enn hinn sprækasti og hleypir reglulega upp kokkteilboðum, vítt og breitt um miðbæinn, með analystískum anekdótum sínum um lífið og tilveruna. Kemur hann þá jafnan flatt upp á menn. Hann er meira hrifinn af Honey Corn Flakes en þessu gamla þarna venjulega. Fátt veitir honum eins mikinn unað og hunangið – en hann segir engum frá þessari nautn. Ekki viðhlæjendum sínum í kokkteilboðunum allavega. Ómar: Þessi augu eru mjög falleg, en þó dálítið stjörf, hugsanlega eftir að hafa sökkt sér ofan í lestur stórtíðinda í boði perezhilt- on.com og people.com. Það kæmi mér ekki á óvart ef líf þessarar manneskju hefði verið mun skemmtilegra árið 2007 heldur en í dag. Gurrí: Augun eru svolítið dapurleg og bera vott um viðkvæmni. Þessi kona hleypir ekki hverjum sem er að sér þótt hún virðist opin. Hún hefur lært af lífinu að ekki er öllum treystandi. Andrés: Hér er komin hörð kona – nagli. Rannsakandi augu hennar sjá í gegnum slægustu lygalaupa og skilja þá eftir vopn- lausa. Hún er eins og tvær manneskjur, eftir því hvort hún er heima hjá sér eða í vinn- unni. Er mjög prívat manneskja sem nýtur þess að vera í faðmi fjölskyldunnar. Hún á páfagauk sem heitir Jens og er nefndur eftir mjög skemmtilegum félaga hennar og mannsins hennar, sem þau fara árlega með í gönguskíðaferð um túndrur Lapplands. Af páfagauknum er það að segja að hann er orðinn fjörgamall og þjáist af þunglyndi. Deilt er um það á heimilinu hvort endurtekin flug hans á eldhúsgluggann séu raunveruleg- ar sjálfsvígstilraunir. Augun tilheyra: Thor Vilhjálmssyni rithöfundi Augun tilheyra: Rannveigu Rist forstjóra Ómar: Þessi augu gætu tilheyrt einhverjum í stjórnmálum, í Fjármálaeftirlitinu eða einni af skilanefndum bankanna. Líklega er viðkom- andi orðinn pínu þreyttur og búinn að fá sig pakksaddan af bankamönnum, ofurlaunum, kaupréttum og bónusum. Gallinn er bara sá að út af djobbinu kæmi það manni ekki á óvart að þessi manneskja þurfi að garfa í þessari ruslatunnu næstu tíu árin eða svo. Gurrí: Þessi manneskja sér á einhvern hátt lengra en nef hennar nær. Í augum hennar má greina visku og lærdóm. Hún er þreytt eða undir álagi. Andrés: Þessi lítur flest fólk og félagasamtök hornauga. Honum er illa við Lions-klúbba og þolir ekki Rotary. Þá vill hann frekar fá að horfa á sitt sjónvarp og tala upphátt við sjálfan sig um auglýsingarnar sem eru í sjón- varpinu. Hann er mikið fyrir útivist og er með öll örnefni á hringveginum á hreinu. Hann þverskallast jafnan við ef honum er boðið til útlanda. Honum finnst lítið þangað að sækja. Hann leggur mikla áherslu á að opna augu annarra fyrir því mikla vandamáli sem er dræm þátttaka í kröfugöngum. Ómar: Glimrandi sjarmerandi augu sem tilheyra einhverri manneskju sem þarf ekki annað en að blikka mann til þess að heilla mann upp úr skónum. Eitt ofurlítið bros og svo blikk og hvaða karlmaður sem er yfirgefur fjölskylduna sína og býðst til þess að fremja landráð. Sem betur fer bera þessi augu þó það með sér að kæra sig ekkert um slíka karlpunga. Gurrí: Mikill húmor og lífsgleði ríkir hjá þess- ari manneskju, útlitið skiptir hana máli, en alls ekki öllu. Hún kann að meta það góða í lífinu og veltir sér ekki upp úr smámunum. Andrés: Þetta er fín frú. Svona yfirstéttar- kona með öllu; pels, Range Rover, hús á Flórída þar sem hún iðkar golfíþróttina af miklum krafti. Ekki ólíklegt að maðurinn hennar sé stæltur stælgæi með fortíð í íþróttaheiminum. Hún vill stóra og stæðilega menn sem opna dyrnar fyrir henni þegar hún stígur út úr Range Rovernum og inn á frumsýningar í Óperunni eða Þjóðleikhúsinu. Fáir vita, að neðarlega á öðrum kálfanum má sjá móta fyrir lítilli rós með gaddavír í kring. Húðflúrið er nær alveg horfið – bernskubrek frá því í útskriftarferð með MS til Rimini. Ómar: Þessi augu tilheyra pottþétt mann- eskju sem auðvelt er að kunna vel við. Ljúf, brún augu sem gefa frá sér hlýju og vingjarnleika. Þau gætu til að mynda tilheyrt einhverjum sem er að passa börn eða vinnur við umönnunarstörf. Ég myndi treysta henni til þess að passa annaðhvort dóttur mína eða mömmu og pabba, þegar þau komast á aldur. Gurrí: Falleg augu, þrungin visku og galdri en jafnframt svolítilli þreytu. Hún fer sínar eigin leiðir og þolir illa að láta segja sér fyrir verk- um. Fólk veit ekki alltaf hvar það hefur hana. Andrés: Þetta líkar mér. Smekklegar broshrukkur kæta viðmælendur þessarar hógværu og hæglátu konu. Hún hefur lifað margar gæðastundir, ein með góða bók. Hún býr í Vesturbænum í kjallaraíbúð, en fer alltaf einu sinni ári í sumarfrí til Laugavatns og dvelur þá á Hótel Eddu og stundar gufubaðið grimmt. Einu sinni fór hún nakin í gufubaðið með nokkrum þýskum landfræðingum af báðum kynjum og þegar hún rifjar það upp þá verða augun svona dreymin eins og sést hér. Hefur mikinn áhuga á garðrækt og er þekkt fyrir einstakt lag á túlípönum. Ómar: Biddu fyrir þér, Denni dæmalausi er mættur á svæðið! Það er einhver pínu góðlátleg stríðni í þessum augum. Ekkert vont eða neitt í þá áttina, heldur kannski frekar manneskja sem myndi hlæja að þér ef þú rynnir á rassgatið í hálkunni – eftir að hún væri búin að ganga úr skugga um að þú hefðir ekki meitt þig. Gurrí: Þetta er frekar varkár manneskja sem getur verið hinn mesti stríðnipúki gagnvart þeim sem hún þekkir vel. Hefur kalda sýn á lífið sem hlýnar ekki með hækkandi aldri. Andrés: Þessi kattaraugu tilheyra viðkvæmri listaspíru sem breytist í djammdrottningu um helgar. Þú finnur þessi augu skimandi yfir svæðið frá hornborðinu innst á Kaffibarn- um seint um kvöld. Er oft spurð af útlend- ingum hvort hún sé með bláar linsur, því blá augun lýsa svo skært í bjarta sumarnóttina. Kýs Vinstri græna og ekki er ólíklegt að hún hafi átt náið samband við Caterpillar- vinnuvél, eitt sumarið sem leið. Þekkir allt fólkið sem vinnur á veitingastaðnum Maður lifandi og man eftir afmælisdögunum þeirra. Föndrar þá fyrir þau lítil kreppappírshjörtu skreyttum glimmeri og litlum gullkornum um lífið og tilveruna. Það er alltaf verið að segja henni að opna feisbúkk-síðu og selja hjörtun þar til almennings. Þetta er svo krútt- legt hjá henni nefnilega. Ómar: Þetta er hörkutól og glamúrgæi. Hann kallar ekki allt ömmu sína og hikar aldrei, þegar hann þarf að taka ákvörð- un. Hann segir líklega hlutina algjörlega umbúðalaust og nennir ekki að velta því of mikið fyrir sér hvort einhverjir fari að væla undan honum – það bara skiptir ekki máli. Hann elskar mömmu sína út af lífinu og pabbi hans er hans helsta fyrirmynd. Gurrí: Þessi augu segja mikið en halda samt svo mörgu leyndu. Viðkvæmni býr í þeim en jafnframt ótti við að opinbera hana fyrir öðrum. Vill ekki sýna „veikleikamerki“. Andrés: Annað augað stærra en hitt benda til að þessi maður sé slóttugur og undir- förull. Gæti hafa starfað í stjórn einhvers lífeyrissjóðs. Keyrir um á dýrum slyddujeppa sem er farinn að síga í veskið með gengis- ruglinu öllu, sem hann getur þó ekki kennt neinum um nema sjálfum sér og starfs- systkinum sínum í fjármálageiranum. Bræðir öll kvensmannshjörtu og dáleiðir þær með „bad-boy“ lúkki. Er mættur í ræktina á þeim tímum þar sem hann á von á að hitta flesta nýríku kunningjana sína. Er búinn að vera með VIP-kort í Laugum frá því áður en stöðin var opnuð. Ómar: Þessi náungi er hokinn af reynslu lífs- ins. Honum finnst fáránlegt að ekki sé hægt að senda krakka út á vinnumarkaðinn þegar þeir eru orðnir 12 ára og skilur ekkert í því að börn séu ekki enn þá send í sveit á sumrin. Hann sótti sjóinn á sínum unglingsárum og gerir sér fyllilega grein fyrir því að verðmæti verða ekki til með pappírsgjörningum. Hann er rosalega stoltur af börnunum sínum – sér- staklega því sem vann sem sumarafleysinga- manneskja í álverinu í Straumsvík. Gurrí: Þessi manneskja hefur marga fjöruna sopið … Hann hefur sérkennilega sýn á lífið, jafnvel kaldranalega. Hann er góð- menni … með svartan húmor og er stundum hugsunarlaus sem fólk misskilur sem tillitsleysi. Andrés: Þessi er refur, þótt hann sé vissu- lega réttsýnn. Augnaráðið er ískalt og spyrj- andi. Hann hefur séð tímana tvenna. Veit að það er ekki allt sem sýnist í heimi hér. Ef hann sér eitthvert óréttlæti þá skjóta augun gneistum og menn hrökklast frá af augna- ráðinu einu saman. Hann nennir aldrei að gefa útlenskum ferðamönnum leiðbeiningar, heldur þusar eitthvað og stikar hratt í burtu. Gæti hafa leikið nasistaforingja, já eða bresk- an njósnara á sviði eða í bíómynd. Nei, nú sé ég hver þetta er. Þetta er framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Augun tilheyra: Eiríki Jónssyni ritstjóraAugun tilheyra: Margréti Láru Viðarsdóttur íþróttamanni Augun tilheyra: Svövu Johansen verslunarkonu (Augun tilheyra: Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra) (Augun tilheyra: Svandísi Svavarsdóttur stjórnmálamanni) Augun tilheyra: Loga Geirssyni íþrótta- manni Álitsgjafar Fréttablaðsins voru:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.