Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 63
matur 7 Áttunda Food and fun-hátíðin hefst í Reykjavík miðvikudaginn 18. mars. Sextán veitingastaðir víðs vegar um borgina fá til sín gesta- kokka frá Evrópu og Bandaríkjun- um sem reiða fram fjögurra rétta matseðil á hverjum stað fyrir sig. Verðið er það sama á öllum veit- ingastöðunum, eða 6.400 krónur. Hin árlega kokkakeppni mat- reiðslumeistara verður á sínum stað en matreiðslumeistarar sækja það stíft að fá að taka þátt enda eftirsótt að vera með þátttöku í keppninni á ferilskránni. Hátíðinni í ár var seinkað sökum efnahagsástandsins en hún er jafn- an haldin um mánaðamótin febrú- ar/mars. Ekki verður þó slegið slöku við og verður meðal ann- ars bryddað upp á þeirri nýjung að sjónvarpa keppninni. Hátíðin stendur til sunnudagsins 22. mars og mun komandi vika eflaust kitla bragðlauka margra. - ve FOOD AND FUN AÐ HEFJAST Listilega útbúnir réttir eru einkennis- merki Food and fun-hátíðarinnar. Margar rannsóknir styðja að morgunmaturinn skipti máli en fylgni er á neyslu morgunmatar við betra fæðuval og bætta heilsu. Fylgni hefur einnig fundist við bætta athygli og aukin afköst við leik og störf og morgunmaturinn er jafnvel talinn auð- velda fólki að halda líkamsþyngdinni í lagi. Með tilliti til orkuþarfar er talið æskilegt að morgunmaturinn sé nokkuð stór máltíð og veiti um 15-20% af dagsþörfinni, sem samsvarar um 200-300 hitaeiningum fyrir fimm ára barn. Þannig er í rauninni heppilegt að barn fái bæði graut með mjólk og brauðbita eða að minnsta kosti ávöxt til viðbótar við grautinn eða morgunkornið. Stundum eru börn lystarlítil en þá er betra að þau borði eitthvað en alls ekki neitt. Heimild: www.landspitali.is MIKILVÆGI MORGUNMATAR Enginn vandi er að útbúa ís- kaffi í morgunsárið en fátt er eins hressandi. Eftirfarandi þarf að hafa við höndina: 1/3 espresso-kaffi (nú eða uppá- hellingur ef annað er ekki fyrir hendi) 2/3 mjólk ísmolar skvetta af vanillusírópi þeyttur rjómi og súkkulaði- spænir á tyllidögum Fyllið hátt glas af ísmolum. Hellið kaffi og mjólk út í í réttum hlutföll- um. Færið innihaldið í matvinnslu- vél og þeytið þar til blandan er orðin að léttu krapi. Hellið aftur yfir í glasið og bætið skvettu af vanillusírópi út í. Á tyllidögum er gott að bæta rjóma og súkkulaði- spæni ofan á. Drekkið með röri. ÍSKALT KAFFI SEM HRESSIR Ískaffi er hressandi drykkur. Fjölbreytt menningardagskrá í boði fyrir alla landsmenn Sýningar Tónleikar Fyrirlestrar Upplestrar og leiðsagnir Kaffi og vöfflur með rjóma Humarsúpa Saltfiskréttir Rokkárin og bryggjuball Skessur og skrímsli Gallerí; handverk og listiðnaður Sjá alla dagskrána á vf.is SÖFN OG SJÁVARFANG Á SUÐURNESJUM DAGANA 14. TIL 15. MARS ÓKEYPIS Á ÖLL SÖFN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.