Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 28
28 14. mars 2009 LAUGARDAGUR U m síðustu helgi birtist viðtal í Fréttablaðinu við mæðgurnar Helgu Hjörleifsdóttur og Bergdísi Jónsdóttur en Bergdís er fjölfötluð. Gyða segir að Helga hafi verið brautryðjandi í málefnum fatlaðra barna og hún hafi notið góðs af því sem komið var til leiðar í tíð Helgu. Gyða seg- ist til að mynda alltaf hafa feng- ið góða umönnun og stuðning frá því að Ólöf fæddist. Ólöf er núna á starfsbraut við Fjölbrautaskólann í Ármúla og það er framtíðin sem er efst á baugi hjá þeim mæðgum því Gyða segir fá úrræði vera fyrir fjölfatlaða krakka eftir skólaskyldu. Góðærið hafi litlu breytt þar um. Gerðum okkur ekki óraunhæfar vonir „Á meðgöngunni var það talsvert á reiki hvað ég var komin langt á leið. Höfuðið var minna en það átti að vera miðað við hversu langt ég var gengin og af einhverjum ástæðum var ekki kallað á sérfræðing til að skoða það nánar. Ólöf fæddist svo hálfum mánuði fyrir tímann og þá sást strax að það var eitthvað sem var ekki í lagi. Ég var þreytt eftir erfiða fæðingu og eyddi þeim hugsunum bara. Barnalæknirinn ráðfærði sig við kollega sína og til- kynnti okkur fljótlega hvers kyns var. Við tóku svo rannsóknir og þá kom í ljós hversu alvarlega fötl- uð Ólöf var. Ég get samt ekki sagt að við foreldrarnir höfum fengið þetta áfall sem yfirleitt fylgir því að eignast fatlað barn. Við ræddum strax fyrsta daginn um að reyna að hafa lífið sem eðlilegast og taka á þessu með raunsæi og gera okkur engar vonir.“ Hefur ekki borðað mat í tíu ár Ólöf er með klofinn mjúka góm- inn sem þýðir að hún hefur alla tíð átt erfitt með að nærast en hún lærði þó að taka pela. Ólöf þurfti að læra alla hluti eins og að sofa en það gekk erfiðlega að kenna henni það. „Það var það sem var erfið- ast fyrstu árin. Hún tók allan sól- arhringinn eins og svaf helst, ef eitthvað var, á kvöldin. Þegar hún var tveggja og hálfs árs gáfumst við upp en við sáum það eftir eina helgina að samskipti okkar hjóna þá helgi höfðu verið þegar við hitt- umst við það að fara sitt á hvað inn í svefnherbergi og leggja okkur. Við fengum því svefnmeðal fyrir Ólöfu og allt breyttist mjög mikið. Hún varð rólegri og þótt hún svæfi yfirleitt ekki alla nóttina kom það þó fyrir.“ Heilsufar Ólafar hefur oft verið mjög slæmt og spítalaferðir voru margar fyrstu árin þar sem hún var til að mynda með mikið maga- bakflæði. „Í maí 1999 var ákveðið að setja upp magasondu hjá Ólöfu, þar sem illa gekk að gefa henni að borða og eftir það hefur hún ekki viljað sjá mat. Hún er einnig með afar viðkvæmt ónæmiskerfi og stundum er enga skýringu að finna á veikindunum. Fyrir tveimur árum fékk hún mjög slæma lungnabólgu, en það var þriðja skiptið á stuttum tíma, en hefur verið nokkuð hraust síðustu tvö árin. Við erum mjög þakklát, og Ólöf, fyrir hvern góðan dag. Það er ekkert líf að vera svona veikur,“ segir Gyða. Hefur ekki stjórn á hreyfingum sínum Í dag býr Ólöf á heimili fyrir fjöl- fatlaða í Fossvogi en hún hefur búið þar alveg frá fimm ára aldri. „Hún flutti hingað tæplega fimm ára og var þá viku hér og viku heima. Nú seinni árin, frá 1999, hefur hún hins vegar alveg búið hér því við getum ekki boðið henni upp á svo góðar aðstæður sem eru hér og henni líður mun betur í þessu umhverfi þar sem hún er alveg örugg. Hér sefur hún í bólstruðu rúmi því skortur á litla heila hefur þau áhrif að hún hefur ekki stjórn á hreyfing- um sínum og á því til að slasa sig.“ Gyða segir að þegar henni hafi boð- ist vistun í Fossvoginum hafi þau foreldararnir ekki þurft að hugsa sig um. „Það komst mikil regla á þegar við þurftum ekki lengur að vera á flakki milli heimilisins, stuðningsfjölskyldu og skamm- tímavistunar í Álfalandi. Hún fór að sofa betur á nóttunni enda var alltaf einhver vakandi yfir henni. Við foreldrarnir gátum því líka tek- ist betur á við það að geta ekkert sofið eina vikuna þegar við vissum að við myndum geta hvílt okkur þá næstu.“ Norah Jones í uppáhaldi Ólöf er mikil dama að sögn móður hennar og elskar falleg föt. Hún fer stundum í bíó, og vill þá helst sjá hugljúfar myndir, og hlustar mikið á tónlist Noruh Jones. „Hún er sterkur karakter og hefur mikl- ar meiningar. Þegar hún var yngri og vildi til að mynda ekki dvelja í sumarbúðum Reykjadals þóttist hún vera ægilega veik en læknaðist svo í bílnum á leiðinni heim. Hún fer líka í manngreinarálit og tekur ekki alltaf öllum svo glatt strax. Ákveðni hennar hefur líka hjálp- að henni mikið í gegnum veikind- in því hún hefur alltaf farið þetta á hnefanum. Það er mikill töggur í henni,“ segir Gyða og Ólöf lætur vita að henni finnist sitthvað um það sem móðir hennar segir. Engin framtíðarúrræði Ólöf mun útskrifast í vor en þá er ekki víst hvað tekur við og í raun engin úrræði að sögn Gyðu. „Lyng- ás, dagheimilið hennar, er frábær staður, en þar hefur hún og þess- ir fjölfötluðu einstaklingar verið frá því þeir voru tveggja ára. Það myndi engin manneskja sætta sig við að vera fullorðin enn þá á leik- skólanum. Það eru sjálfsögð mann- réttindi allra að fá að hafa eitthvað fyrir sinn aldur fyrir stafni. Góð- ærið færði þessum krökkum ekk- ert, framtíðin hefur alltaf verið afskaplega óljós. Og á Lyngási er bara dagskrá smá brot úr degi fyrir þennan aldur. Fjölmennt býður líka upp á námskeið en það eru líka fáar stundir í viku. Á milli er ekkert fyrir þau að hafa nema hanga heima sem er engum manni boðlegt.“ Gyða segist vera búin að panta tíma hjá félagsmálaráðherra en hafi ekki enn þá fengið viðtals- tíma, líklega vegna ástandsins. Hún hafði svo samband við Svæðisskrif- stofu Reykjavíkur á fimmtudag og fékk þau svör að eitthvað væri í bígerð og segist bíða spennt eftir því. „Maður vonar að þessir ein- staklingar gleymist ekki núna. Þau þurfa mikla aðhlynningu og það var algjör lukkupottur að komast með hana í Fjölbraut í Ármúla. En svona hefur maður þurft að taka þetta – eitt ár í einu – og sjá svo hvað verð- ur næst. Dagþjónustuúrræði fyrir þennan fjölfatlaða aldurshóp annar ekki eftirspurn og ég veit að úrræð- in eru engin. Einstaklingur eins og Ólöf þarf umhverfi þar sem hún er innan um fólk, eins mikil selskaps- manneskja og hún er.“ Góðærið færði þessum krökkum ekkert Ólöf Bjarnadóttir fæddist fjölfötluð, án litla heila og stóri heilinn er lítill. Þrátt fyrir að geta ekki talað eða tjáð sig öðruvísi en með látbragði hélt Ólöf upp á 19 ára afmæli sitt í haust að venju með fullt hús af fólki og móðir hennar, Gyða Einarsdóttir, segir að það fari ekki á milli mála að Ólöfu finnist mun skemmtilegra að halda veislur sjálf en sækja aðrar þar sem hún er ekki í aðal- hlutverki. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti þær mæðgur á heimili Ólafar. DAMA Í SÉR Ólöf Bjarnadóttir er 19 ára og er að sögn móður hennar, Gyðu Einarsdóttur, mikil dama og elsk að fallegum fötum. Ólöf fæddist fjölfötluð og getur ekki tjáð sig en hlustar mikið á tónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á FERMINGARDAGINN Ólöf fermdist fyrir sex árum og stefnir nú að útskrift í vor úr Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Í ÞROSKAÞJÁLFUN Ólöf er þarna tveggja ára. Hún er afar ákveðinn karakter og segir móðir hennar skapi hennar að þakka hve vel henni hefur gengið að sigrast á veikindum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.