Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 78
46 14. mars 2009 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Í tengslum við ljósmyndasýningu Blaðaljós- myndarafélags Íslands í Gerðarsafni, Mynd ársins 2008, hefur félagið kallað til heiðursfé- laga, Jim Smart ljósmyndara. Hefur Jim valið nokkrar myndir úr sínu stóra myndasafni, sem nú telur yfir tvær milljónir verka. Eru það allt saman portrett, mannamyndir, frá þriggja ára- tuga ferli hans við blaðaljósmyndun. Við skoðun rifjast margar þessara mynda upp: hin ein- staka mynd af Finni Jónssyni eða glaðhlakkalegt por- trett af Halldóri Laxness. Jim kom til Íslands 1972 með Sigurlaugu konu sinni en þau kynntust þar ytra. Jim stundaði nám í listaskóla í Lowestoft í Austur-Anglíu og lærði þar grunninn í ljósmyndun. Þegar hingað kom fór hann að vinna við auglýsingateiknun eins og það hét þá fagið sem nú kallast hönnun. Hann fór fljótt að taka myndir og var ráðinn í það verk á Vikunni. Þaðan lá leið- in á Dagblaðið 1975 og fimm árum síðar á Helgarpóstinn þar sem Jim hóf mannamyndir upp á hærra stig, þeim var loks gefið rými og úrvinnsla hans á myndunum gerði þær sterkari í hvítum tilbrigðum og dökkum grunni. Hafa margir elt þá slóð síðan og sú dramatíska dirfska sem hann stundaði hafði ekki síður áhrif á marga í tökum á stafrænar vélar þegar þær komu til. Jim tók fyrst á filmur og vann myndir sínar mikið í framköllun fyrir prentun. Eftirvinnslan var í þann tíma meira erfiði, handverk sem sumir urðu góðir í en aðrir ekki. Nú vinna menn myndir sínar á skjá en verða að þekkja litprentið, pappírinn til að elta rétta ásýnd ljós- myndarinnar sem þeir vilja hneppa. Jim starfaði eftir daga Helgarpóstsins á ýmsum blöð- um: Þjóðviljanum, Pressunni, Helgarblaðinu og Mogg- anum. Hann hefur prýtt öll þau blöð sem hann hefur starfað við. Myndirnar frá sýningunni eru sýnilega frá nokkuð löngu tímabili á ferlinum en allar bregða þær skýru ljósi á þær persónur sem þeim er ætlað að lýsa. Það er Blaðaljósmyndarafélagið sem stendur fyrir sýn- ingunni í samstarfi við Ljósmyndasafn Reykjavíkur. pbb@frettabladid.is MANNAMYNDIR JIM SMART FINNUR JÓNSSON LISTMÁLARI Ein af myndum Jim Smart á sýningunni > Ekki missa af... Á morgun kl. 15 tekur Helgi Gíslason þátt í leiðsögn um sýningu sína VERUND í Hafnarborg. Helgi er á meðal þekktustu myndhöggvara þjóðarinnar og á sýningunni eru nýjar lágmyndir, teikningar og skúlptúrar. Einnig eru skiss- ur sem sýna vel hugmynda- vinnu listamannsins. Kl. 17.00 Þriðja sýning á sviðsetningu Antonys Mingella (English Patient, Ripley´s game) á Madame Butterfly verður í dag í Kringlubíó kl. 17. Troð- fullt var á fyrri sýningarnar tvær. Óperur í beinni frá Metropolitan hitta í mark. Svo er bein útsending í kvöld frá Metropolitan á Rás 1 þar sem Kristinn Sigmundsson syngur á móti Rene Fleming. Næstu sunnudaga flytur Útvarpsleikhúsið nýjan þríleik eftir Andrés Indriðason sem Ásdís Thoroddsen leikstýrir. Í þremur sjálfstæðum leikverkum eru sögur af Íslendingum. Í hverju verki eru tvær persónur, venjulegir Íslendingar sem heita venjulegum nöfnum, Jón og Sigríður. Verkin eiga það sameiginlegt að þau gerast á skömmum tíma, á sólarhring, eina dagstund eða eina klukkustund á okkar tímum. Sögu- sviðið er í Reykjavík, Borgarfirði og á Snæ- fellsnesi. Verkin heita Sól og blíða í Paradís, Sannleikurinn og lífið og Í Undralandi. Í fyrsta verkinu sem flutt er á morgun, Sól og blíða í Paradís, segir af Jóni sem vill koma konu sinni, Sigríði, á óvart að morgni gull- brúðkaupsdags þeirra. Hann leggur af stað í ferðalag í jeppa sínum með stórt hjólhýsi í eftirdragi og er þögull sem gröfin þegar kona hans vill vita hvert þau séu að fara. Segir það eitt að hann ætli að koma henni á óvart. Og það tekst honum – og sjálfum sér líka. Margrét Guðmundsdóttir og Pétur Einarsson fara með hlutverk þeirra hjóna. Hljóðvinnslu annast Ragnar Gunnarsson. Þrjú verk eftir Andrés flutt LEIKLIST Andrés Indriðason Skipholti 35 105 Reykjavík. sími 511 7010 Gsm: 847-1600 petur@galleriborg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.