Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 75
LAUGARDAGUR 14. mars 2009 43
„Þetta er nafn afa míns, sem
var frá Höfðahúsum í Fáskrúðs-
fjarðarhreppi og var fæddur
1903,“ segir Guðmundur Berg-
kvist Jónsson, eða Beggi eins
og hann er alltaf kallaður.
Beggi er kvikmyndagerðar-
maður hjá Ríkissjónvarpinu
og á ekki marga nafna. „For-
eldrar mínir ákváðu að skíra
mig í höfuðið á báðum öfum
mínum, en ég hef alltaf verið
kallaður Beggi eins og afi var
kallaður. Ég á frænda sem
heitir Bergkvist Ómar og býr
hann á Fáskrúðsfirði. Við erum
sem sagt þrír sem höfum
borið þetta nafn frá upphafi og
allir frá Fáskrúðsfirði. Ekki beint
tískunafn þótt fallegt sé. Afi dó
árið 1986 og erum við því tveir
á lífi,“ segir hann.
„Einu skýringarnar sem ég hef
fengið á nafninu mínu eru að
afi minn hafi á sínum tíma
verið skírður í höfuðið á nátt-
úrunni, nafnið hafi verið dregið
af kjarri sem stóð á bergi fyrir
ofan bæinn,“ segir Beggi. Sam-
kvæmt nafnabók hefur nafn-
ið enga þýðingu, það er sett
saman af forliðnum Berg- og
nafnorðinu kvistur.
„Ég skrifa hins vegar nafnið
yfirleitt eins og eftirnafn eða
ættarnafn þótt ég noti alltaf
Beggi í talmáli. Skrifa Guð-
mundur Bergkvist og sleppi
ávallt Jónsson. Hef svona verið
að gæla við að sækja um að
taka þetta upp sem eftirnafn.“
Aðspurður segir hann nafnið
ekki vera til trafala, síður en
svo. „Ég lendi reyndar oft í því
að fólk skrifi nafnið með q-i
og einnig er ég iðulega spurð-
ur að því hvort ég sé ættaður
frá Svíðþjóð,“ segir hann hlæj-
andi að lokum, sáttur við nafn-
ið sitt.
NAFNIÐ MITT: GUÐMUNDUR BERGKVIST JÓNSSON
Nafnið dregið af umhverfinu
BERGKVIST ekki ennþá orðið að
tískunafni þótt fallegt sé.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Nýtt ættleiðingafélag, Al-
þjóðleg ættleiðing, hefur
verið stofnað. Markmið fé-
lagsins er að fjölga þeim
löndum sem kemur til greina
að ættleiða börn frá þannig
að biðlistar hér á landi stytt-
ist og ættleiðingar gangi
hraðar fyrir sig.
Birna Ósk Einarsdóttir,
formaður Alþjóðlegrar ætt-
leiðingar, segir að félagið sé
í samstarfi við dómsmála-
ráðuneytið að vinna að því
að fá löggildingu til að geta
starfað sem ættleiðingafé-
lag. Löggildingin fáist ekki
nema búið sé að gera samn-
ing við annað land og nú sé
verið að skoða möguleikana
á að gera slíka samninga við
Kenýa og Pólland.
„Ættleiðingar hafa dregist
saman hér á landi á síðustu
árum, jafnvel meira en á al-
þjóðavísu. Nú er erfiðara en
áður að ættleiða frá Kína og
biðlistinn langur,“ segir hún
og nefnir sem dæmi að sum
pör hafi nú beðið vel á fjórða
ár. Átjándi hópurinn bíði
eftir barni en hún og hennar
maður séu í hópi 26 og þau
hafi þegar beðið í tvö ár.
„Við viljum hafa áhrif á
þróunina þannig að ættleið-
ingum haldi ekki áfram að
fækka. Á Íslandi er bara eitt
félag sem hefur unnið snilld-
arstarf í gegnum tíðina en
það hefur ekki marga samn-
inga. Ef lönd lokast og engir
samningar koma í staðinn þá
fækkar ættleiðingum hratt
og biðin lengist.“
Mörg lönd eru til skoðun-
ar. „Afríkuríki eru til dæmis
farin að taka meiri þátt í al-
þjóðlegum ættleiðingum
þannig að það er kannski
mögulegt að stofna til sam-
banda þar. Tækifærin eru
víða og geta breyst mjög
hratt. Við viljum bæta við
það góða starf sem þegar er
unnið hjá Íslenskri ættleið-
ingu fjölskyldum og börnum
til hagsbóta,“ segir hún.
TÆKIFÆRI VÍÐA „Tækifærin eru
víða,“ segir Birna Ósk Einars-
dóttir, formaður Alþjóðlegrar
ættleiðingar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Félagið vill fleiri lönd
Sími: 525 9930
hotelsaga@hotelsaga.is
www.hotelsaga.is
Hótel Saga annast erfidr ykkjur af
virðingu og alúð. Fágað umhverfi,
góðar veitingar og styrk þjónusta.
Erfidrykkjur af alúð
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
við fráfall og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
Laufeyjar Torfadóttur
Hjaltabakka 16, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á K-1 á Landakoti og
Hjúkrunardeildar Grundar, L-1 á Landakoti fyrir góða
umönnun og hlýlegt viðmót.
Guðrún G. Bergmann
Guðni Guðjónsson Hrafnhildur Steingrímsdóttir
Hermann Guðjónsson Guðný Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát
elskulegrar
Ingibjargar Þorsteinsdóttur
frá Hrauni, Tálknafirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunar-
heimilinu Garðvangi, Garði.
Birgir Aðalsteinsson María Jónsdóttir
Þorsteinn Aðalsteinsson Svandís Jeremíasdóttir
Guðrún Aðalsteinsdóttir Ástráður Ö. Gunnarsson
Ingibergur Aðalsteinsson
Stella Aðalsteinsdóttir Örn Þórisson
ömmubörn og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar,
Björg Svava
Gunnlaugsdóttir
kaupmaður, frá Flatey á Breiðafirði,
fædd 18. september 1927,
er látin. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu. Aðstandendur þakka séra Sigfinni Þorleifssyni
fyrir aðstoð hans og umhyggju, Útfararþjónustu
Rúnars Gunnarssonar fyrir auðsýnda samúð og vinar-
hug, og starfsfólki Landspítala Háskólasjúkrahúss fyrir
umhyggju og hlýhug þeirra í garð móður okkar.
Sigrún Gallagher Kevin Gallagher
Jóhann Páll Símonarson Viktoría Hólm
Gunnarsdóttir
Gunnlaugur Marteinn Símonarson
Borghildur Símonardóttir Þorgeir Daníelsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir og amma,
Lilja Margrét Karlesdóttir
Fjallalind 10, Kópavogi,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut, sunnudag-
inn 8. mars. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 19. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minn-
ast Lilju Margrétar er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Aðalgeir G. Finnsson
Erla Hrönn Aðalgeirsdóttir Stefán Héðinn Stefánsson
Arnar Aðalgeirsson Sigríður Gísladóttir
Freyr Aðalgeirsson Pálína S. Sigurðardóttir
Davíð, Daníel, Rakel, Sara, Valgerður Lilja, Óðinn Arnar,
Stefán Aðalgeir, Garðar, Baldur og Hugrún Helga.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Sigurfinnur Arason
úrsmíðameistari, til heimilis að
Hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík,
lést aðfaranótt föstudagsins 13. mars að Sóltúni.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðlaug A. Sigurfinnsdóttir Yngvi Þ. Kristinsson
Jón Kjartan Sigurfinnsson Bryndís Þorgeirsdóttir
Rúnar Sigurfinnsson Sandra S. Ragnarsson
Ari Sigurfinnsson Dóra Þórhallsdóttir
Logi Sigurfinnsson Jónína Ágústsdóttir
Guðrún Sigurfinnsdóttir Gústav Gústavsson
afabörn og langafabörn.
Við sendum innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð
og vináttu við andlát og útför dóttur okkar og systur,
Sóleyjar Kötlu Kristinsdóttur.
Sérstakar þakkir til starfsfólks fæðingardeildar
Landspítalans og séra Braga Skúlasonar.
Kristinn I. Pálsson
Dóra Hrund Bragadóttir
Svanhildur Lóa Kristinsdóttir
Ástkær konan mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Birna Hervarsdóttir
Hamraborg 18, Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn
8. mars. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju
mánudaginn 16. mars kl. 13.00.
Guðmundur Maríasson
Hafsteinn Gunnar Jakobsson Þórunn Sif Björnsdóttir
Svanhvít Jakobsdóttir Stefán Jens Hjaltalín
Jón Þorkell Jakobsson Júlíana Harðardóttir
Sóley Jakobsdóttir Bjarni Sigurbjörnsson
Guðmunda Jakobsdóttir Hannes Ingi Jónasson
og barnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Helgi Hersveinsson
Sólvangi,
áður Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, laugar-
daginn 7. mars, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði mánudaginn 16. mars kl. 13.00. Blóm og
kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeir sem vildu
minnast hans eru beðnir að láta líknarfélög njóta þess.
M. Hera Helgadóttir Reimar Georgsson
Kristján A. Helgason Jóna S. Marvinsdóttir
Helgi Hrafn Reimarsson
Arnar Marvin Kristjánsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Jónfríður Gunnarsdóttir
Sóltúni 2, áður til heimilis að Ferjubakka 4,
lést fimmtudaginn 12. mars.
Ólöf Björg Einarsdóttir Grétar Hartmannsson
Gunnur Inga Einarsdóttir
Helgi Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn.