Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
BAKÞANKAR
Davíðs Þórs
Jónssonar
Í dag er laugardagurinn 14.
mars, 73. dagur ársins.
7.49 13.37 19.26
7.35 13.22 19.10
29.900,-
Árdagar búsáhaldabyltingar-innar eru mér enn í fersku
minni, þótt þeir virðist mörgum
öðrum gleymdir nú. Þjóðin stóð á
Austurvelli og barði saman pott-
um og pönnum til að koma þeim
skilaboðum inn í Alþingishúsið að
hún væri búin að fá sig fullsadda
af vanhæfni og úrræðaleysi vald-
hafa. Ég man líka að snertileysi
sjálfstæðismanna við raunveru-
leikann var svo algert að það sem
átti að taka til umfjöllunar var
frumvarp um að leyfa sölu áfengra
drykkja í matvöruverslunum.
ÞEIR héldu í alvörunni að þeir
gætu haldið áfram eins og ekkert
hefði í skorist, að óbeit þjóðarinn-
ar á stjórnarfari þeirra og starfs-
aðferðum væri eitthvað tímabund-
ið óþol sem ekkert myndi skilja
eftir sig og hægt væri að sitja af
sér uns það gengi yfir. Þeir héldu
að fólkið með pottana og pönnurn-
ar væri fámennur hópur kverúl-
anta og „atvinnumótmælenda“ á
launaskrá Vinstri grænna. Það er
nefnilega löng hefð fyrir því innan
Sjálfstæðisflokksins að hafa hvít-
liðasveitir á sínum snærum og þess
vegna halda þeir að aðrir flokkar
vinni eins. Hvítliðum sjálfstæðis-
manna hefur að vísu aðeins einu
sinni í lýðveldissögunni verið sigað
á almenning, en hver veit hvað
framtíðin ber í skauti sér.
MARGUR heldur mig sig. Þannig
trúir Davíð Oddsson því að í
Fréttablaðinu séu birtar upplogn-
ar skoðanakannanir til að koma
höggi á sig. Hann vann nefnilega
sjálfur á Mogganum í kalda stríð-
inu og finnst slík vinnubrögð því
ekki fráleit.
ÞJÓÐIN kom á óvart. Ógeð henn-
ar á ríkisstjórn Geirs Haarde
blés henni í brjóst áður óþekktri
elju og með seiglunni tókst að
svæla sjálfstæðismenn frá völd-
um. Þeir kunna því illa og í síð-
ustu viku sóuðu þeir takmörkuð-
um tíma Alþingis í að mótmæla
því að lýðræði í landinu sé aukið
og eflt í stað þess að þar sé fjallað
um bráðnauðsynlegar efnahagsað-
gerðir. Þær hljóta væntanlega að
felast í því að koma brennivíni í
búðir. Alltjent hafði Sjálfstæðis-
flokkurinn lítið annað til málanna
að leggja þegar hann var í ríkis-
stjórn og hagkerfið var nýhrunið.
EKKI kom fram í málþófi sjálf-
stæðismanna nákvæmlega hve
heimska þeir telja kjósendur vera,
en ljóst má vera af tilburðunum að
þeir álíta þá annaðhvort verulega
greindarskerta eða minnislausa. Í
apríl verður þeim vonandi sýnt að
það er ranglega ályktað.
Gert út á
greindarskort
almennings