Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2009, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 14.03.2009, Qupperneq 40
● heimili&hönnun Kræsingum gert hátt undir höfði „Við viljum vekja athygli á ís- lenskri hönnun, hvers konar, og er HönnunarMarsinn settur upp sem eins konar bæjarhátíð úti um alla Reykjavík,“ segir Greipur Gísla- son, verkefnastjóri Hönnunar- Marsins hjá Hönnunarmiðstöð Ís- lands. HönnunarMarsinn verður hald- inn dagana 26. til 29. mars og er hátíðin hugsuð fyrir alla. „Versl- anir með íslenska hönnun tengj- ast hátíðinni sem og hönnuðir en hátíðin er ætluð almenningi, fjöl- miðlum og fólki í hönnunargeiran- um,“ útskýrir Greipur áhugasamur en auk þess að bjóða upp á sýning- ar á íslenskri hönnun verður fyrir- lestraröð um hönnun og arkitekt- úr. „Í Ráðhúsinu verður til dæmis sýning á útskriftarverkum ungra arkitekta sem lært hafa erlendis og málþing um skipulag og lýðheilsu,“ segir hann. Einnig hafa veitinga- staðir og kaffihús verið virkjuð með í marsinn og boðið verður upp á skoðunarferðir með leiðsögn, veislur, kynningar og fleira. Hönnunarmiðstöð Íslands stend- ur fyrir HönnunarMarsinum og má búast við því að Reykjavík iði af lífi þá daga sem marsinn ber upp á. „Sannarlega er uppgang- ur í íslenskri hönnun og mikil at- hygli sem hún hefur fengið undan- farið en við þurfum samt að halda vel á spöðunum og vera dugleg við frekari kynningar,“ segir Greipur ákveðinn og bætir við: „Hönnunar- Marsinn verður hins vegar kynnt- ur nánar í næstu viku og þá kemur út nákvæmari dagskrá. Þar má finna viðburði fyrir alla fjölskyld- una. Hátíðin er haldin nú í fyrsta skipti en verður í framhaldinu að árlegum viðburði.“ - hs HönnunarMars um víðan völl ● Íslensk hönnun hefur hlotið byr undir báða vængi undan- farið og snýst HönnunarMarsinn um að kynna íslenska hönnun. Í Röhsska-safninu í Gautaborg stendur nú yfir áhugaverð sýning á sítrónukreistum. Með sýningunni vill safnið benda á þann vanda sem skapast í hönn- un þegar einföldustu húsverk falla í skuggann af hátækni og tölvu- væðingu nútímans. Sítrónupressan sé einfalt tæki sem finnist á hverju heimili en spurningin sé hvaða kröf- ur það þurfi að uppfylla í dag. Sítrónukreisturnar á sýningunni koma úr einkasafni sænsks áhuga- safnara, Anders Alvaarson, en hann hefur safnað sítrónukreistum í tut- tugu ár. Anders á í kringum 850 stykki úr ólíkum efnum, gleri, postu- líni, plasti, tré og stáli og hefur sýnt safn sitt víða, meðal annars á sýn- ingunni „Sítrónusumar“ árið 2000 í Sofiero Slott í Helsingborg. Árið 2001 fékk Anders viðurkenningu fyrir safn sitt en einnig safnar hann flöskum með spiladósum í botnin- um og fleiri skemmtilegum hlutum. Nánar má forvitnast um safn Anders á síðunni www.lemonsqueezer.se Sýningin var opnuð í janúar og stendur til 7 júní. Sítrónukreistur úr öllum áttum Kreisturnar eru af öllum stærðum, gerð- um og litum. Á sýningunni er gaman að velta fyrir sér sambandi forms og nýtileika þessa einfalda eldhúsáhalds. MYND/ FRIDA BERGLUND, HUSMUSEN.BLOGG.SE ● Kökuboð þurfa ekki að kosta mikla fyrirhöfn og er ráð að raða nokkrum múffum eða kexkökum á fallegan kökudisk, hella upp á könnuna og njóta. Nokkurra hæða kökudiskar njóta vinsælda enda ákveðin reisn yfir þeim. Þá bjóða speglabakkar upp á skemmtilegt sjónarhorn á krásirnar. 1 2 3 4 5 6 1. Krásir á mörgum hæðum Kræsingarn- ar, hverjar sem þær eru, koma enn betur út á mörgum hæðum. Þessi þriggja hæða glerbakki frá Nachtmann fæst í Lífi og list í Smáralind. Verð 14.320 krónur. 2. Litríkt og formfagurt Múffur í marglituðum silíkonformum sóma sér vel á mörgum hæðum. Líf og list, Smáralind. Verð 1.640 kr. 3. Bakað af ást Fljótlegt er að skella í múffur og ekki er verra að hafa þær svona fallegar í lag- inu. Líf og list, Smára- lind. Verð 1.960 krónur. 4. Kökur í nýju ljósi Spegladisk- ur sem þessi gefur skemmtilegt sjónar- horn á krásirnar. Laura Ashley. Verð 2.940 krónur. 5. Rómantík Spegladiskur sem undir- strikar gúmmelaðið svo um munar. Laura Ashley. Verð 7.700 krónur. 6. Veisla á svipstundu Girnilegu gotteríi er komið fyrir á tveggja hæða kökudiski og veislan er tilbúin! Líf og list, Smáralind. Verð 6.980 krónur. - ve FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N Dagskrá Hönnunar- Marsins verður kynnt betur í næstu viku en Greipur er verkefna- stjóri hátíðarinnar. 14. MARS 2009 LAUGARDAGUR4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.