Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 40
● heimili&hönnun
Kræsingum gert
hátt undir höfði
„Við viljum vekja athygli á ís-
lenskri hönnun, hvers konar, og er
HönnunarMarsinn settur upp sem
eins konar bæjarhátíð úti um alla
Reykjavík,“ segir Greipur Gísla-
son, verkefnastjóri Hönnunar-
Marsins hjá Hönnunarmiðstöð Ís-
lands.
HönnunarMarsinn verður hald-
inn dagana 26. til 29. mars og er
hátíðin hugsuð fyrir alla. „Versl-
anir með íslenska hönnun tengj-
ast hátíðinni sem og hönnuðir en
hátíðin er ætluð almenningi, fjöl-
miðlum og fólki í hönnunargeiran-
um,“ útskýrir Greipur áhugasamur
en auk þess að bjóða upp á sýning-
ar á íslenskri hönnun verður fyrir-
lestraröð um hönnun og arkitekt-
úr. „Í Ráðhúsinu verður til dæmis
sýning á útskriftarverkum ungra
arkitekta sem lært hafa erlendis og
málþing um skipulag og lýðheilsu,“
segir hann. Einnig hafa veitinga-
staðir og kaffihús verið virkjuð
með í marsinn og boðið verður upp
á skoðunarferðir með leiðsögn,
veislur, kynningar og fleira.
Hönnunarmiðstöð Íslands stend-
ur fyrir HönnunarMarsinum og
má búast við því að Reykjavík iði
af lífi þá daga sem marsinn ber
upp á. „Sannarlega er uppgang-
ur í íslenskri hönnun og mikil at-
hygli sem hún hefur fengið undan-
farið en við þurfum samt að halda
vel á spöðunum og vera dugleg við
frekari kynningar,“ segir Greipur
ákveðinn og bætir við: „Hönnunar-
Marsinn verður hins vegar kynnt-
ur nánar í næstu viku og þá kemur
út nákvæmari dagskrá. Þar má
finna viðburði fyrir alla fjölskyld-
una. Hátíðin er haldin nú í fyrsta
skipti en verður í framhaldinu að
árlegum viðburði.“ - hs
HönnunarMars
um víðan völl
● Íslensk hönnun hefur hlotið byr undir báða vængi undan-
farið og snýst HönnunarMarsinn um að kynna íslenska
hönnun.
Í Röhsska-safninu í Gautaborg stendur nú yfir áhugaverð sýning
á sítrónukreistum.
Með sýningunni vill safnið benda
á þann vanda sem skapast í hönn-
un þegar einföldustu húsverk falla
í skuggann af hátækni og tölvu-
væðingu nútímans. Sítrónupressan
sé einfalt tæki sem finnist á hverju
heimili en spurningin sé hvaða kröf-
ur það þurfi að uppfylla í dag.
Sítrónukreisturnar á sýningunni
koma úr einkasafni sænsks áhuga-
safnara, Anders Alvaarson, en hann
hefur safnað sítrónukreistum í tut-
tugu ár. Anders á í kringum 850
stykki úr ólíkum efnum, gleri, postu-
líni, plasti, tré og stáli og hefur sýnt
safn sitt víða, meðal annars á sýn-
ingunni „Sítrónusumar“ árið 2000
í Sofiero Slott í Helsingborg. Árið
2001 fékk Anders viðurkenningu
fyrir safn sitt en einnig safnar hann
flöskum með spiladósum í botnin-
um og fleiri skemmtilegum hlutum.
Nánar má forvitnast um safn Anders
á síðunni www.lemonsqueezer.se
Sýningin var opnuð í janúar og
stendur til 7 júní.
Sítrónukreistur
úr öllum áttum
Kreisturnar eru af öllum stærðum, gerð-
um og litum.
Á sýningunni er gaman að velta fyrir sér sambandi forms og nýtileika þessa einfalda
eldhúsáhalds. MYND/ FRIDA BERGLUND, HUSMUSEN.BLOGG.SE
● Kökuboð þurfa ekki að kosta mikla fyrirhöfn og er ráð að raða nokkrum múffum
eða kexkökum á fallegan kökudisk, hella upp á könnuna og njóta. Nokkurra hæða
kökudiskar njóta vinsælda enda ákveðin reisn yfir þeim. Þá bjóða speglabakkar
upp á skemmtilegt sjónarhorn á krásirnar.
1
2
3
4
5
6
1. Krásir á mörgum hæðum Kræsingarn-
ar, hverjar sem þær eru, koma enn betur
út á mörgum hæðum. Þessi þriggja
hæða glerbakki frá Nachtmann
fæst í Lífi og list í Smáralind. Verð
14.320 krónur.
2. Litríkt og formfagurt Múffur
í marglituðum silíkonformum
sóma sér vel á mörgum hæðum.
Líf og list, Smáralind. Verð
1.640 kr.
3. Bakað af ást Fljótlegt er að
skella í múffur og ekki er
verra að hafa
þær svona
fallegar í lag-
inu. Líf og
list, Smára-
lind. Verð
1.960 krónur.
4. Kökur í nýju
ljósi Spegladisk-
ur sem þessi gefur
skemmtilegt sjónar-
horn á krásirnar. Laura
Ashley. Verð 2.940 krónur.
5. Rómantík Spegladiskur sem undir-
strikar gúmmelaðið svo um munar. Laura
Ashley. Verð 7.700 krónur.
6. Veisla á svipstundu
Girnilegu gotteríi er
komið fyrir á tveggja
hæða kökudiski og
veislan er tilbúin!
Líf og list, Smáralind.
Verð 6.980 krónur. - ve
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Dagskrá Hönnunar-
Marsins verður kynnt
betur í næstu viku en
Greipur er verkefna-
stjóri hátíðarinnar.
14. MARS 2009 LAUGARDAGUR4