Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 44
Grænni skógar er heitið á nám- skeiðaröð á vegum Landbúnað- arháskóla Íslands í samstarfi við Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins og fleiri. Námskeiðin eru hugsuð fyrir áhugafólk um skóg- rækt á Íslandi. „Þessi námskeið eru sérstök fyrir þær sakir að þetta er námskeiðaröð sem stend- ur yfir í þrjú ár og fólk er með alveg frá byrjun öll árin,“ útskýr- ir Björgvin Eggertsson verkefn- isstjóri Grænna skóga. Þátttak- endur fá að meðaltali tvö til þrjú námskeið á önn sem taka tvo daga í kennslu. „Þetta þjappar skógræktendum saman. Þarna hittist fólk með sama áhugamál og getur borið saman bækur sínar í kaffispjallinu. Eftir að hafa verið saman í þetta lang- an tíma á námskeiði er fólk farið að þekkjast vel og umræðan verð- ur bæði markvissari og skemmti- legri.“ Björgvin segir kostinn við að dreifa námskeiðstímanum á fleiri ár vera að þátttakendur fái þá tækifæri til að prófa og uppgötva hluti í ræktuninni hjá sér í millitíð- inni. Námskeiðin eru í fyrirlestr- arformi en einnig er lögð áhersla á verklega kennslu tengdri hverri árstíð og farið í vettvangsferðir. Námskeiðin hafa verið haldin í hverjum landsfjórðungi fyrir sig undanfarin átta ár og nú þegar er í gangi námskeið á Norðurlandi. Þessa dagana er verið að taka við skráningu á tvö ný námskeið, á Suðurlandi annars vegar og Vest- urlandi hins vegar. Björgvin segir árangurinn af námskeiðunum ótvíræðan en um 200 manns hafa farið í gegnum prógrammið. „Námskeiðaröð- in skiptir miklu máli fyrir skóg- ræktarverkefni um allt land til að ná meiri árangri með sínum skóg- ræktarbændum,“ segir Björgvin. „Fyrir nokkrum árum gróðursettu menn bara og afföll voru mikil á gróðursettum plöntum. Nú er vitneskja þeirra sem eru að rækta á allt öðru stigi en bara fyrir tíu árum og afföll miklu minni.“ Með haustinu er svo í bígerð að kynna framhaldsnámskeið, Grænni skógar 2 fyrir þá sem hafa tekið fyrri námskeiðin og segir Björgvin það starf í mótun. Það er því kraftur í ræktun skóga á Íslandi í dag. „Menn eru ekkert að hætta að rækta skóg á Íslandi. Það er mikill hugur í mönnum að halda áfram. Þá er fræðslustarfið svo mikilvægur hluti.“ Hægt er a skrá sig á námskeið- in sem hefjast í vor á www.sudur- skogur.is og www.vesturskogar.is fyrir 20. mars. Einnig má senda fyrirspurnir á www.bjorgvin@ lbhi.is heida@frettabaldid.is Grænni skógar landsins Sagan segir að eitt sinn hafi Ísland verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Námskeiðið Grænni skógar mið- ar að því að ræktendur skóga á Íslandi ná sem bestum árangri í gróðursetningu og umhirðu plantna. Vaskur hópur í vettvangsferð á námkeiðinu Grænni skógar. MYND/ÚR EINKASAFNI ENDURMENNTUN Háskóla Íslands verður með kynningu klukkan 14 í dag á þeim tólf námsbrautum sem verða í boði á haustmisseri 2009 í húsi Endurmenntunar að Dunhaga. Í fyrsta sinn verður boðið upp á námsbrautir á meistarastigi. Þura Stefánsdóttir býður upp á förðunarnámskeið fyrir konur sem vilja ná góðum tökum á því að farða sig sjálfar. Förðunar- og snyrtifræðimeistar- inn Þura Stefánsdóttir hjá makeup- time4u býður upp á förðunarnám- skeið fyrir hópa og einstaklinga. Námskeiðið hentar til að mynda vinkonum, saumaklúbbum og vinnustöðum og er bæði hægt að læra létta dagsförðun og íburðar- meiri kvöldförðun. Yfirleitt er boðið upp á opin nám- skeið fyrir blandaða hópa á þriðju- dögum en hópum og einstakling- um er síðan frjálst að panta þann tíma sem hentar. Hagstæður fjöldi á námskeið er 4-8 konur í hóp en þannig er reynt að tryggja einstaklingsmiðaða og árangursríka kennslu. Þátttakend- ur koma með eigin förðunarvörur og læra að nota þær. Verð á mann er 6.900 krónur en innifalin eru kennslugögn, snyrtibudda og gloss. Nánari upplýsingar er að finna á www.makeuptime4u.is. - ve Læra að nota eigin förðunarvörur Á námskeiðunum er hægt að læra létta dagsförðun og íburðarmeiri kvöldförðun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON www.tskoli.is Styrktu stöðu þína Nánari upplýsingar og skráning er á vefsíðu Tækniskólans www.tskoli.is, á ave@tskoli.is og í síma 514 9601. Tölvur og upplýsingatækni Þrívíddarvinnsla Farið verður í grunnatriði þrívíddarvinnslu. Tími: 5. - 19. maí. Námskeiðsgjald: 23.000 kr. Umhverf i og útivist GPS tæki og rötun Almennt námskeið fyrir byrjendur og þá sem vilja uppriun í notkun á staðsetningartækjum. Tími: 5., 7. og 9. maí. Námskeiðsgjald: 12.500 kr. Grjóthleðslur – náttúrugrjót Námskeið fyrir þá sem vinna við eða hafa áhuga á grjóthleðslum úr náttúrugrjóti. Fjögur laus pláss. Tími: 25. - 27. mars eða 4. og 18. apríl. Málmur og tré Málmsuða - byrjendur Námskeið fyrir þá sem eru að fást við málm- suðu og langar að læra meira. Tími: 28. - 30. apríl. Námskeiðsgjald: 21.500 kr. Hönnun og handverk Íslensk vistvæn hönnun Vinnustofa undir handleiðslu Karls Aspelund fatahönnuðar. Tími: 18. mars, kl. 19:00 - 22:00. Námskeiðsgjald: 3.500 kr. Rekstur og stjórnun Nýsköpun og stofnun fyrirtækja Hagnýtt námskeið er miðar að þróun viðskiptahugmyndar yfir í viðskiptatækifæri og gerð fullbúinnar viðskiptaáætlunar. Tími: 30. mars - 16. maí. Lotuarnám. Námskeiðsgjald: 50.000 kr. Rekstur f lugfélaga Farið verður í helstu form flugrekstrar, rekstrarumhverfi flugfélaga og hvernig það er frábrugðið öðrum rekstri. Tími: 30. mars - 16. maí. Lotuarnám. Námskeiðsgjald: 50.000 kr. Undirbúningsnám- skeið fyrir sveinspróf Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í rafvirkjun Kennt er á kvöldin og um helgar. Tími: Hefst 11. maí. Námskeiðsgjald: 40.000 kr. Skip- og vélstjórn Undirbúningsnámskeið fyrir skemmtibátapróf Kennd verða bókleg atriði, sem krafist er skv. námskrá til skemmtibátaprófs, í siglingafræði, siglingareglum og stöðugleika. Tími: 21. - 26. mars og arnám frá 5. apríl. Námskeiðsgjald: 28.500 kr. Smáskipanámskeið (12 m) Smáskipanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf). Tími: Námskeiðið hefst 15. apríl og í lotufjarnámi 4. apríl. Námskeiðsgjald: 105.000 kr. Skip- og vélstjórnarréttindi Ætlað þeim sem vilja endurnýja réttindin og kynna sér nýjungar í atvinnugreinunum. Tími: Skipstjórn 1. - 3. apríl. Vélstjórn 4. - 6. maí. Námskeiðsgjald: 72.000 kr. Hásetafræðsla - aðstoðarmenn í brú Verkleg þjálfun skv. staðli STCW-A, II/4. Tími: 11. og 12. maí. Námskeiðsgjald: 65.000 kr. ARPA ratsjárnámskeið Grunn- og endurnýjunarnámskeið sem uppfylla kröfur Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um notkun ratsjár og ARPA. Tvö laus pláss. Tími: 19. - 20. mars (endurnýjun). 14. - 17. apríl (grunn- og endurnýjun). Grunnnámskeið: 72.000 kr. Endurnýjunarnámskeið: 33.000 kr. Smáskipavélavörður 750kW Námskeið fyrir smáskipavélaverði skv. reglugerð nr. 175/2008. Tími: 4. - 15. maí. Námskeiðsgjald: 96.000 kr. IMDG Grunn- og endurnýjunarnámskeið um meðferð og flutning á hættulegum varningi um borð í þurrlestarskipum. Námskeiðið uppfyllir kröfur Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO). Tími: 4 - 7. maí. Grunnnámskeið: 55.000 kr. Endurnýjunarnámskeið: 17.000 kr. GMDSS GOC-ROC Alþjóða neyðar- og öryggisarskiptakerfið. Námskeiðið er tvískipt. ROC hentar þeim sem ætla að ná sér í 65 BT réttindi. Tvö laus pláss. Tími: Hefst 16. mars. GOC: 125.000 kr. ROC: 65.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.