Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 34
2 matur
D Drykkir
Hvunndags/til
hátíðabrigða S
Smá-
réttir E
Eftir-
réttur
Kökur
Græn-
metiHollt
Hvunn-
dags
Fiskur Ávextir
SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM:
Morguninn er tími fjallgöngufólks og með staðgóð-
um morgunverði er lagður
grunnur að ánægjulegum
og góðum degi á fjöllum.
„Þar sem fjallgöngur útheimta mikla orku
í langan tíma henta þær ekki sem megr-
unarátak. Líkaminn þarf orku og hana
má nálgast í venjulegum mat. Þótt góður
morgunverður sé mikilvæg undir-staða
fyrir átök dagsins er einnig rétt að borða
vel kvöldið áður og strax eftir göngu því
margt bendir til að líkaminn sé þá fljót-
ari að jafna sig og eftirköstin verði minni,“
segir Jón Gauti Jónsson fjallaleiðsögumað-
ur hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum.
„Þótt fjallgöngur séu enginn íþrótta-
viðburður eru þær mun fremur lang-
hlaup en spretthlaup, enda er áreynslan
hófleg en langvarandi. Við langvarandi
álag er mikilvægt að vinnandi frumur
líkamans hafi jafnan aðgang að orku-
ríkri næringu til að viðhalda jafnvægi
blóðsykurs ferðina á enda. Kolvetni eru
trúlega mikilvægasta uppspretta orku í
hefðbundinni dagsgöngu á fjall. Ekki svo
að skilja að sneiða eigi hjá hinum orku-
efnunum því margt bendir til að framlag
þeirra verði mikilvægara eftir því sem
áreynslan varir lengur,“ útskýrir Jón
Gauti áhugasamur og bætir við að ekki
megi gleyma mikilvægi þess að viðhalda
vökvabúskap líkamans. „Einn kaffibolli
að morgni gerir ekki útslagið en ef koffín-
drykkir eru einu drykkirnir er hætt við
að vökvatap verði of mikið vegna þess
að koffín ýtir undir þvaglosun. Vatn
er besti svaladrykkurinn,“ segir hann
ákveðinn og nefnir að íslenskur heimilis-
matur sé nógu góður. „Óþarfi er að setja
sig í vísindalegar stellingar til að undir-
búa dagsferð á fjöll. Stór skál af hafra-
graut, lítið sætt morgunkorn og mjólk eða
gróft brauð með osti og grænmeti hentar
ágætlega. Síðan er ágætt að muna eftir
að drekka fyrir ókomnum þorsta eins og
góðra fjallamanna er siður.“ - hs
VERSLUN SÆLKERANS
GULL Í MUNN
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar
matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sólveig Gísladóttir og Emilía Örlygsdóttir
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Valgarður Gíslason Pennar: Hrefna Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Sólveig
Gísladóttir, Vera Einarsdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is
Í versluninni Filippseyjum fæst allt sem þarf
í filippseyska og taílenska matargerð. Þar er
gott úrval af dósamat, kryddi, sósum, núðlum
og grjónum. Þá fæst allt til sushi-gerðar og
auk þess úrval af frosnum kínarúllum.
Priscilla Zanoria, eigandi verslunarinnar,
segir töluverðan mun á taílenskum og filipps-
eyskum mat og að sá taílenski sé mun sterk-
ari. Hún segir Adobo-krydd einkennandi fyrir
filippseyskan mat og er það sérstaklega gott
í pottrétti. Talsvert hefur borið á því að sögn
Priscillu að Íslendingar komi í búðina og fái
aðstoð við að gera eigin kínarúllur. „Við erum
með baunaspírur, gulrótarræmur, hvítkáls-
ræmur, krydd og fleira sem fólk setur inn í
sérstök kínarúllublöð hjá okkur. Þetta er svo
hægt að fara með beint heim og steikja.“ Í versluninni fæst oftar en ekki frosið sjávarfang eins og
smokkfiskur, krabbi og makríll og á Priscilla von á nýrri sendingu innan tíðar.
Filippseyjar á Hverfisgötu
Jón Gauti segir næringu
fyrir göngur ekki nein
vísindi og í raun dugi
íslenskur heimilismatur.
Ferskir ávextir og
fræ eru tilvalin til
að hressa upp á
gamla góða
hafragrautinn.
HAFRAGRAUTUR
JÓNS GAUTA
Hafragrjón, soðin í
vatni og salti
Epli skorið í smáa
bita
Banani skorinn í
smáa bita
Rúsínur eða niður-
skornar döðlur
Sólblómafræ,
graskersfræ,
sesamfræ og hör-
fræ
Setjið ávexti og fræ
út í tilbúinn graut-
inn. Berið fram með
mjólk og lýsi.
GÓÐGÆTI
GÖNGUGARPSINS
Fjallgöngur útheimta mikla orku og er mikilvægt að nærast vel fyrir og eftir
göngu. Jón Gauti Jónsson segir íslenskan heimilismat uppfylla helstu kröfur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
Morgnar eru dásamlegasti tími dagsins. Eitt sinn átti ég því láni að fagna að hjóla daglega meðfram sjávarsíðunni mjög síðla nætur, eða þegar komið var undir rauðasta morgun. Þá
stoppaði ég gjarnan við bryggjupollann til að leyfa töfrum árdagsins
að gagntaka mig í fegurð sinni, kyrrð og ferskleika. Á undan mér
á fætur voru smáfuglar sem sungu nýjum degi dýrðarlag í takt við
róandi öldugjálfur sem lék sér eftirvæntingarfullt við fjörustein og
yfir hreinum himni húsþaka liðaðist lokkandi ilmur bakarans sem
byrjaður var að galdra fram morgunkrásir handa enn sofandi íbúum
og lífið var blátt áfram lofandi yndislegt.
Þessar stundir eru ógleymanlegar og í raun synd hve margir fara
á mis við þennan fegursta tíma sólarhringsins, þegar allt virðist
þrungið frjósemi, lífsgleði og fögnuði yfir að fá að vakna enn einn
daginn; bæði náttúran, mannfólkið, og vitaskuld matarlystin. Við
eigum nefnilega morgundaginn ekki vísan og þurfum að muna að
njóta dagrenningarinnar eins og miðdagsins og aftansins, rétt eins
og æskunnar, blóma lífsins og gulláranna, því hver tími dagsins
hefur sinn sjarma, eins og aldursskeiðin og morgunmáltíðir lífsins.
Reyndar þarf ekki morgungaldra sem þessa til að draga fram mat-
arlyst mína á ljúfmetis árbít, því tilhlökkunarefni nýs dags felst vita-
skuld líka í lystisemdum góðs morgunverðar, áður en haldið er áfram
í dagsins önn. Á letilegri vikudögum er svo upplífgandi tilbreyting
að sameina síðbúinn morgunverð við hádegishressingu, og upplifa
rómantískan dögurð í rúmi í bland við kossa, eða setjast til hlaðborðs
girnilegra snemmdagsrétta í félagskap kærleika, tilhlökkunar og
samræðna góðra vina og fjölskyldu.
Ég held að Íslendingar séu á villigötum sem nátthrafnar þegar
kemur að matarboðum og öðrum samfundum; en kannski er um að
kenna myrkri stóran hluta ársins þegar ljúfara er að sofa meðan
birtir af degi, heldur en að ráðast til atlögu við hafragrautsgerð og
molasopa. Miklu nær samt væri að hittast snemma dags,
halda saumaklúbba á morgnana, afmæl-
isveislur í hádeginu, og kokkteilboð um
miðjan daginn, til að nýta daginn til
fulls og njóta samveru og matargjörn-
ings meðan andinn er vakandi, hugur-
inn ferskur og lystin heilbrigð og fús.
Þá er líka unnt að ganga fyrr til hvílu
að kvöldi, eftir dýrmætan dag snemmt-
ekinna ævintýra, með mettan maga,
vel nærður á líkama og sál, og vakna
endurnærður til næstu morgundýrð-
ar, hvort sem þá verður borið fram
veisluborð morgunkossa, hefðbund-
inn morgunverður eða dögurður með
óvæntu ívafi. Hollt
og gott!