Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 42
„Tveir stærstu túlípanaræktendur
á Íslandi koma fram á blómasýn-
ingunni hjá okkur um helgina
með sína ræktun,“ útskýrir Ásdís
Ragnarsdóttir deildarstjóri hjá
Blómavali. „Þarna verða um það
bil 60 tegundir af túlípönum sem
koma annars vegar frá Gunn-
ari Þorkelssyni blómabónda í
Ártanga og frá Gísla blómabónda
í Dalsgarði.“
Blómasýningin er nú haldin
í þriðja sinn og verður bryddað
upp á þeirri nýjung í ár að sýna
einnig liljur sem koma frá Sveini
Sæland blómabónda. Markmið
sýningarinnar er að sýna þau
afbrigði sem er verið að rækta á
Íslandi og segir Ásdís sjón vera
sögu ríkari.
„Við bjuggum til ofsalega
skemmtilegan garð með trjám
og fleiru, sem hægt er að ganga
í gegnum. Túlípanarnir þekja
botninn á garðinum svo þetta er
í líkingu við náttúruna. Svo verð-
ur valinn fallegasti túlípaninn og
veitt verðlaun fyrir.“
Gestir sýningarinnar taka þátt
í að velja túlípana ársins og með
þátttökunni geta þeir unnið inn-
eign í Blómavali. Einnig verða
túlípanar og liljur á tilboði yfir
helgina og laukblóm í pottum.
„Páskaliljurnar eru komnar og
einnig perluliljurnar og nú er um
að gera að fara að setja þær út til
að flýta fyrir og byrja að skreyta
utandyra,“ segir Ásdís og bætir
því við að Íslendingar séu dug-
legir við að kaupa blóm, krepp-
an setji þar ekkert strik í reikn-
inginn.
„Blóm eru eitthvað sem fólk
þarf á þessum tíma og við merkj-
um engan samdrátt í blómasölu,
frekar aukningu ef eitthvað er.
Fólk er meira heima og er að gera
notalegt heima hjá sér. Það gríp-
ur frekar blómvönd en vínflösku
því blómin hafa ekki hækkað eins
og vín. Blómasýning er akkúrat
það sem við þurfum í öllu þessu
krepputali og góð áminning um
að vorið sé að koma.“
Sýningin er opin í dag milli
klukkan 10 og 19 . Á morgun er
opið milli klukkan 11 og 19 og
stendur sýningin eitthvað fram
yfir helgina. heida@frettabladid.is
Vorið er á næsta leiti
Þeir sem er farið að lengja eftir vorinu ættu að leggja leið sína í Blómaval um helgina en þar stendur yfir
sýning á túlípönum og liljum frá íslenskum blómabændum. Keppt verður um túlípana ársins.
Í ár verða liljur með á sýningunni í
fyrsta sinn en ræktandi þeirra er Sveinn
Sæland.
Túlípanarnir koma frá tveimur íslenskum
blómaræktendum og verður keppt um
túlípana ársins.
Yfir 60 afbrigði túlípana verða kynnt,
sum sérstaklega ræktuð fyrir sýninguna.
Ásdís Ragnarsdóttir deildarstjóri Blómavals heldur utan um blómasýninguna um
helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FREESTYLE danskeppni verður haldin klukkan 18 í dag í Kvos
Menntaskólans á Akureyri. Prima, dansfélag Menntaskólans á Akur-
eyri, stendur fyrir keppninni og eru atriðin alls 26 og þátttakendur
um 70 á aldrinum 13 til 20 ára.
Nýttu tímann
Skráning og nánari upplýsingar í síma 554 6626
eða á www.redcross.is/kopavogur
Kópavogsdeild, Hamraborg 11, sími 554 6626, kopavogur@redcross.is
námskeið fyrirlestrar samverur
Viðburðirnir eru á mánudögum og miðvikudögum
frá kl. 10 - 13 og eru fyrst og fremst ætlaðir atvinnulausum
og þeim sem hafa þurft að minnka við sig vinnu,
þeim að kostnaðarlausu.
Dagskrá
16. mars Prjón og hekl 1 - tvö skipti (biðlisti)
17. mars Skattaskýrslugerð (biðlisti)
18. mars Prjón og hekl 2
23. mars Hreyfing 1 - Tai chi og jóga - fjögur skipti
25. mars Fatasaumur 1 - fjögur skipti (biðlisti)
30. mars Hreyfing 2 - Tai chi og jóga
01. apríl Fatasaumur 2
06. apríl Hreyfing 3 - Tai chi og jóga
08. apríl Fatasaumur 3
15. apríl Hreyfing 4 - Tai chi og jóga
20. apríl Fatasaumur 4
22. apríl Opið hús - fyrirlestur um heilsufar og matarræði
27. apríl Ræktun kryddjurta
29. apríl Nýsköpun
04. maí Taflkennsla
06. maí Briddskennsla
11. maí Ljósmyndakennsla
13. maí GPSkennsla - kennsla á GPS-tæki
Sérlega þægilegir dömuskór
úr leðri, skinnfóðraðir
Stærðir: 36 - 41
Litir: rautt, brúnt
Verð: 9.685.-
Stærðir: 36 - 41
Litir: Rautt, brúnt og svart
Verð: 9.685.-
stærðir: 37 - 41
Litur: svart
Verð: 14.450.-
Hvannadalshnjúkur 2110 m
Bárðarbunga 2000 m
Kverkfjöll 1920 m
Snæfell 1833 m Herðubreið 1682 m
Hekla 1488 m
Snæfellsjökull 1446 m
Esja 914 m
Loðmundur 1477 m
Hraundrangi 1075 m
Bláfell 1204 m
Hengill 803 m
Ármannsfell 768 m
Valahnjúkur 458 m
Esja 914 m
Helgafell 338 m
Vífilsfell 677 m
Stóra-Dímon 178 m
Drangaskörð 250m
Kerling 1538 m
Mælifellshnjúkur 1138 m
Bláhnjúkur 940 m
Hornbjarg 534 m
Keilir 379 m
Öskjuhlíð 61 m
SAFNAÐU FJÖLLUM
Skráðu þau fjöll sem þú gengur á í Fjallabók FÍ.
Í lok árs eru veittar viðurkenningar fyrir hverja fjallabók sem
þú hefur fyllt út og ferðafélagi hefur staðfest með undirskrift.
MEÐ FERÐAFÉLAGI ÍSLANDS
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 568 2533 | Fax: 568 2535 | Netfang: fi@fi.is
SKRÁÐU ÞIG INN – DRÍFÐU ÞIG ÚT!
www.fi.is
Auglýsingasími
– Mest lesið
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki