Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 32
I BLS. 2 + Bókaðu á www.icelandair.is Flug til Bergen gefur 2.500–8.000 Vildarpunkta. Vildarklúbbur BERGEN MÍN Helga Jóhannsdóttir, rafmagnsverkfræðingur MIÐBÆRINN OG BRYGGEN Þegar sólin skín streyma Bergenbúar niður í miðbæ, göturnar fyllast af fólki og lifnar yfir öllu. Þá er bara að setja regnhlífina inn í fatahengi, finna kaffihús eða bar við Bryggen eða Zakkariasbryggen og fá sér kaldan bjór. Útsýnið er yfir höfnina sem er full af skemmtibátum, stórum og smáum. Elstu húsin á Bryggen eru sjaldgæfur fjársjóður og virkilega þess virði að gefa sér tíma til að skoða þau og kynna sér sögu þeirra. Þarna eru söfn, verslanir, sem selja skandinavíska hönn- unarvöru, matsölustaðir og barir, allt í gamla stílnum. STÆRSTA SEGLSKIP NORÐMANNA Í Bergen er heimahöfn stærsta seglskips Norðmanna, Statsraad Lehmkuhl, sem var smíðað árið 1914. Tignarlegt skip. Þegar skipið er í höfn er hægt er að kaupa sér ferð með því að kvöldi til og sigla um skerjagarðinn fyrir utan Bergen. Spiluð er lifandi músík. SÖFN OG TÓNLIST Það er mikið af söfnum í Bergen og menningin lifir góðu lífi. Mest er um að vera í byrjun sumars. Þá eru tvær hátíðir sem vert er að mæla með: Festspillene, 20. maí–3. júní (fib.no) og Nattjazz 20.–30. maí (nattjazz.no). Í STRIGASKÓM MEÐ KVIKK-SÚKKULAÐI Gönguferðir kosta ekkert og í Bergen er um margar gönguleiðir að velja. Farið í strigaskóna, pakkið niður Kvikk-súkkulaði og vatni og skellið ykkur út í náttúruna. Þeir sem eru í sæmilegu formi ættu að ganga upp Stoltzekleiven. Þetta er brattur stígur í göngufjarlægð frá miðbænum. Þeir sem eru lofthræddir þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur og útsýnið er stórkostlegt. Þegar upp er komið er hægt að fara sömu leið niður eða ganga áfram, t.d. yfir til Fløyen og þaðan niður í miðbæ. Gefið ykkur góðan tíma á leiðinni niður Fløyen meðan þið nálgist miðbæinn. Hér er mikið af gömlum timburhúsum sem standa við þröngar, brattar götur. Afskap- lega sjarmerandi. Fyrir þá sem eru fótlúnir eða hafa minni tíma er bara að taka Fløybanen upp á Fløyen og ganga svo niður. SÆDÝRASAFNIÐ NORDNESBAKKEN 4 Ef börn eru með í för hafið þið góða afsökun til að heimsækja Sædýrasafnið (Akvariet). Þar finnið þið m.a. krókódílinn Samson, selinn Linus og mörgæsina Pingrid Alexöndru. Stórskemmtilegt fyrir fólk á öllum aldri. VERSLANIR Í miðbænum eru verslunarmiðstöðvar eins og Galleriet, Xhibition og Kløverhuset. Ef þið viljið sjá eða kaupa fallega norska fatahönnun, mæli ég með búðinni Oleana, Strandkaien 2. Til að finna eitthvað sem er „öðruvísi“ þarf maður að fara út fyrir Torgallmenningen og leita í hliðargötunum. ESCALON VETRLIDSALLMENNINGEN 21 Uppáhaldsmatsölustaðurinn minn. Lítill tapas- staður í kjallara rétt við Fløybanen. Munið að panta borð. Matsölustaðir með þessu nafni eru á fleiri stöðum í Bergen en mér finnst þessi notalegastur. HOLBERGSTUEN TORGALLMENNINGEN 6 BRYGGELOFTET & STUENE BRYGGEN 6 Ég mæli með þessum veitingastöðunum þegar sannir Íslendingar ætla að sinna þeirri sjálf- sögðu skyldu að kynna sér björgvinska matar- menningu. Hún er ekki sérlega „elegant“ en matarmikil og „back to basics“. Prófið lapskaus, persetorsk eða fimmtudagsmatinn raspeballer. Pinnekjøtt og lutefisk er því miður bara hægt að fá í kringum jólin. POTETKJELLEREN KONG OSCARSGATE 1A Góður en dýr matsölustaður í enn einni kjallaraholunni, eins og nafnið gefur til kynna. Sjarmerandi staður og frábær matur. PYGMALION NEDRE KORSKIRKEALLMENNINGEN 4 CAFÉ OPERA ENGEN 18 Ágætismatur á ágætisverði. TO GLASS VINBAR VETRLIDSALLMENNINGEN 19 Ég mæli með þessum bar. Þar er gott að sötra ljúffengt rauðvín og panta jafnvel ólívur og serrano-skinku með sem snakk. Flug og gisting í 2 nætur frá 57.900 kr. á mann í tvíbýli á Thon Hotel Sandviken Brygge *** Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar, gisting og morgunverður. Reykjavík – Bergen frá 14.900 kr. Flug aðra leiðina með flugvallarsköttum. Flogið er 2 sinnum í viku.Veitingastaðir BOCCA ØVRE OLE BULLPLASS 3 Bar á góðum stað, miðsvæðis í bænum og í næsta nágrenni við leikhús, matsölustaði og næturklúbba. COLONIALEN ENGEN 8 Þið verðið að prófa þennan „gourmet-stað“ þar sem hægt er að fá brauð með girnilegu kjöt- áleggi og ostum sem eru hver öðrum betri. Ég mæli með öllu á matseðlinum og verðið er sanngjarnt miðað við magn og gæði. Líka er hægt að kaupa gómsætar samlokur og taka með. Fyrir matnautnafólk er þetta veitingastaður á kvöldin (í kjallaranum að sjálfsögðu) og þar fáið þið með betri mat sem hægt er að fá í Bergen. Það kostar sitt og verður að panta borð, helst með góðum fyrirvara. GODT BRØD VESTRE TORGGATE Ef ég fæ ekki borð á Colonialen rölti ég yfir á Godt brød. Þarna eru smurðar samlokur sem fólk velur sjálft áleggið á, og allt er lífrænt, þ.e. hollt og gott. Staðurinn er víðar í Bergen. Prófið líka Café Aura, Marken 9, sem stendur við sjarmerandi göngugötu og býður góðar veitingar á góðu verði, og Vågen Fetevare, Kong Oskarsgate sem er kaffihús með sál og góðar veitingar. Amsterdam . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Bergen . . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Barcelona . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Berlín . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Boston. . . . . . . . . . . . . . . . . frá 29.720 kr. Düsseldorf . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Frankfurt . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Glasgow . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Halifax . . . . . . . . . . . . . . . . frá 25.400 kr. Helsinki . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Kaupmannahöfn . . . . . . . frá 14.900 kr. London . . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Madrid . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Manchester . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Milano . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Minneapolis . . . . . . . . . . . frá 29.720 kr. München . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. New York . . . . . . . . . . . . . . frá 29.720 kr. Orlando . . . . . . . . . . . . . . . frá 31.220 kr. Osló . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. París . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Stavanger . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Stokkhólmur . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Toronto . . . . . . . . . . . . . . . . frá 25.400 kr. *Verð aðra leiðina með sköttum og gjöldum. Besta verðið okkar* + Bókaðu á www.icelandair.is Öll verð miðast við lægstu verð í verðskrá og geta á einhverjum tímapunkti verið uppseld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.