Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 10
14. mars 2009 LAUGARDAGUR
Heilbrigðisþjónusta á tímamótum
Ný viðhorf - nýjar lausnir – aukinn jöfnuður
Hverju þarf að breyta?
Heilbrigðisráðherra boðar til morgunverðarfundar á Grand
hóteli fimmtudaginn 19. mars nk. Fundurinn er öllum opinn
og starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar er sérstaklega hvatt til
að mæta.
Dagskrá
8:00 Morgunverður
8:15 Ávarp heilbrigðisráðherra, Ögmundar Jónassonar
8:20 Guðbjörg Lind Rafnsdóttir, prófessor í
félagsfræði við Háskóla Íslands:
Kreppan,
heilbrigðiskerfið og vinnutengd líðan Jóns og
Gunnu
8:40 Sigurður Thorlacius, dósent við læknadeild
Háskóla Íslands:
Tengsl atvinnuleysis og heilsufars
9:00 Inga Jessen, viðskiptafræðingur:
Að hafa endalausan tíma, atvinnulaus í
kreppunni
9:10 Fyrirspurnir og umræður
9:30 Fundi slitið
Fundarstýra: Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarkona
heilbrigðisráðherra
Verð fyrir þátttöku og morgunverð: 1.750 kr.
UMFERÐ Ungum ökumönnum sem
afla sér fjögurra punkta eða fleiri
í ökuferilsskrá hefur fækkað um 60
prósent frá því í apríl 2007, þegar
þeim var gert að sækja sérstök
námskeið vegna punktanna. Þetta
er meðal þess sem fram kom í máli
samgönguráðherra þegar hann
kynnti umferðaröryggisáætlun
ársins 2009.
Hinar hertu reglur kváðu á um
að handhafar bráðabirgðaökuskír-
teina skyldu sæta tímabundnu akst-
ursbanni ef þeir fengu fjóra eða
fleiri refsipunkta í skrána, sækja
námskeið og taka ökupróf aftur.
Kristján Möller samgönguráð-
herra sagði frá árangrinum af
þessu á blaðamannafundi á mið-
vikudag. Þar kom fram að þeim
sem þetta á við um hefði fækkað um
60 prósent á tveimur árum. Þá hafi
65 prósent þeirra sem hafa þurft að
sækja námskeiðið ekki brotið af sér
aftur að því loknu, og enginn sem
sótti sérstakt námskeið vegna ölv-
unaraksturs hafi gerst sekur um
sama brot eftir það. „Þetta sýnir
okkur glöggt að forvarnaáhrifin
eru mikil,“ sagði Kristján.
Umferðaröryggisáætlun árs-
ins 2009 var kynnt á fundi á Litlu
kaffistofunni í gær og 87 milljóna
króna samningar um aukið eftir-
lit lögreglu undirritaðir. Þar kom
fram að 367 milljónum yrði varið
í umferðaröryggismál í ár, þar af
110 milljónum í að eyða svokölluð-
um svartblettum í þjóðvegakerfinu,
en það eru staðir eða vegkaflar sem
reynst hafa sérstaklega varasamir.
Þar er meðal annars átt við svæði í
kringum einbreiðar brýr og grjót-
hreinsun meðfram vegum. Einn-
ig verður 100 milljónum varið í að
lagfæra umhverfi vega og koma
upp vegriðum og tíu milljónir fara
í gerð hvíldarsvæða eða áningar-
staða við þjóðvegi. Þá verða 36,5
milljónir króna lagðar í áróður og
fræðslu.
stigur@frettabladid.is
Námskeið fælir unga
ökumenn frá brotum
Nýliðar í umferðinni brjóta mun sjaldnar umferðarreglur eftir að ungum öku-
föntum var gert að sæta tímabundnu akstursbanni og sækja sérstök námskeið.
Kynnt hefur verið ný 367 milljóna króna umferðaröryggisáætlun ársins 2009.
SAMIÐ UM ÖRYGGI Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Karl Ragnars, for-
stjóri Umferðarstofu, Kristján L. Möller samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson
vegamálastjóri við undirritunina á Litlu kaffistofunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA
Það styttist í ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar um tvöföldun Suðurlands-
vegar. Fyrri ríkisstjórn hafði kynnt
áætlun sem gerði ráð fyrir 2+2 vegi
og að byrjað yrði á kaflanum frá
Litlu kaffistofunni að Hveragerði.
Kristján segir þessa forgangsröð
hafa ráðist af því að talið var að
hægt yrði að klára þann kafla á
styttri tíma, jafnvel þótt slys væru
tíðari og alvarlegri á milli Hveragerð-
is og Selfoss. „Ég hef sjálfur sagt að
þetta var dálítið svona 2007. Þess
vegna erum við að endurskoða það
mál núna,“ segir Kristján. Meta þurfi
hlutina upp á nýtt í ljósi efnahags-
ástandsins. „Við vitum hvað við
getum gert með 2+2 vegi og við
vitum hvað við getum gert miklu
meira með 2+1 vegi, en þar erum
við ennþá samt sem áður að upp-
fylla aðalatriðið sem er umferðar-
öryggið og að aðskilja akstursleið-
irnar,“ segir hann.
ÁFORM UM SUÐURLANDSVEG Í SKOÐUN