Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2009, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 14.03.2009, Qupperneq 10
 14. mars 2009 LAUGARDAGUR Heilbrigðisþjónusta á tímamótum Ný viðhorf - nýjar lausnir – aukinn jöfnuður Hverju þarf að breyta? Heilbrigðisráðherra boðar til morgunverðarfundar á Grand hóteli fimmtudaginn 19. mars nk. Fundurinn er öllum opinn og starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar er sérstaklega hvatt til að mæta. Dagskrá 8:00 Morgunverður 8:15 Ávarp heilbrigðisráðherra, Ögmundar Jónassonar 8:20 Guðbjörg Lind Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands: Kreppan, heilbrigðiskerfið og vinnutengd líðan Jóns og Gunnu 8:40 Sigurður Thorlacius, dósent við læknadeild Háskóla Íslands: Tengsl atvinnuleysis og heilsufars 9:00 Inga Jessen, viðskiptafræðingur: Að hafa endalausan tíma, atvinnulaus í kreppunni 9:10 Fyrirspurnir og umræður 9:30 Fundi slitið Fundarstýra: Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarkona heilbrigðisráðherra Verð fyrir þátttöku og morgunverð: 1.750 kr. UMFERÐ Ungum ökumönnum sem afla sér fjögurra punkta eða fleiri í ökuferilsskrá hefur fækkað um 60 prósent frá því í apríl 2007, þegar þeim var gert að sækja sérstök námskeið vegna punktanna. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli samgönguráðherra þegar hann kynnti umferðaröryggisáætlun ársins 2009. Hinar hertu reglur kváðu á um að handhafar bráðabirgðaökuskír- teina skyldu sæta tímabundnu akst- ursbanni ef þeir fengu fjóra eða fleiri refsipunkta í skrána, sækja námskeið og taka ökupróf aftur. Kristján Möller samgönguráð- herra sagði frá árangrinum af þessu á blaðamannafundi á mið- vikudag. Þar kom fram að þeim sem þetta á við um hefði fækkað um 60 prósent á tveimur árum. Þá hafi 65 prósent þeirra sem hafa þurft að sækja námskeiðið ekki brotið af sér aftur að því loknu, og enginn sem sótti sérstakt námskeið vegna ölv- unaraksturs hafi gerst sekur um sama brot eftir það. „Þetta sýnir okkur glöggt að forvarnaáhrifin eru mikil,“ sagði Kristján. Umferðaröryggisáætlun árs- ins 2009 var kynnt á fundi á Litlu kaffistofunni í gær og 87 milljóna króna samningar um aukið eftir- lit lögreglu undirritaðir. Þar kom fram að 367 milljónum yrði varið í umferðaröryggismál í ár, þar af 110 milljónum í að eyða svokölluð- um svartblettum í þjóðvegakerfinu, en það eru staðir eða vegkaflar sem reynst hafa sérstaklega varasamir. Þar er meðal annars átt við svæði í kringum einbreiðar brýr og grjót- hreinsun meðfram vegum. Einn- ig verður 100 milljónum varið í að lagfæra umhverfi vega og koma upp vegriðum og tíu milljónir fara í gerð hvíldarsvæða eða áningar- staða við þjóðvegi. Þá verða 36,5 milljónir króna lagðar í áróður og fræðslu. stigur@frettabladid.is Námskeið fælir unga ökumenn frá brotum Nýliðar í umferðinni brjóta mun sjaldnar umferðarreglur eftir að ungum öku- föntum var gert að sæta tímabundnu akstursbanni og sækja sérstök námskeið. Kynnt hefur verið ný 367 milljóna króna umferðaröryggisáætlun ársins 2009. SAMIÐ UM ÖRYGGI Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Karl Ragnars, for- stjóri Umferðarstofu, Kristján L. Möller samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri við undirritunina á Litlu kaffistofunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA Það styttist í ákvörðun ríkisstjórn- arinnar um tvöföldun Suðurlands- vegar. Fyrri ríkisstjórn hafði kynnt áætlun sem gerði ráð fyrir 2+2 vegi og að byrjað yrði á kaflanum frá Litlu kaffistofunni að Hveragerði. Kristján segir þessa forgangsröð hafa ráðist af því að talið var að hægt yrði að klára þann kafla á styttri tíma, jafnvel þótt slys væru tíðari og alvarlegri á milli Hveragerð- is og Selfoss. „Ég hef sjálfur sagt að þetta var dálítið svona 2007. Þess vegna erum við að endurskoða það mál núna,“ segir Kristján. Meta þurfi hlutina upp á nýtt í ljósi efnahags- ástandsins. „Við vitum hvað við getum gert með 2+2 vegi og við vitum hvað við getum gert miklu meira með 2+1 vegi, en þar erum við ennþá samt sem áður að upp- fylla aðalatriðið sem er umferðar- öryggið og að aðskilja akstursleið- irnar,“ segir hann. ÁFORM UM SUÐURLANDSVEG Í SKOÐUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.