Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 62
6 matur
Flestir krakkar, ekki síður en við fullorðna
fólkið, vilja gjarn-
an sama morgun-
mat dag eftir dag
og hann ræðst oft af þeim tak-
markaða tíma sem flestir hafa á
morgnana. Því má segja að hafra-
grauturinn eða morgunkorn-
ið standi alveg fyrir sínu. Hins
vegar er bæði gott og skemmti-
legt að venja börnin á meiri og
fjölbreyttari morgunmat þá daga
sem tími gefst til að verja lengri
tíma saman við matarborðið, eins
og um helgar og í fríum,“ segir
Anna Sigríður Ólafsdóttir nær-
ingarfræðingur en hún gefur les-
endum uppskrift að grófu brauði
og einföldu fiskiáleggi.
„Fiskiáleggið er vinsælt á mínu
heimili og litla stelpan er svo sólg-
in í það að hún skóflar því helst
upp í sig með skeið,“ segir Anna
Sigríður og bætir því við að nauð-
synlegt sé að auka fiskneyslu
barna og unglinga. Einnig megi
auka gróft korn, ávexti og græn-
meti í daglegum matarskammti
krakkanna en hún segir mat-
vendni barna oft afleiðingu ein-
hæfs fæðis.
„Oft erum við fullorðna fólkið
of fljót að afgreiða matinn út af
borðinu ef hann gengur ekki vel
í barnið í fyrstu tilraun, en börn
þurfa að bragða á sama matnum
oft til að venjast bragðinu. Það
þarf bæði þjálfun, hrós og hvatn-
ingu til að auka fjölbreytni í fæðu
matvöndustu barnanna. Þá getur
verið sniðugt að búa til umbunar-
kerfi og gera smökkunina að
skemmtilegum leik.“ - rat
Morgunverður barnanna
Gróft brauð með maukuðu fiskiáleggi ásamt ávöxtum og grænmeti er hollur og
góður morgunmatur. Anna Sigríður Ólafsdóttir segir að auka þurfi fiskneyslu barna
og unglinga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Einfalt er að mauka egg, fisk og rjóma-
ost í matvinnsluvél ofan á brauð.
HOLLUR MORGUNVERÐUR FYRIR KRAKKANA
FISKIÁLEGG
100-150 g af reykt-
um silungi eða reykt-
um laxi (má líka nota
afganga af soðnum
fiski í staðinn)
2 harðsoðin egg
1 kúfuð matskeið
rjómaostur
Öllu hrært saman í mat-
vinnsluvél eða með
töfrasprota og maukað,
þó ekki of lengi. Mjúkt
maukið er síðan tilbúið
beint á brauðið.
Gott er að setja nýmal-
aðan pipar ofan á fyrir þá
sem vilja meira bragð.
Berið fram með fersku
grænmeti eða ávöxtum
að eigin vali. Appelsínur
og epli geta verið vinsæl,
eins brokkólí og gulræt-
ur. Þurrkaðir ávextir, t.d.
apríkósur, eru líka góðir
með.
HNETUBRAUÐ
ALFONSAR
2 dl gróft hveiti (eða
gróft spelt)
2 dl haframjöl
4 dl brauðhveiti
3 dl maltöl
½-1 dl hnetur
að eigin vali,
t.d. valhnetur
4 msk. sólblómafræ eða
önnur fræ
2 tsk. þurrger
2 tsk. salt
1 msk. olía
½ msk. púðursykur
Setjið olíu, salt og púður-
sykur í skál. Hitið síðan
maltölið í um
það bil mínútu í
örbylgjuofni og
bætið svo út í
skálina. Hinum
innihaldsefnunum
er svo bætt út í skálina.
Hnoðið í hrærivél í 5 mín-
útur þar til deigið er slétt
og losnar frá skálinni.
Getur þurft að bæta við
1-2 msk. hveiti.
Smyrjið form og slétt-
ið deigið í formið. Látið
standa í 1-2 klst. á hlýjum
stað, eða þar til deig-
ið hefur tvöfaldast að
stærð. Bakið í 25 mín. við
200° C.
Hollt
og gott!
S
Hafragrauturinn í morgunmat stendur alltaf fyrir sínu.
Það getur þó verið skemmtilegt og hollt að breyta til,
sérstaklega fyrir krakkana.
Á köldum og dimmum vetri er nauðsynlegt að fá bæði
fallegan lit í tilveruna og yl í kroppinn með því að hjúfra
sig inni í hlýjunni yfir heitri súpu eða pastarétti frá Knorr.
Alltaf einfalt, litríkt og gott með Knorr!
Ljúffengar, tilbúnar súpur
úr úrvals hráefni sem bara þarf
að hita. Góðar jafnt sem forréttur eða
aðalréttur fyrir tvo. Bara að hita og njóta!
Hlýtt í vetur
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
2
4
6
5
5