Morgunblaðið - 21.01.2006, Síða 2

Morgunblaðið - 21.01.2006, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsu af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Vectavir Virkar á öllum stigum frunsunnar - aldrei of seint! LÆGSTU LAUN HÆKKA Lægstu laun verða hækkuð og mun launanefnd sveitarfélaga kynna niðurstöður sínar fyrir sveit- arstjórnum ekki síðar en 10. febrúar nk. Þetta er ljóst eftir að launa- málaráðstefna sveitarfélaga sam- þykkti að beina því til launanefndar að fjalla um þær tillögur og hug- myndir sem fram komu á ráðstefn- unni um leiðir til lausna í kjara- málum starfsmanna sveitarfélaga. Að mati Gunnars Rafns Sig- urbjörnssonar, formanns nefnd- arinnar, munu þær aðgerðir ekki opna kjarasamninga. Náði ekki þingmeirihluta Bandalag trúarlegra stjórn- málaflokka sjíta, Íraska bandalagið, fékk flest þingsæti í kosningunum í Írak 15. desember samkvæmt kjör- tölum sem birtar voru í gær. Banda- lagið fékk þó ekki nógu mikið fylgi til að geta myndað stjórn án stuðn- ings annarra flokka. Agca aftur í fangelsi Mehmet Ali Agca, Tyrkinn sem reyndi að ráða Jóhannes Pál II páfa af dögum árið 1981, var handtekinn í Istanbúl í gær eftir að áfrýj- unarréttur úrskurðaði að honum bæri að fara aftur í fangelsi. Rétt- urinn hnekkti úrskurði dómstóls í Ankara sem veitt Agca frelsi fyrr í mánuðinum. Metár hjá LV Ávöxtun hjá Lífeyrissjóði verzl- unarmanna var 20,9% á síðasta ári sem samsvarar 16,1% raunávöxtun. Er þetta besta ávöxtunin í sögu sjóðsins. Þorskur í stað lax Slakt gengi í laxeldi hefur leitt til þess að eldisfyrirtækið Salar Is- landica á Djúpavogi hefur ákveðið að auka þorskeldi, en draga úr laxeldi. Y f i r l i t Í dag Úr verinu 18 Umræðan 42/47 Viðskipti 18/20 Kirkjustarf 48/49 Erlent 22/24 Minningar 50/59 Akureyri 28 Myndasögur 64 Suðurnes 27 Dagbók 64 Landið 30 Víkverji 64 Árborg 30 Staður og stund 65 Daglegt líf 32/33 Velvakandi 66 Ferðalög 34/35 Ljósvakamiðlar 74 Menning 36/37 Staksteinar 75 Forystugrein 38 Veður 75 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                    UNDIRBÚNINGUR var í algleym- ingi fyrir undankeppni Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit við í sérstöku myndveri keppninnar á Granda í gær. Unnu tæknimenn ötullega að því að allt yrði tilbúið fyrir keppnina sem hefst í kvöld. Jónatan Garðarsson, umsjón- armaður keppninnar, segir spennu í loftinu og keppendurna tilbúna í slaginn. „Húsið er líka að verða tilbúið,“ segir Jónatan. „Það er búið að vera hamagangur að koma þessu heim og saman. Þarna tókum við vöruskemmu og henni var breytt í myndver og tónleika- sal. Menn eru búnir að vinna linnulaust í þessu undanfarna daga og vikur þannig að það gangi upp að hafa svið og áhorf- endur úti í sal og lýsa þetta allt saman.“ Keppnin hefst í sjónvarpinu kl. 20.10 í kvöld, en kynnar verða þau Garðar Thór Cortes og Brynhildur Guðjónsdóttir. | 70Morgunblaðið/Sverrir Senn líður að söngva- keppni „OKKUR finnst málflutningurinn að undanförnu ósanngjarn í okkar garð. Það hefur verið talað um það hástöf- um að laun þeirra hópa sem heyri undir kjaranefnd og Kjaradóm hafi hækkað umtalsvert umfram launa- vísitölu. En eins og við sjáum það í Félagi prófessora þá hefur það alls ekki verið raunin hvað varðar launaþróun prófessora,“ segir Þor- steinn Loftsson, formaður Félags prófessora. Í bréfi sem Félag prófessora sendi félagsmönnum sínum sl. fimmtudag er bent á að sé litið til fastra launa prófessora megi sjá að þau hafi hækk- að um 53% að meðaltali frá 1. janúar 1999 til dagsins í dag, en launavísital- an fyrir sama tímabil hafi hækkað um 51% og laun æðstu embættismanna sem heyri undir Kjaradóm hafi hækk- að á bilinu 72,9% til 119,8%. Fram kemur í bréfinu að að hluta til megi rekja niðurstöðuna hvað varðar pró- fessora til launaskriðs sem orðið hafi vegna þess að prófessorar hafi hækk- að um launaflokka innan launakerf- isins á grundvelli mats á verkum þeirra, en ekki vegna beinna úr- skurða kjaranefndar. „Úrskurðir nefndarinnar einir og sér hafa aðeins leitt til um 42% hækkunar launa frá 1999,“ að því er segir í bréfinu. Að sögn Þorsteins hafa prófessorar í raun dregist aftur úr viðmiðunar- hópum sínum og því sé orðið afar erf- itt fyrir HÍ að ráða til sín starfsfólk auk þess sem skólinn sé að missa hæft fólk í önnur störf sökum þess að laun- in séu ekki lengur samkeppnishæf. Segja prófessorslaun hafa dregist aftur úr launum viðmiðunarhópa STÚLKAN sem lést í bílslysi á Hnífsdalsvegi á fimmtudag hét Þór- ey Guðmundsdóttir, til heimilis á Garðavegi 4 í Hnífsdal. Hún var fædd 25. mars 1988, dóttir hjónanna Guðmundar Þórs Kristjánssonar, vélstjórnarkennara við Menntaskól- ann á Ísafirði, og Elínborgar Helga- dóttur. Þórey var nemandi á félagsfræði- braut við Menntaskólann á Ísafirði, auk þess sem hún starfaði sem þjálf- ari yngri flokka kvenna hjá KFÍ. Lést í bíl- slysi á Hnífs- dalsvegi ALÞÝÐUSAMBAND Íslands (ASÍ) fagnar því að Alþingi felldi úrskurð Kjaradóms frá 19. desember sl. úr gildi í gær, að sögn Gylfa Arnbjörns- sonar, framkvæmdastjóra ASÍ. Hann segir að launabreytingar Kjaradóms hafi ekki verið í neinu samræmi við það sem gerst hafði á vinnumarkaði. „Þessar launahækk- anir 19. desember komu til viðbótar ríflega 5% launahækkunum til sömu hópa á árinu. Þeir fengu 3% hækkun 1. janúar 2005 og aftur 2% hækkun hinn 1. júlí. Þessi viðbót var ekki í neinu samræmi við 5,5–6% launa- breytingu á markaðnum.“ Gylfi segir nauðsynlegt að breyta fyrirkomulagi á launaákvörðunum æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa. Gögn Hagstofunnar sýni víxlverkanir milli ákvarðana Kjara- dóms og kjaranefndar, sem ekki séu í neinu samræmi við þróun á vinnu- markaði. Með lögunum í gær gefist svigrúm út árið til að skoða málið. „ASÍ hefur lengi kallað eftir því að allt sé haft með þegar kjör æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa eru skoðuð. Þar með talin lífeyris- réttindi sem eru umtalsvert meiri en á almennum markaði, einkum hjá ráðherrum en einnig alþingismönn- um. Kjör sem jafngilda 50–100% af þeim launum sem þessir aðilar fá. Það er ekki hægt að una því að menn séu með þetta aukreitis og vilji ekki ræða það,“ sagði Gylfi. Leiðir til stöðugleika Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins (SA), telur að lög Alþing- is í gær um afnám úrskurðar Kjaradóms frá 19. desember sl. leiði til meiri stöðugleika á vinnumarkaði en ella hefði orðið. Hannes sagði samtökin hafa lýst því yfir á sínum tíma að niðurstaða Kjaradóms um kjör æðstu embættismanna og kjör- inna fulltrúa hafi verið óheppileg og komið á slæmum tíma. Þá var nýbúið að staðfesta að samningar á almenn- um markaði héldu gildi sínu og eins hafði Reykjavíkurborg gert samn- inga sem SA óttaðist að hefðu keðju- verkandi áhrif á vinnumarkaði. „Við töldum að það væri erfitt fyr- ir stjórnmálamenn að tala fyrir hóf- stillingu í kjaramálum með úrskurð um 8% launahækkun fyrir sig í far- teskinu,“ sagði Hannes. Hann sagði ljóst að sveitarfélögin væru í gríðarlegum vanda vegna samnings Reykjavíkurborgar við Eflingu. Þar væru nú miklu hærri launataxtar í gildi en í öðrum sveit- arfélögum. Sveitarfélögin hefðu hingað til verið samferða í launamál- um. Hvort þeim tækist að samræma samning Reykjavíkurborgar við ein- hverja lægri launaflokka ætti eftir að koma í ljós. Samningur borgarinnar kvæði á um tiltölulega jafna launa- hækkun upp launaflokkana. Launamál sveitarfélaga hafa ekki verið rædd sérstaklega innan ASÍ, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar. Hann sagðist ekki átta sig á hvernig hækk- un lægstu launa ætti að fara fram, enda kjarasamningar bundnir. Ljóst væri að launabreytingar hjá borginni hefðu framkallað mikla ólgu og við- brögð leikskólakennara hefðu valdið vonbrigðum í röðum ASÍ-félaga. Fagna ákvörðun Alþingis um Kjaradóm Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.