Morgunblaðið - 21.01.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.01.2006, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR edda.is Leviatan er stórt farþegaskip sem heldur í jómfrúrferð sína frá Englandi til Indlands árið 1878. Loft er lævi blandið um borð því meðal farþega leynist morðingi sem framið hafði glæp aldarinnar skömmu áður. BORIS AKÚNIN nýtur mikilla vinsælda fyrir sakamálasögur sínar. Þetta er fimmta bókin um Fandorin ríkisráð sem út kemur á íslensku en þær fyrri eru Ríkisráðið, Krýningarhátíðin, Vetrardrottningin og Tyrknesk refskák. Vinsælasti spennusagnaflokkur heims! Fandorin snýr aftur Kilja á góðu verði 1.799 kr. GLATT var á hjalla þegar þeir Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, og hinn þekkti sjónvarpsmaður Magnús Magnússon opnuðu sýninguna „Pure Ice- land“ í Vísindasafninu í Lundúnum í fyrrakvöld með aðstoð raftækninnar. Með því að slá saman tveimur vírum kveiktu þeir á glæsilegu myndskeiði úr eldgosi, en á sýningunni er gestum safnsins kynnt orkuframleiðsla á Ís- landi og náttúra landsins. Magnús var sérstakur heiðursgestur sýningarinnar, en hann hefur sem kunnugt er verið ötull talsmaður íslenskrar menningar, sögu og náttúru. Fullt var út úr dyrum við opnun sýningarinnar, en ætla má að um þrjú hundruð boðsgestir hafi verið viðstaddir. Ljósmynd/Tyson Sadlo Opnuðu sýninguna með eldgosi TÆPLEGA 370 þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins í fyrra og er það nýtt met. Ferðamönnum fjölgaði um 9.000 frá árinu 2004, en þá voru þeir rúmlega 360.000. Á síðustu þremur árum hefur fjöldi ferðamanna aukist um 30%. Sé horft yfir lengra tímabil má meðal annars sjá að árleg fjölgun síðastlið- inn áratug er að meðaltali 11%. Mest er aukningin á fjölda ferða- manna frá Bandaríkjunum og Asíu. Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu, segir athyglisvert að nærmarkaðirnir sem hafi verið í hvað mestum vexti und- anfarin misseri séu nú að hægja á vexti en á móti vegi að fjærmarkaðir eins og Bandaríkin og Asía séu í meiri vexti en áður. Ferðamönnum fjölgar einnig yfir veturinn og er ferðamannatímabilið að lengjast. Þannig var fjöldi ferðamanna í októ- ber sem leið hinn sami og í júní fyrir fjórum árum. Í talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð er hægt að skoða skiptingu ferðamanna eftir þjóðernum. Bretar eru sem fyrr fjölmennastir þeirra sem hingað koma og voru 57.800 á árinu 2005. Bandaríkjamenn voru 54.300 og Þjóðverjar 37.000. Sé horft á skiptingu eftir markaðssvæðum eru Norðurlandabúar fjölmennastir, 92.600, en frá Mið- og Suður-Evrópu komu 89.800 manns. Af einstökum löndum er langmest aukning frá Bandaríkjunum, 5.800 manns eða rúm 11%. Langflestir ferðamenn sem hing- að koma fara um Keflavíkurflugvöll. Alls voru þeir 356.152 í fyrra, sam- anborið við 348.533 árið 2004. Með Norrænu komu rúmlega 8.000 gestir á árinu 2005, sem er fjölgun um 2,8% og með öðrum skipum og á aðra millilandaflugvelli en Keflavík er áætlað að 5.200 erlendir ferðamenn hafi komið. Þá komu um 56.000 gest- ir með skemmtiferðaskipum til landsins í fyrra. 370 þúsund erlendir ferðamenn komu í fyrra PÉTUR Sigurðsson, vagnstjóri sem lést í umferðarslysi 13. janúar sl., var borinn til grafar frá Bústaðakirkju í gær. Sr. Pálmi Matthíasson sóknar- prestur jarðsöng og Strætókórinn söng við athöfnina. Stóðu starfs- bræður Péturs heiðursvörð og báru sorgarborða. Þá lögðu vagnstjórar strætisvögnum beggja vegna Tunguvegar og ók líkfylgdin á milli þeirra til heiðurs hinum látna. Líkmenn Péturs voru Pétur Þor- steinsson, Halldór Guðbergsson og Hallgrímur Pétur Gunnlaugsson varðstjórar hjá Strætó bs., Steindór Steinþórsson, Einar Kristjánsson, Úlfur Einarsson, Rafn Sigurðsson og Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætó bs. Var Pétur greftr- aður í Gufuneskirkjugarði. Pétur var fyrsti vagnstjórinn í sjö- tíu og fimm ára sögu strætisvagn- areksturs á höfuðborgarsvæðinu sem lætur lífið við skyldustörf. Morgunblaðið/Þorkell Heiðursvörður við útför vagnstjóra MUNURINN á umfjöllun fjölmiðla í nokkrum löndum Evrópu um íþróttir karla og kvenna er mjög mikill. Einungis 9% íþróttaumfjöllunar eru um kvennaíþróttir en karlaíþróttir fá um 78% umfjöllun. Þetta kom fram þegar niðurstöður úr rannsókn um íþróttir, fjölmiðla og staðalímyndir kynjanna voru kynntar í gær á ráðstefnu á Hótel Loftleiðum. Rannsóknin, sem er sameiginlegt verkefni Austurríkis, Litháens, Noregs, Íslands og Ítalíu, er víðtækasta könnun á íþróttafjöl- miðlum sem gerð hefur verið í Evrópu og sá Jafn- réttisstofa um að leiða verkefnið. Markmiðið með rannsókninni var að leiða í ljós þann mun sem er til staðar á umfjöllun um íþrótt- ir kynjanna og að leita leiða til að breyta því ástandi. Unnið hefur verið að gerð fræðsluefnis sem ætlað er íþróttafréttamönnum, íþróttakenn- urum og þjálfurum. Fræðsluefninu verður dreift á margmiðlunardiski og er efni þess ætlað til að hvetja til breytinga á birtingamyndum kynjanna í íþróttum og íþróttafréttum. Einsleit umfjöllun um konur Gerd von der Lippe, fyrrverandi hlaupakona og pró- fessor við Telemark háskólann í Noregi, sagði að um- fjöllun fjölmiðla um kvennaíþróttir væri og einsleit og of oft væri einblínt á kvenlíkamann fremur en hæfni kvenna í greininni. Hún benti á að á síðustu Ólympíu- leikum hefði strandblak kvenna verið ein vinsælasta íþróttagreinin, aðallega útaf klæðnaði þátttakenda, sem samanstóð af litlum bikini-brókum og toppum. Einnig hefði umfjöllun um íþróttakonur utan vallar beinst of mikið að líkama þeirra og benti hún á algengt myndefni þegar íþróttakonur halda boltum fyrir berum barmi. Þessi umfjöllun ætti hinsvegar ekki við karla en þar væru afreksmenn frekar settir í guðatölu fremur en að hlutgera þá á kynferðislegan máta. Hún taldi mik- ilvægt að breyta þessu viðhorfi, þannig að athygli fólks beindist frekar að íþróttunum sjálfum, og stuðla að því að ungar stúlkur fengju heilbrigðari fyrirmyndir. Morgunblaðið/ÞÖK 9% íþróttafrétta í Evrópu eru um kvennaíþróttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.