Morgunblaðið - 21.01.2006, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HEIMDALLUR félag ungra
sjálfstæðismanna í Reykjavík
efnir til opinnar ráðstefnu um
nokkur álitamál í íslenskum
grunn- og framhaldsskólum.
Ráðstefnan sem er öllum opin
fer fram í dag, laugardaginn 21.
janúar, og hefst kl. 14. og
stendur til kl. 16. Eftir það
starfa minni umræðuhópar til
kl. 17.
Á dagskrá fyrirlesaranna
verða nokkur álitamál í ís-
lensku skólakerfi: Samræmd
próf í grunn- og framhaldsskól-
um, stytting framhaldsskól-
anna, brottfall nemenda o.fl.
Markmið ráðstefnunnar er
fræðsla og skoðanaskipti, auk
þess í framhaldinu að móta
stefnu í þessum atriðum
menntamála fyrir Heimdall.
Erindi halda: Jón Torfi Jón-
asson prófessor við HÍ., Mey-
vant Þórólfsson lektor í nám-
skrárfræðum og námsmati við
KHÍ, Steingrímur Sigurgeirs-
son aðstoðarmaður mennta-
málaráðherra, Guðrún Ebba
Ólafsdóttir borgarfulltrúi og
Aðalheiður Steingrímsdóttir
formaður Félags framhalds-
skólakennara.
Eftir kl. 16 verða umræður í
minni umræðuhópum, sem Sig-
urður Kári Kristjánsson al-
þingismaður stýrir. Fundar-
stjóri verður Jóhann Alfreð
Kristinsson stjórnarmaður í
Heimdalli.
Mennta-
ráðstefna
Heimdallar
um grunn-
og fram-
haldsskóla
FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um
Kjaradóm og kjaranefnd var sam-
þykkt sem lög frá Alþingi síðdegis í
gær. Frumvarpið var samþykkt
með 26 atkvæðum stjórnarþing-
manna en stjórnarandstaðan sat
hjá. Frumvarpið gerir ráð fyrir því
að úrskurður Kjaradóms frá 19.
desember sl., um hækkun launa
æðstu embættismanna og þjóðkjör-
inna fulltrúa um u.þ.b. 8% falli úr
gildi frá og með 1. febrúar nk. Þess
í stað eiga laun þessara aðila að
hækka um 2,5% frá sama tíma.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
sögðu í umræðunni um frumvarpið í
gær að bregðast ætti við úrskurði
Kjaradóms. Þeir vildu hins vegar
fara aðra leið en ríkisstjórnarflokk-
arnir. Þeir lögðu til að framkvæmd
úrskurðar Kjaradóms yrði frestað
frá 1. febrúar til 1. júní nk. Í milli-
tíðinni yrði skipuð nefnd, með
fulltrúum allra þingflokka, sem
skyldi endurskoða fyrirkomulag
launa þeirra sem heyra undir
Kjaradóm og kjaranefnd.
Nefndin skyldi leggja fram til-
lögur í formi frumvarps fyrir 15.
mars nk. og eftir samþykkt frum-
varpsins skyldi nýr úrskurður um
launakjör kveðinn upp. Sá úrskurð-
ur skyldi gilda frá og með 1. febr-
úar.
Þessi tillaga var kynnt í minni-
hlutaáliti efnahags- og viðskipta-
nefndar þingsins og var felld eftir
aðra umræðu um frumvarpið á Al-
þingi í gær. Meirihluti nefndarinnar
lagði til að frumvarpið yrði sam-
þykkt óbreytt, eins og fram kom í
Morgunblaðinu í gær.
Önnur umræða um frumvarpið
hófst fyrir hádegi í gær. Þingmenn
stjórnar og stjórnarandstöðu deildu
þar m.a. um það hve fast lögfræð-
ingar, sem kallaðir hefðu verið til í
efnahags- og viðskiptanefnd, hefðu
kveðið að orði er fjallað var um
hvort frumvarpið stangaðist á við
stjórnarskrána. Lúðvík Berg-
vinsson, þingmaður Samfylkingar-
innar, og talsmaður minnihluta
nefndarinnar sagði að lögfræðing-
arnir hefðu allir sem einn varað ein-
dregið við því að fara þá leið sem
ríkisstjórnin hefði valið. „Þeir töldu
víst að frumvarpið færi gegn
ákvæðum stjórnarskrár um eignar-
rétt og jafnræði […],“ segir m.a. í
minnihlutaáliti nefndarinnar.
Ásta Möller, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks og Dagný Jónsdóttir,
þingmaður Framsóknarflokks, sem
sæti eiga í nefndinni, andmæltu
þessu. Ásta sagði m.a. að lagapró-
fessorarnir Eiríkur Tómasson og
Sigurður Líndal hefðu ekki kveðið
eins fast að orði og Lúðvík héldi
fram. Þeir hefðu m.ö.o. ekki haft
neina vissu fyrir því að frumvarpið
færi gegn ákvæðum stjórnarskrár-
innar. Þeir hefðu þó sagt að fara
ætti varlega. Dagný tók í sama
streng og sagði ennfremur að rétt-
mæt rök og brýna nauðsyn bæri til
þess að fara þá leið sem stjórn-
arflokkarnir legðu til.
Stjórnarskráin njóti vafans
Lúðvík svaraði því hins vegar til
að lögfræðingarnir hefðu kveðið
misfast að orði eftir því um hvaða
stjórnarskrárákvæði væri að ræða.
Hann sagði ennfremur að stjórn-
arskráin ætti að njóta vafans.
Annarri umræðu um frumvarpið
lauk á fjórða tímanum og eftir að
fyrrgreindar breytingartillögur
stjórnarandstæðinga höfðu verið
felldar hófst nýr fundur Alþingis og
þar með þriðja og síðasta umræða.
Enginn tók þátt í þeirri umræðu.
Í atkvæðagreiðslum um frum-
varpið gagnrýndi Ögmundur Jón-
asson, þingflokksformaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs,
stjórnarflokkana m.a. fyrir að sam-
þykkja frumvarp sem fæli í sér 2,5%
launahækkun til þingmanna og ráð-
herra. Hann taldi að þingmenn ættu
ekki að ákvarða launakjör sín með
þessum hætti. Lúðvík Bergvinsson
og Guðjón A. Kristjánsson, formað-
ur Frjálslynda flokksins, tóku í
sama streng.
Dagný Jónsdóttir sagði hins veg-
ar að meirihluti nefndarinnar hefði
talið eðlilegt að miða við 2,5% launa-
hækkun, þ.e. þá hækkun sem gilti
um hinn almenna markað og fella
um leið úrskurð Kjaradóms úr gildi.
„Með þessu viljum við gera okkar til
að skapa jafnvægi á vinnumarkaði,“
sagði hún. Frumvarpið var síðan
samþykkt samhljóða með atkvæð-
um stjórnarliða, eins og áður sagði.
Það verður sent fjármálaráðherra
sem mun í framhaldinu leggja það
fyrir forseta Íslands til staðfesting-
ar.
Frumvarpið um Kjara-
dóm samþykkt samhljóða
Breytingar-
tillögur minni-
hlutans felldar
Morgunblaðið/Ásdís
Þingmenn fylgjast með umræðum. Stjórnarliðar samþykktu frumvarpið en stjórnarandstaðan sat hjá.
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
TRÚNAÐI var í gær létt af gögnum
um samskipti Eftirlitsstofnunar
EFTA (ESA) og fjármálaráðuneyt-
isins og menntamálaráðuneytisins
varðandi frumvarp menntamálaráð-
herra um Ríkisútvarpið sf. sem lagt
var fram á Alþingi sl. vor. Áður
höfðu þingmenn stjórnarandstöð-
unnar í menntamálanefnd Alþingis
krafist þess að fá þessi gögn vegna
umræðu um nýtt frumvarp ráðherra
um Ríkisútvarpið sem lagt var fram
á Alþingi fyrir jól.
Mörður Árnason, þingmaður
Samfylkingarinnar sem sæti á í
menntamálanefnd, vakti máls á því í
umræðum á Alþingi í vikunni að
stjórnarandstæðingar vildu sjá þessi
gögn svo þeir gætu metið athuga-
semdir ESA við frumvarpið um Rík-
isútvarpið sf. Sigurður Kári Krist-
jánsson, formaður nefndarinnar,
upplýsti að til stæði að leggja þessi
gögn fram í nefndinni. Þegar það var
síðan gert fylgdu gögnunum þau
skilaboð að þau væru bundin trún-
aði, vegna þess að málið væri enn til
formlegrar meðferðar hjá ESA.
Þingmenn mættu m.ö.o. lesa gögnin
en ekki vitna í þau opinberlega.
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í
menntamálanefnd mótmæltu þessu í
yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í
gær. Síðdegis var trúnaðinum hins
vegar létt af gögnunum, eins og áður
sagði. Steingrímur Sigurgeirsson,
aðstoðarmaður menntamálaráð-
herra, sagði í samtali við mbl.is í gær
að leita hefði þurft heimilda frá bæði
ESA og forsvarsmönnum 365 miðla,
til að aflétta trúnaði, þar sem for-
svarsmenn Norðurljósa sendu erindi
til ESA á sínum tíma um uppruna-
lega frumvarpið.
Töluverð vinna eftir við
skilgreiningu á hlutverki RÚV
„Ég tel afar mikilvægt að fá loks-
ins þessar upplýsingar og bréfasam-
skipti, enda hefði verið erfitt að
ræða opinskátt um málið á Alþingi
verandi bundinn trúnaði,“ segir
Mörður í samtali við Morgunblaðið
og tók fram að framundan væri að
fara vandlega yfir gögnin til að sann-
reyna endursögn greinargerðarinn-
ar og meta yfirlýsingar ráð-
herranna.
Aðspurður sagðist Mörður í fljótu
bragði t.a.m. ekki sjá beinar fyrir-
skipanir frá ESA um það að gera
yrði RÚV að hlutafélagi eins og látið
hefði verið í veðri vaka. „Heldur er
þess krafist, sem vitað var, að ef að
ríkið væri með svona fyrirtæki í
samkeppnisrekstri þá mætti ekki
vera með ótakmarkaða ríkisábyrgð
auk fastra tekjuliða á borð við af-
notagjöld. Úr því má leysa með ýms-
um hætti,“ segir Mörður og bendir á
að ESA gefi engar lausnir í þeim
efnum. „Ein lausnin er hlutafélag,
sem er með takmarkaðri ábyrgð,
önnur er sjálfseignarstofnun og sú
þriðja er að vera ekki með fyrirtæk-
ið í eiginlegum samkeppnisrekstri.“
Eitt af því sem bent er á í umfjöll-
un Skrifstofu samkeppnismála og
ríkisaðstoðar hjá ESA um RÚV er
að skilgreining í fyrra frumvarpi
menntamálaráðherra, á hlutverki
RÚV sem útvarpsþjónusta í al-
mannaþágu, virðist vera of víðtæk
og óljós, en það bjóði m.a. þeirri
hættu heim að einkareknir sam-
keppnisaðilar geti ekki vitað ná-
kvæmlega hvaða þjónustu RÚV veiti
og eigi sökum þessa erfitt með að
skipuleggja sína starfsemi.
Aðspurður hvernig þetta atriði
horfi við sér segir Mörður eina leið
að skilja þann rekstur sem ekki lúti
útvarpsþjónustu í almannaþágu frá
öðrum rekstri RÚV, sem sé sú leið
sem farin sé í fyrirliggjandi frum-
varpi um RÚV. „Ég held hins vegar
að það sé töluverð vinna eftir við að
skilgreina hlutverk RÚV. Ég hef
borið hlutverkaskilgreiningu frum-
varpsins saman við leiðbeiningar
Evrópuráðsins og mér sýnist að
menn hafi ekki miðað við skilgrein-
ingu þeirra á almannaútvarpi,“ segir
Mörður.
Brugðist við athugasemdum
um ótakmarkaða ríkisábyrgð
Aðspurður segir Sigurður Kári
það sitt mat að með nýju frumvarpi
menntamálaráðherra um Ríkisút-
varpið sé komið til móts við kröfur
og aðalathugasemdir ESA, sem snúa
annars vegar að skilgreiningunni á
hugtakinu útvarpi í almannaþágu og
hins vegar að ótakmarkaðri ríkis-
ábyrgð, sem raski samkeppni. Bend-
ir hann á að nýja frumvarpið þrengi
skilgreininguna auk þess sem heim-
ildir RÚV til þess að taka þátt í ann-
arri starfsemi hafi að mestu eða öllu
leyti verið felldar út.
„Einnig sýnist mér að í bráða-
birgðaúrskurði sínum sé ESA að
gera athugasemd við það að með
Ríkisútvarpinu sf. hafi ríkið lagt til
reglu sem brýtur í bága við ákvæði
EES-samningsins sem fjallar um
ríkisstyrki. Sú athugasemd sé rök-
studd með vísan til þeirrar reglu
sem felst í sameignarfélagsforminu
um það að eigandinn beri ótakmark-
aða ábyrgð á öllum skuldbindingum
félagsins og af því leiði að það geti
ekki einu sinni orðið gjaldþrota. En
með því að breyta RÚV í hlutafélag
þá snarbreytist þetta því kjarninn í
hlutafélagaréttinum er sá að eigand-
inn beri takmarkaða ábyrgð í sam-
ræmi við eignarhluta sinn.“
Aðspurður hvort hægt sé að tala
um takmarkaða ábyrgð þegar félag-
ið sé í 100% eigu ríkisins svarar Sig-
urður Kári því játandi og bendir á að
samkvæmt hlutafélagalögum geti
eignaraðili aldrei borið ábyrgð á
hærri fjárhæð en eigin eign, þ.e. því
hlutafé sem hann leggi til. Í tilfelli
RÚV sé í frumvarpinu lagt til að
einn helsti tekjustofn RÚV hf. verði
13.500 kr. gjald á hvern einstakling
og sé miðað við 300 þúsund Íslend-
inga þá nemi það rúmum fjórum
milljörðum sem sé þá hlutur ríkisins.
Spurður hvort ekki hefði komið til
greina að gera RÚV að sjálfseign-
arfélagi svarar Sigurður Kári því til
að það hefði verið hugsanlegt, en af-
ar óskynsamlegt þar sem löggjöfin
um sjálfseignarstofnanir sé bæði
ófullkomin og óljós.
Trúnaði létt af gögnum ESA
Eftir Örnu Schram og
Silju Björk Huldudóttur
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar, hefur
lagt fram á Alþingi frumvarp um að
sett verði ákvæði um opinber hluta-
félag í lög um hlutafélög. Meðflutn-
ingsmenn eru sjö aðrir þingmenn
Samfylkingarinnar.
Opinbert hlutafélag er í frum-
varpinu skilgreint sem félag sem ís-
lenska ríkið eða sveitarfélag hefur
sömu tengsl við og móðurfélag hef-
ur við dótturfélag. „Þegar um op-
inbert hlutafélag er að ræða er þó
nægjanlegt að hluthafi sé einn,“
segir í frumvarpinu. Meðal annars
er lagt til að í hlutafélagalögin verði
bætt við greinum sem kveða á um
að hlutur íslenska ríkisins í op-
inberu hlutafélagi verði ekki seldur
nema fyrir liggi samþykki Alþingis.
Sömuleiðis verði hlutur sveitarfé-
lags í opinberu hlutafélagi ekki
seldur nema fyrir liggi samþykki
sveitarstjórnar. Auk þess er mælt
fyrir um hlutfall kynja í stjórn op-
inbers hlutafélags.
Í greinargerð segir m.a. að það
hafi færst mjög í aukana, á und-
anförnum árum, að stofnuð séu
hlutafélög um rekstur á vegum hins
opinbera. „Oft hefur það verið und-
anfari einkavæðingar, þ.e. fyrirtæki
er breytt í hlutafélag til að koma
því í söluhæft form,“ segir í grein-
argerðinni.
Þar segir ennfremur að því sé
ekki að neita að talsverðrar tor-
tryggni gæti í garð stjórnvalda um
hugmyndir þeirra um að breyta op-
inberum fyrirtækjum í hlutafélög.
Margir telji einsýnt að það sé gert
til að auðvelda sölu þeirra á síðari
stigum. Í frumvarpinu er því m.a.
lagt til að samþykki alþingismanna
og/eða sveitarstjórnarmanna þurfi
til ef selja eigi hlut ríkis eða sveit-
arfélags í hlutafélagi.
Vilja ákvæði
um opinber
hlutafélög