Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 22

Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 22
22 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Alþjóðleg, samkirkjuleg bænavika 2006: „Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra“Matt.18:20 Alþjóðleg, samkirkjuleg bænavika verður haldin dagana 22.-29. janúar 2006. Bænavikan er haldin árlega um þetta leyti og er þá beðið fyrir ein- ingu kristins fólks um heim allan. Haldnar verða bænastundir og samkomur víða á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, þar sem trúfélög sameinast um helgihald. Allir eru velkomnir á samverustundir bænavikunnar. Dagskrá bænavikunnar: Sunnudagur 22. janúar: Kl. 11:00 Útvarpsmessa í Árbæjarkirkju með þátttöku allra trúfélaganna. Kl. 20:00 Samkoma hjá Íslensku Kristskirkjunni, Fossaleyni 14, Reykjavík. Mánudagur 23. janúar: Kl. 12:00 Bænastund í Friðrikskapellu, Reykjavík. Kl. 20:00 Aftansöngur í St. Jósefskirkju, Jófríðarstöðum, Hafnarfirði. Kl. 20:00 Bænastund í Hvítasunnukirkjunni, Skarðshlíð 20, Akureyri. Þriðjudagur 24. janúar: Kl. 12:00 Bænastund í Veginum, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Kl. 20:00 Bænastund í umsjá Aðventista í Sunnuhlíð í félagsheimili KFUM og KFUK, Akureyri. Miðvikudagur 25. janúar: Kl. 12:00 Bænastund í Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík. Kl. 20:00 Samkoma í Kristskirkju, Landakoti, Reykjavík. Kl. 12:00 Bænastund á Hjálpræðishernum, Hvannavöllum 10, Akureyri. Fimmtudagur 26. janúar: Kl. 12:00 Bænastund í Hallgrímskirkju, Reykjavík. Kl. 20:00 Samkoma á Hjálpræðishernum, Kirkjustræti 2, Reykjavík. Kl. 12:00 Kyrrðar- og fyrirbænastund í Akureyrarkirkju, Eyrarlandsvegi. Föstudagur 27. janúar Kl. 12:00 Bænastund í Veginum, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Kl. 20:00 Samkoma í Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti . Kl. 20:00 Aftansöngur í Kaþólsku kirkjunni, Péturskirkju, Hrafnagilsstræti 2, Akureyri. Laugardagur 28. janúar Kl. 20:00 Lokasamkoma í Veginum, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Sunnudagur 29. janúar Bænaviku lýkur í guðsþjónustum safnaðanna. Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga Kirkja Aðventista, Fríkirkjan Vegurinn, Hvítasunnukirkjan, Hjálpræðis- herinn, Íslenska Kristskirkjan, Kaþólska kirkjan, Óháði söfnuðurinn og Þjóðkirkjan. RANNSÓKNIN á umfangsmiklum fölsunum norska læknisins Jon Sud- bøs er að fara af stað en stefnt er að því, að henni verði lokið 1. apríl næst- komandi. Margt bendir nú til, að svikin snúist ekki aðeins um rann- sóknaniðurstöður í grein Sudbøs í breska læknatímaritinu The Lancet í október sl., heldur einnig í fyrri greinum hans í öðrum vísindatímarit- um. Ljóst er nú, að Sudbø bjó til nöfn upp undir 1.000 manns eða sjúklinga, sem komu við sögu í rannsókninni, sem hann greindi frá í The Lancet. Vekur það sérstaka athygli hve margir þeirra eiga einn og sama af- mælisdaginn. Þá er líka komið á dag- inn, að tvær norskar eftirlitsstofnanir með rannsóknum, sem Sudbø hefur jafnan vísað til í vísindagreinum sín- um, hafa ekki fengið rannsóknanið- urstöður hans til umsagnar og því ekki lagt blessun sína yfir þær. Styrkir þetta grunsemdir um, að Sudbø hafi stundað svikastarfsemina lengi. Upp um Sudbø komst þegar norsk- ur vísindamaður hugðist nota ýmis- legt, sem fram kemur í Lancet-grein- inni, við þær faraldsfræðilegu rannsóknir, sem hann vinnur að. Anders Ekbom, prófessor við Kar- ólínsku stofnunina í Stokkhólmi, sem stjórnar rannsókninni á Sudbø, segir, að mikilvægt sé að komast að því hvað hafi vakað fyrir honum með fölsununum en augu manna hafa einnig beinst að eiginkonu Sudbøs, Wönju Kildal, en hún hefur verið meðhöfundur manns síns að mörgum greinum og samstarfsmaður hans á geislalækningadeild ríkissjúkrahúss- ins í Ósló. Áfall fyrir norrænu ríkin Ekbom segir í viðtali við norska fjölmiðla, að Sudbø-málið sé grafal- varlegt. Norrænir vísindamenn séu í miklum metum um allan heim og því séu svikin ekki bara áfall fyrir Noreg, heldur öll norrænu ríkin. Sudbø hefur fengið marga styrki frá norskum rannsóknasjóðum, sjúkrahúsum og öðrum stofnunum síðustu fimm árin, líklega hátt í 50 millj. ísl. kr., og nú er verið að kanna hvort unnt sé að heimta þetta fé aftur að einhverju leyti. Allt þetta fé hverf- ur þó í skuggann fyrir styrknum, sem Sudbø fékk frá bandarísku krabba- meinsstofnuninni, en hann var um 640 millj. ísl. kr. Ekki er enn ljóst hvað hún hyggst fyrir í þessu efni. Vaxandi grunur um langa svikasögu Jon Sudbø falsaði nöfn sjúklinga og laug til um blessun eftirlitsstofnana Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is VAXANDI líkur voru í gær taldar á að Anibal Cavaco Silva nái ekki til- skildum meirihluta atkvæða í forseta- kosningunum, sem fram fara í Portú- gal á sunnudag. Cavaco Silva, sem er fyrrum forsætisráðherra landsins en fer nú fram sem óháður, hefur haft yfirburði í skoðanakönnunum. Þykir nær fullvíst að hann verði kjörinn for- seti þótt önnur umferð kunni að reyn- ast nauðsynleg. Raunar mældist fylgið við Cavaco Silva 52,7% í könnun, sem birt var á fimmtudag. Það hafði hins vegar minnkað nokkuð þar eð 61% að- spurðra kvaðst ætla að styðja hann þegar kosningabaráttan hófst form- lega 8. þessa mánaðar. Sósíalistinn Jorge Sampaio hefur verið forseti Portúgals síðustu tíu ár- in. Stjórnarskrá landsins mælir fyrir um að sami maður megi aðeins gegna embættinu tvö fimm ára kjörtímabil. Hanibal Cavaco Silva er jafnaðar- maður en helsti keppinautur hans er sósíalistinn Manuel Alegre, sem fram fer einnig sem óháður. Hann er þing- maður og þekkt skáld. Fylgi við Alegre mældist á fimmtudag 19,2%. „Síðustu vísbendingar hafa valdið óróa í herbúðum forsætisráðherrans fyrrverandi. Svo virðist sem nokkur bananahýði hafi verið lögð á sigur- brautina glæstu,“ sagði í forustugrein dagblaðsins Correio da Manha á mið- vikudag. Sex menn eru í framboði í forseta- kosningunum. Samkvæmt stjórnar- skrá landsins þarf forseti að hafa meirihluta greiddra atkvæði að baki sér. Fáist slík niðurstaða ekki er boð- að til annarrar umferðar þar sem kos- ið er á milli tveggja þeirra efstu. Komi til hennar ganga Portúgalar að nýju að kjörborðinu 12. febrúar. Forseti Portúgals hefur lítil form- leg völd en getur þó leyst upp þing, boðað til þingkosninga og skipað for- sætisráðherra á grundvelli kosninga- úrslita. Hanibal Cavaco Silva er 66 ára gamall. Í forsætisráðherratíð hans, á árunum 1985 til 1995, ríkti umtals- verður og stöðugur hagvöxtur í Portúgal. Nú hefur heldur syrt í álinn í efnahagsmálum þjóðarinnar og minnir frambjóðandinn óspart á það. Hann hefur undanfarna daga ákaft hvatt Portúgala til að nýta sér kosn- ingaréttinn. Segir hann góða þátt- töku og ótvíræðan sigur sinn fallinn til að tryggja pólitískan stöðugleika. Cavaco Silva fer sem fyrr sagði fram sem óháður frambjóðandi þótt hann hafi forðum farið fyrir Jafnaðar- mannaflokknum. Flokkurinn, sem telst hægri flokkur í portúgölskum stjórnmálum, hefur lýst yfir stuðn- ingi við hann og það sama hefur hinn hægri sinnaði Þjóðarflokkur gert. Á vinstri vængnum slást fimm frambjóðendur um hylli kjósenda. Sósíalistaflokkurinn, sem fór með stóran sigur af hólmi í þingkosning- unum í febrúarmánuði í fyrra, styður Mario Soares, sem tvívegis hefur ver- ið kjörinn forseti landsins. Soares var enda einn af stofnendum flokksins á sinni tíð. Þeir þrír frambjóðendur, sem ótaldir eru, tilheyra jaðarflokk- um og eru ekki taldir eiga möguleika á góðum árangri í kosningunum á sunnudag. Fullvíst þykir að vinstri menn sam- einist að baki einum frambjóðanda komi til annarrar umferðar. Ef marka má skoðanakannanir mun Cavaco Silva sigra í síðari um- ferðinni hvort sem hann mætir Alegre eða Soares. Brugðist við áhugaleysi með matarboðum Stjórnmálafræðingar segja að mik- ið fylgi við óháða frambjóðendur sé til marks um hnignun flokkakerfisins í Portúgal. Traust almennings í garð stjórnmálaflokka fari sýnilega minnkandi. Þessa hafa raunar sést merki í kosningabaráttunni. Kosn- ingastjórar segja erfitt að laða kjós- endur á fundi til að hlýða á málflutn- ing stjórnmálamanna. Við þessu áhugaleysi hafa menn reynt að bregðast með ýmsum hætti. Einna árangursríkast hefur reynst að bjóða kjósendum „út að borða“. Cavaco Silva skipulagði t.a.m. 24 hádegis- og kvöldverði fyrir kjósendur í kosn- ingabaráttunni. „Fínir“ stuðnings- menn og „mikilvægir“ hafa fengið boð um að snæða með frambjóðand- anum á góðum veitingastöðum en al- þýðu manna hefur verið boðinn skyndimatur á pappadiskum. Áætlað er að alls hafi 130.000 manns snætt með frambjóðendunum öllum í kosn- ingabaráttunni. Cavaco Silva á sigur vísan í Portúgal Áhugaleysi og tortryggni í garð stjórnmálaflokka hefur einkennt bar- áttu fyrir forsetakosningar á morgun Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is ’Svo virðist sem nokkur bananahýði hafi verið lögð á sigur- brautina glæstu.‘ AP Anibal Cavaco Silva ávarpar stuðn- ingsmenn sína í Viseu á fimmtudag. París. AP. | Óábyrg ummæli, jafnvel hættuleg. Þennan dóm fengu yf- irlýsingar Jacques Chirac Frakk- landsforseta hjá ýmsum álitsgjöfum í Evrópu í gær en Chirac sagði á fimmtudag að „hryðjuverkaríki“ sem réðust gegn Frakklandi, ættu yfir höfði sér gagnárás þar sem kjarnorkuvopnum yrði beitt. Ráðgjafar forsetans bentu á að Chirac hefði ekki nefnt neitt eitt ríki í þessu samhengi en leiðarahöf- undar dagblaða víða í Evrópu gáfu sér þó að forsetinn hefði Íran í huga, hugsanlega Norður-Kóreu. Þykir mörgum tímasetning ræð- unnar óheppileg en Frakkar, Bret- ar og Þjóðverjar hafa verið að reyna að fá stjórnvöld í Íran til að heita því að þau muni ekki hefja framleiðslu á kjarnavopnum. „Jacques Chirac er fábjáni,“ sagði blaðið De Morgen í Belgíu. „Hann lifir í heimi þar sem Frakk- land er ekki lengur heimsveldi, en hann hagar sér samt ennþá eins og veldi Napóleons sé enn til staðar.“ Og El Pais á Spáni sagði ræðu Chir- acs „róttæka og hættulega“. Ummæli Chiracs gagnrýnd ÞAÐ kom Lundúnabúum algerlega í opna skjöldu þegar hvalur, líklega stökkull af höfrungaætt, sást skyndilega á ferð um Thames-á þar sem hún rennur um miðborg Lundúna. Ekki hefur áður sést til hvals á þessum slóðum en þessi hvalategund lifir aðallega á djúpsjávarsvæði og óttuðust menn að stökkullinn ætti eftir að lenda í vandræðum. Hvalurinn vakti hins vegar sem skilja má mikla athygli vegfarenda og brutust m.a. út fagnaðarlæti þegar hann sást blása skammt frá þinghúsinu í West- minster. Talsverður viðbúnaður var af hálfu yfirvalda en hugsanlegt var talið að hjálpa þyrfti hvalnum ef hann lenti á grynn- ingum. Á myndinni sést Edwin nokkur Timwell reyna að vísa hvalnum burt frá bakka Thames-ár við Battersea-brúna en hætta var talin á að hann gæti strandað þar. AP Villtur í miðborg Lundúna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.