Morgunblaðið - 21.01.2006, Page 24

Morgunblaðið - 21.01.2006, Page 24
24 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi Hlíðasmára 19 - sími 564 6410 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum fullgildum félögum í sjálfstæðisfélögunum í Kópavogi. Þá er heimil þátttaka öllum stuðningsmönnum flokksins sem verða orðnir 18 ára 27. maí næstkomandi og hafa undirritað inntökubeiðni í sjálfstæðisfélögin í Kópavogi fyrir lok kjörfundar. verður haldið í dag, laugardaginn 21. janúar 2006, í félagsheimili Sjálfstæðismanna að Hlíðasmára 19 (sama húsi og SPK). Kjörfundur hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 18:00. Mætum snemma á kjörstað og tökum virkan þátt! Margt þykir benda til þess aðHillary Clinton, öld-ungadeildarþingmaður frá New York og fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, hyggist sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna 2008. Næði Clinton settu marki yrði hún fyrsta konan til að vera frambjóðandi stóru flokkanna tveggja í forseta- kosningum. Nokkur umræða hefur verið um það vestra síðustu daga hvort kona muni hugsanlega setjast í stól forseta á allra næstu árum. Kemur það m.a. til af ummælum sem Laura Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, lét falla í þann mund sem hún hélt af stað í ferðalag til Afríku til að vera við- stödd embættistöku Ellen Sirleaf- Johnson, nýs forseta Líberíu, en hún er fyrsta konan til að gegna embætti lýðræðislega kjörins þjóðhöfðingja í Afríku. En það bar til tíðinda í vikunni einnig að kona, Michelle Bachelet, var kjörin forseti Chile í fyrsta skipti. Nokkrum dögum fyrr hafði Bush raunar lýst því yfir að hún óskaði þess heitt að Condoleezza Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, færi í framboð fyrir Repúblik- anaflokkinn vegna kosning- anna 2008. Eftir sem áður þykir heldur líklegra að það verði demókratar sem bjóði upp á konu sem forsetaefni í kosningunum 2008; Hillary Clinton hefur ekki gefið yf- irlýsingu um að hún hyggist sækjast eftir útnefningunni en flestir virðast telja að hún stefni leynt og ljóst að því. Þykir Clinton hafa það framyfir Rice að hún hefur á sínum ferli háð og unnið sigur í kosningum. Rice hef- ur á hinn bóginn aldrei farið í fram- boð eða verið kjörin til ábyrgð- arstarfa. Á digran kosningasjóð Menn eru ekki á einu máli um möguleika Clinton á því að tryggja sér útnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna 2008. Ein stór hindrun virðist þó úr veginum; því var lengi haldið fram að repúblik- anar myndu leggja sig svo fram um að koma í veg fyrir endurkjör Hillary Clinton í þingkosningunum í haust að hún myndi með engu móti geta farið að leggja drög að forseta- framboði fyrr en þá eftir kosningar. Það hefði þrengt mjög stöðu Clint- on því að fyrstu forkosningar demó- krata, í Iowa-ríki, fara fram aðeins rúmu ári eftir þingkosningarnar, en það telst stuttur undirbúningstími fyrir forsetaframbjóðanda. Ekki þarf að taka fram að það myndi skaða Clinton verulega ef henni tækist ekki að verja þingsætið. En repúblikönum hefur gengið illa að finna vænlegan frambjóðanda til að fara gegn Clinton, sem hefur þýtt að hún hefur getað haft sig mjög í frammi á landsvísu og þannig lagt grunn að forsetaframboði. Banda- rískir fjölmiðlar fjölluðu t.a.m. ítar- lega um heimsókn hennar á hamfara- svæðin í New Orleans og Clinton hefur raunar verið á ferðalagi um Bandaríkin þver og endilöng til að safna í kosningasjóði sína, í úttekt The New York Times í vikunni kom fram að hún hefði nú þegar yfir að ráða 13,8 milljónum Bandaríkjadala. Jafnframt hefur hún komið fram á styrktarsamkomum fyrir aðra demó- krata, en Clinton þykir alltaf líkleg til að draga marga að; þannig hefur hún verið að vinna sér inn góðvild ann- arra demókrata, sem sjálfsagt mun nýtast henni þegar fram í sækir. Clinton þarf hins vegar að vara sig á því að áður en hún getur farið í for- setaframboð þarf hún að verja þing- sæti sitt í kosningum í haust. En það er gömul saga og ný að kjósendur kunna lítt að meta það ef hugur frambjóðanda stefnir í raun allt annað; þ.e. ef augljóst er að til- tekinn frambjóðandi hyggist ekki staldra lengi við heldur nota sigurinn til að klífa hærra. Clinton hefur því þurft að feta sig varlega í undirbúningi vegna forseta- framboðs 2008 og hún segist sjálf eingöngu vera að hugsa um þing- kosningarnar í haust. Viðmælendur The New York Tim- es segja hins vegar að Clinton hafi fram til þessa tekist að feta þetta ein- stigi slysalaust. Staða hennar í New York þykir sterk, á sama tíma og henni hefur tekist að undirbúa jarð- veginn fyrir forsetaframboð. Annað sem þykir benda til að Clinton hyggist reyna að feta í fót- spor bónda síns, Bills Clinton, er sú staðreynd að hún hefur markvisst unnið að því að breyta ímynd sinni, endurskapa sig sem miðjukonu, sem frambjóðanda sem geti höfðað til meginþorra almennings í forseta- kosningum en ekki bara mennta- elítunnar á austurströndinni. Til marks um þetta er nefnt að Clinton hefur verið einn af fáum þingmönnum demókrata sem stutt hafa framgöngu Bandaríkjahers í Írak. Hún hefur líka gerst íhaldssöm í samfélagsmálum; hefur m.a. gerst talsmaður þess að stemma þurfi stigu við útbreiðslu ofbeldisfullra tölvuleikja og hún hefur einnig held- ur tekið sveig til hægri í afstöðu sinni til fóstureyðinga. Og fyrir um ári var mjög í fréttum að Clinton hefði fundið Guð; en Clint- on hélt þá nokkrar ræður þar sem hún úttalaði sig um mikilvægi trú- arinnar, sem túlkað var þannig að hún vildi nálgast Bandaríkjamenn sem hún ella gæti aldrei gert ráð fyr- ir að myndu kjósa hana í forseta- kosningum. Má rifja upp í þessu samhengi að Bill Clinton sagði í ræðu eftir að George W. Bush var endurkjörinn forseti í hittiðfyrra að demókratar yrðu að hætta að „væla“ yfir sigri hans og einhenda sér þess í stað í að bæta ímyndina. Sagði Clinton að re- públikönum hefði tekist að fá kjós- endur í strjálbýli og litlum borgum til að halda að Demókrataflokkurinn tryði ekki á Guð og fjölskylduna, legði ekki áherslu á vinnusemi og frelsi. Má leiða að því líkum að Hillary Clinton sé sammála þessu mati bóndans og að hún hafi þessar staðreyndir að leiðarljósi á vegferð sinni til þess að verða vænlegur for- setaframbjóðandi. Allt galopið á vinstri vængnum? Eftir sem áður er Hillary Clinton umdeild manneskja og í nýlegri grein í The Economist er því velt upp hvort það hafi e.t.v. verið mistök hjá Clinton að gefa sér að vinstrimenn í Bandaríkjunum myndu fylkja sér um hana, að fylgi hennar þar væri tryggt og að því gæti hún notað tækifærið og reynt að milda ímynd sína í hug- um kjósenda á miðjunni eða þeirra sem sveigjast til hægri. Er þeim möguleika velt upp að hún hafi e.t.v. með hamskiptum sín- um skilið eftir sóknarfæri fyrir aðra hugsanlega frambjóðendur í röðum demókrata, sem kynnu að keyra til vinstri. Bendir greinarhöfundur á að reiðin meðal margra demókrata vegna Íraksstríðsins sé slík að þeir geti einfaldlega aldrei lagt lag sitt við nokkurn, sem styður aðgerðirnar þar eða er hálfvolgur í afstöðu sinni. Eru þeir Russ Feingold og John Edwards nefndir til sögunnar í þessu sambandi, en báðir hafa þeir talað mjög gegn Íraksstríðinu. Og svo eru þeir demókratar til sem segja að það sé sama hversu mikið Clinton reynir að breyta ímynd sinni; að hún verði alltaf holdgerv- ingur villta vinstrisins í huga margra kjósenda, sem þar af leiðandi muni aldrei kjósa hana í nægilega ríkum mæli til að hún geti náð kjöri sem forseti. Benda menn á að þegar sé til stað- ar ákjósanlegur valkostur Demó- krataflokksins, sem eigi mun auð- veldar með að fara fram sem miðjumaður í forsetakosningum. Ræðir hér um Mark Warner, fyrr- verandi ríkisstjóra í Virginíu, sem gat sér gott orð fyrir störf sín – og það í ríki sem jafnan hefur hallað sér að repúblikönum í landsmálum, rétt eins og flest önnur ríki í suðurhluta Bandaríkjanna. Er bent á í því sam- hengi að ríkisstjórum gengur jafnan betur en þingmönnum í forsetakosn- ingum; raunar hefur það aðeins einu sinni gerst á síðustu 100 árum, að demókrati úr öldungadeildinni hefur verið kosinn forseti. Reuters Hillary Clinton hefur verið þingmaður fyrir New York-ríki síðan árið 2001. Farin að leggja drög að forsetaframboði Fréttaskýring | Það er ekkert sem bendir til að Hillary Clinton muni lenda í erfiðleikum með að verja þingsæti sitt í haust. Davíð Logi Sigurðsson segir spurninguna þá hvort Clinton eigi útnefningu demókrata vegna forsetakosninga 2008 vísa. david@mbl.is Condoleezza Rice ’[…] Clinton […] hefurmarkvisst unnið að því að breyta ímynd sinni, endurskapa sig sem miðjukonu […]‘ Ankara. AFP. | Áfrýjunardómstóll í Tyrklandi hefur úrskurðað að Mehm- et Ali Agca, manninum sem reyndi að ráða Jóhannes Pál II. páfa af dögum árið 1981, beri að fara aftur í fangelsi. Snýr dómstóllinn með ákvörðun sinni við úrskurði dómstóls í Ankara 12. janúar sl. sem veitti Agca frelsi. Fregnir hermdu að Agca hefði verið handtekinn. Agca hafði setið næstum 25 ár í fangelsi, fyrst á Ítalíu og svo í Tyrk- landi, þegar honum var sleppt úr haldi 12. janúar sl. Tyrknesk stjórn- völd áfrýjuðu úrskurði dómstólsins í Ankara og í gær komst áfrýjunar- dómstóll að þeirri niðurstöðu að aldr- ei hefði átt að sleppa Agca úr haldi. Er það niður- staða dómsins að Agca eigi að sitja lengur í fangelsi vegna brota sem hann framdi í Tyrklandi áður en hann reyndi að myrða páfa, þ.e. bankaráns og morðs. Áður hafði dómstóll á lægra dómstigi komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að draga frá fangelsisdómi Agc- as í Tyrklandi þann tíma sem hann hafði þegar afplánað á Ítalíu. Mehmet Ali Agca Agca aftur í fangelsi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.