Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 28

Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 28
28 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI TÆPLEGA 59% íbúa á Akureyri segjast ánægð ef svæðið þar sem Akureyr- arvöllur er nú yrði skipu- lagt að nýju, en 26% bæj- arbúa vilja halda íþróttavellinum í óbreyttri mynd. Þetta er niðurstaða viðhorfskönnunar sem IMG Gallup gerði í desem- ber síðastliðnum, dagana 9. til 15. fyrir Þyrpingu, en tekið var 600 manna slembiúrtak íbúa á Akur- eyri, 18 til 75 ára og var svarhlutfallið 67,4%. Niðurstaða könnunar- innar var kynnt á fundi í gær, sem og einnig áform Þyrpingar um að reisa nýja Hagkaupsverslun í mið- bænum. Þyrping hefur tekið þátt í verkefninu Akureyri í öndvegi, sem miðar að því að efla miðbæ Akureyrar. Forsvarsmenn Þyrpingar hafa áhuga á að um 4.500 fermetra Hag- kaupsverslun á sunnanverðum Ak- ureyrarvelli og jafnframt að leggja stóran hluta vallarins undir almenn- ingsgarð. Á vegum verkefnisins Akureyri í öndvegi var haldið íbúaþing haustið 2004 sem um 10% bæjarbúa sóttu, en í framhaldinu lagði sérstakur stýrihópur bæjarstjórnar fram til- lögur um framtíðarskipulag miðbæj- arins. Stýrihópurinn lagði til að nýt- ingu vallarsvæðisins yrði breytt, m.a. að þar yrðu byggðar íbúðir og gerður skemmtigarður. G. Oddur Víðisson, framkvæmda- stjóri Þyrpingar, sagði að ný og stærri Hagkaupsverslun í miðbæ Akureyrar myndi án efa styrkja verslun í miðbænum, en á vegum fé- lagsins hefur að undanförnu verið unnið að því að móta tillögur að upp- byggingu á íþróttavellinum. Jóhannes Jónsson, stjórnarmaður í Þyrpingu, sagði að núverandi Hag- kaupsverslun úrelta og endurnýjun- ar væri þörf. Versluninni byðust lóð- ir við Sjafnarhúsið í útjaðri bæjarins, á lóð fyrrverandi Nettó- verslunar við Krossanesbraut og þá hefði verið bent á Sjallareitinn svo- nefnda í miðbæ Akureyrar. Hann hefði verið skoðaður, en útlokað væri að reka verslun af því tagi sem félagið hefði hug á á þeim stað. Bæjaryfirvöld hafa enn ekki tekið ákvörðun um hvað gert verður við Akureyrarvöll, en forsvarsmenn Þyrpingar segjast geta hinkrað við fram yfir kosningar í vor, varla leng- ur. „Við erum tilbúin til að bíða fram á vorið með ákvörðun, en varla leng- ur,“ sagði Oddur, en með því að gera viðhorfskönnun meðal bæjarbúa vill félagið ýta undir umræður um málið á meðal bæjarbúa. Spurður um hversu háa upphæð félagið væri tilbúið til að borga fyrir lóðina á Ak- ureyrarvellinum nefndi Oddur að ákveðin tala hefði verið nefnd við bæjaryfirvöld. „Við höfum nefnt tölu sem við erum tilbúin til að greiða fyrir lóðina,“ sagði hann og einnig að ef of hátt verð yrði sett upp myndi félagið ekki byggja þar, heldur ann- ars staðar. Oddur sagði að um 25–30 þúsund manns legðu leið sína í Hagkaup á Akureyri í hverjum mánuði að jafn- aði, en gera mætti ráð fyrir að fjöld- inn yrði á bilinu 50 til 75 þúsund í nýrri verslun í miðbænum. Það myndi án efa styrkja aðra verslun í miðbænum auk þess sem fyrirhugað væri að ýmsar sérverslanir, kaffihús og fleira yrði þar innandyra. Tillaga Þyrpingarmanna var kynnt bæjarstjórn og fulltrúum í skipulagsnefnd í október á liðnu ári og í framhaldi af ábendingum sem fram komu var byggingin færð lengra undir brekkuna, þannig að minna bæri á henni auk þess sem fjölbreytni var aukin í almennings- garði. Skýr afstaða um hver afdrif Akureyrarvallar yrði kom ekki fram á þessum fundi að sögn Þyrping- armanna, en Oddur sagði að betra væri að fá nei strax, ætluðu yfirvöld sér að halda vellinum í óbreyttri mynd. „Þá væri hægt að snúa sér að öðrum verkefnum.“ Þyrping kannar viðhorf bæjarbúa til nýs skipulags á Akureyrarvelli Tæp 60% vilja breyta til, en 26% hafa völlinn áfram Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Þyrping hefur áhuga fyrir að reisa nýja Hagkaupsverslun á Akureyrarvelli sem og almenningsgarð. Á myndinni er horft yfir vallarsvæðið úr austri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ragnar Sverrisson, Akureyri í önd- vegi, og Jóhannes Jónsson í Bónus, stjórnarmaður í Þyrpingu. NÝTT skipafélag, Byr, mun á næstunni hefja reglubundnar sigl- ingar milli Akureyrar og hafna í Evrópu. Skipafélagið er í eigu Norðmanna og kynnti stjórnar- formaður þess, Tommy Bönsnæs áformin á fundi í vikunni. Kapp- kostað verður að bjóða góða þjón- ustu á samkeppnishæfu verði, en félagið hefur tekið á leigu fimm til sex þúsund tonna gámaflutninga- skip sem getur flutt á bilinu fjögur til fimm hundruð gáma í senn. Yf- irbyggingu félagsins verður hald- ið í lágmarki m.a. til að tryggja lág flutningsgjöld, en þó verður þess gætt að félagið hafi fjárhagslega burði til að halda úti skiparekstri með litlum tekjum fyrstu árin. Atvinnuþróunarfélag Eyja- fjarðar hefur haft þetta mál til skoðunar að undanförnu, m.a. í því skyni að lækka flutningskostn- að fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæð- inu og bæta þar með samkeppn- ishæfni þeirra. Vænlegasta leiðin þótti að koma á beinum flutning- um frá Eyjafirði og til helstu markaða í Evrópu. Eftir að félagið hefur siglingar munu fyrirtæki norðan heiða því ekki þurfa að aka vörum sínum í stórum stíl milli landshluta, Norðurlands og höf- uðborgarsvæðisins. Forsvarsmenn Byrs hafa trú á því að markaðurinn norðan heiða sé nægilega stór til að halda úti reglubundnum áætlunarsigling- um til og frá Akureyri og til Evr- ópuhafna. Á árunum 1999 til 2004 nam heildarinnflutningur vara með skipum til þessa landshluta um 220 þúsund tonnum, 7,3% heildarinnflutnings til landsins en útflutningur nam um 160 þúsund tonnum, sem er 8,9% af heildar- útflutningi landsmanna. Áfangastaðir verða að líkindum Akureyri, Immingham í Bret- landi, Rotterdam í Hollandi, Hamborg í Þýskalandi og Árhús í Danmörku. Reglubundnar siglingar hefjast til Evrópuhafna Sunnuból | Skólanefnd Akureyr- ar hefur falið deildarstjóra að leita samninga við eigendur húsnæðis þar sem leikskólinn Sunnuból hef- ur verið til húsa á liðnum árum, í Móasíðu 1. Samningurinn yrði til allt að sjö ára á grundvelli gagna sem kynnt voru á fundi nefnd- arinnar, en þar voru lagðar fram hugmyndir að nýjum leigusamn- ingi ásamt yfirliti yfir áætlaða þörf fyrir leikskólarými árin 2006 til 2011 Áætlað er að þörf sé fyrir nýjan leikskóla fyrir um 170 börn í Síðu- og Hlíðahverfum á næstu ár- um.    Kvika | Arna Valsdóttir sýnir verkið – Kvika – í Galleríi Boxi, Kaupvangsstræti 10 á Akureyri. Sýningin verður opnuð í dag, laug- ardaginn 21. janúar kl. 16 og stend- ur til 11. febrúar. Gallerí Box er op- ið fimmtudaga og laugardaga frá kl. 14–17. Vetraríþróttir | Vetraríþrótta- miðstöð Íslands (VMÍ) boðar til ráð- stefnu um vetraríþróttir 26. og 27. janúar 2006 á Hótel KEA á Ak- ureyri. Fjölmargir fyrirlestrar verða í boði, m.a. mun Einar Svein- björnsson veðurfræðingur fjalla um sveiflur undanfarinna ára í ís- lenskri vetrarveðráttu og hvert stefni í þeim efnum, fjallað verður um verkefnið Skíði, skautar og skóli sem Akureyrarkaupstaður hefur staðið að síðastliðin þrjú ár og Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður VMÍ, mun segja frá snjóframleiðslukerfinu í Hlíð- arfjalli. Skráning er á netfangið ol- ina@akureyri.is. Lokadagur skrán- ingar er þriðjudagurinn 24. janúar. Nánari upplýsingar eru á www.vmi.is    Fjölskylduhátíð í Landsbankanum við Ráðhústorg, Akureyri, í dag kl. 14.00–16.00 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 30 93 0 0 1/ 20 06 Allir leystir út með gjöfum – Hlökkum til að sjá þig! • Kl. 14.00 Sproti tekur á móti gestum • Kl. 14.15 Birta og Bárður • Kl. 14.50 Leikfélag Akureyrar sýnir atriði úr Hryllingsbúðinni • Kl. 15.20 Vormenn Íslands, tenórsöngvararnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Ólafur Kjartan Sigurðsson og Óskar Pétursson, þenja raddböndin við undirleik Jónasar Þóris

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.