Morgunblaðið - 21.01.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.01.2006, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JANÚAR Þrír framtakssamir karlarréðust í það stórvirki aðfara á ellefu vikna nám-skeið hjá Heimilisiðn- aðarfélagi Íslands í haust, þar sem þeir þiggja leiðsögn hjá kenn- urunum Guðrúnu Hildi Rosenkjær og Oddnýju Kristjánsdóttur í því að sauma á sig íslenska herrabúning- inn. Þær Guðrún og Oddný segja mjög mikla vinnu felast í því að sauma slíkan búning, því það sé að langmestum parti handavinna. Öll hnappagöt eru til dæmis handgerð en þau eru hvorki meira né minna en um fimmtíu talsins á einum slíkum búningi. Félagarnir þrír voru mjög áhugasamir og stóðu sig vel, þó svo að þeir hafi ekki þá reynslu sem þær konur sem sátu með þeim á nám- skeiðinu hafa í saumaskap. Þær létu sig ekki muna un að sauma herra- búning ýmist á eiginmenn eða syni og tvær þeirra ætluðu að gera tvo búninga, enda áttu þær tvo syni heima sem biðu spenntir eftir af- rakstrinum og ætluðu að skarta bún- ingunum á þjóðhátíðardaginn í sum- ar. Og ein kvennanna í hópnum vílaði ekki fyrir sér að sauma herra- búning í sjálfboðavinnu fyrir Heim- ilisiðnaðarfélagið. Opið hús í dag Á síðustu árum hefur verið mikil vakning á eldri gerðum íslensku þjóðbúninganna, hvort sem það er faldbúningur, skautbún- ingur, kyrtill, 19. aldar upphlutur eða íslenski herrabúningurinn. Í nokk- ur ár hefur verið boðið upp á námskeiðaröð í því að sauma þessa eldri gerð búninganna og er Heimilis- iðnaðarfélag Íslands eini aðilinn sem veitir þessa þjónustu. Í dag klukkan 11–13 verður opið hús hjá Heim- ilisiðnaðarfélaginu Lauf- ásvegi 2, þar sem kynntir verða íslenskir herrabún- ingar og faldbúningar, sýn- ing á vinnubrögðum þeim tengdum, veittar upplýs- ingar um hvernig skal klæðast búningunum sem og upplýsingar um nám- skeiðin sem kennd eru við Heimilisiðnaðarskólann. Aðgangur er ókeypis.  HANDVERK | Jafnræði með kynjunum á skemmtilegu saumanámskeiði Sauma sjálfir sinn íslenska herrabúning Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is KRYDDTEGUNDIR Rajah Mild Madras Curry Powder og Rajah Hot Madras Curry Powder í 100 g dósum hafa verið innkallaðar úr öllum verslunum samkvæmt ábend- ingu matvælaeftirlits Umhverf- issviðs Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá heildversl- uninni Karli K. Karlssyni. „ Í ljós hefur komið að snefill (0,99-1,5 mg/kg) af litarefninu Súdan er í dósum úr þremur framleiðslulotum, sem merktar eru með síðasta söludegi 30.06.2007, 30.07.2007 og 31.07.2007. Strangar reglur gilda um viðmiðunarmörk á þessu efni í matvöru hérlendis. Frekari dreifing vörunnar hefur þegar verið stöðvuð. Um- rædd kryddtegund á nú hvergi að vera lengur til sölu. Inn- flutningur vörunnar hefur sömuleiðis verið stöðvaður á meðan skýringa er beðið frá framleiðanda. Innflutningur verður ekki hafinn að nýju fyrr en tryggt er að umrætt lit- arefni sé undir leyfilegum við- miðunarmörkum. Heildversl- unin biður kaupendur vörunnar velvirðingar á þeim óþægindum sem þeir kunna hugsanlega að hafa orðið fyrir vegna þessa.“ Neytendur eru jafnframt hvattir til þess að skila sem allra fyrst Rajah Mild Madras Curry Powder og Rajah Hot Madras Curry Powder í 100 g dósum með fyrrgreindum dagstimplum. Tekið er við dós- unum hjá heildversluninni Karl K. Karlsson ehf., Skútuvogi 5, 104 Reykjavík. Frekari upplýs- ingar um litarefnið Súdan er hægt að nálgast á vefsíðu Um- hverfisstofnunar, www.ust.is.  NEYTENDUR Krydd inn- kallað vegna ólöglegs litarefnis „ÉG ER búinn að ganga með þetta í maganum í tvö ár, að sauma mér svona föt, og var því heldur betur glaður þegar þetta námskeið fór af stað,“ sagði Ebeneser Bárðarson sem var mjög einbeittur við sauma- skapinn. „En ég er ekki algjör byrj- andi með saumnálina, ég hef stytt buxur af mér og gert annað smá- legt. Konan mín er í Heimilisiðn- aðarfélaginu og mikil áhugamann- eskja um þjóðbúninga, þannig að ég er kannski svolítið litaður af því.“ Hann sagði sér ganga vel að sigrast á erfiðustu málunum í gerð bún- ingsins. „Sumt af því sem við þurf- um að gera virðist óyfirstíganlegt í byrjun en svo kemur þetta allt sam- an.“ Ebeneser ætlar sjálfur að búa til hnappana á fötin og gera þá úr íslenskum reynivið. En eiginkon- una ætlar hann að fá til að prjóna á sig húfu og sokka til að bera við klæðin fín. Mæli með þessu fyrir aðra karla „Þetta eru svo skemmtileg föt að ég ætla vera í þeim eins oft og ég get og auðvitað er frábær tilfinning að ganga í einhverju sem maður hefur gert sjálfur og lagt svona mikið í eins og þessi klæði.“ Eben- eser segir ekki ólíklegt að fötin gætu orðið ættargripur, rétt eins og tíðkast með kvenbúningana. „Ég verð allavega að hækka heim- ilistrygginguna eftir að þetta dýr- mæti bætist inn á heimilið,“ segir Ebeneser í hálfkæringi. Aðspurður segist hann ekki hafa legið á þessu framtaki sínu við vinnufélagana. „Þeir grípa sumir andann á lofti og einn sagði að hann hefði komið með mér á námskeiðið ef hann hefði vitað af því. Ég mæli hiklaust með þessu fyrir aðra karla, því þetta er alveg frá- bært.“  EBENESER BÁRÐARSON Sumir grípa andann á lofti Morgunblaðið/Kristinn Ebeneser tók glaður við leiðsögn og hjálp frá Oddnýju. EINKENNI hans eru: Treyja tví- hneppt og innanundir einnig tví- hneppt vesti. Buxur eru svokallaðar lokubux- ur hnésíðar eða síðar. Efnin í bún- ingnum eru ullarefni; svört, dökkblá, dökkgræn eða brún, svo- nefnt klæði. Skyrtan er ljós úr lér- efti eða hör. Skotthúfan er gjarn- an röndótt en hálsklúturinn einlitur. Sokkabönd og axlabönd voru oft spjaldofin en gátu einnig verið útsaumuð. Þá klæðast menn ullarleistum og sauðskinnsskóm. Tölur á búningnum eru ýmist úr silfri, látúni, tini eða beini. Íslenskur herrabún- ingur frá um 1800 Kossaglaði maðurinn á þessari mynd klæðist herrabúningi frá 1800, eins og þeim sem Bjarni, Valur og Ebeneser eru að sauma sér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.