Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 42
42 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Hafnarstræti 19 Sími 551 1122
Helsinki
Áður 15.600 kr.
10.920 kr.
Normandy
Áður 16.900 kr.
11.830 kr.
Saga
Áður 6.560 kr.
4.590 kr.
Drífa Permatex
Áður 14.600 kr.
10.220 kr.
Peysur - mikið úrval
30% afsláttur
Opið alla daga
Í46. kafla Gylfaginningar(Snorra-Eddu) segir fráþrautum þeim fjórum er Þórþreytti í höll Útgarða-Loka.
Ein þeirra fólst í því að drekka úr
horni nokkru. Þór svalg allstórum
en þraut örendið og varð að lúta úr
horninu (til að anda) eins og sagan
segir enda náði annar endi hornsins
út í hafið. Til þessa vísar orða-
tiltækið e-n þrýtur örendið ‘e-n
skortir kraft, úthald (til að ljúka e-
u)’. Það er jafnan notað ópersónu-
lega og því samræmist eftirfarandi
dæmi ekki málvenju: og horfði þá til
kosningaúrslitanna eftir að við-
reisnarstjórnin þraut örendi (Mbl.
20.11.05).
Grettistak eða grettishaf vísar til
stórra steina sem hvíla einatt ofan á
smærri steinum en því var trúað að
Grettir sterki Ásmundarson hefði
tekið þá upp eða hafið þá upp. Því
tölum við um að lyfta grettistaki í
merkingunni ‘afreka mikið; áorka
miklu.’ Það er hins vegar af og frá
að unnt sé að tala um að e-r hafi
grettistak á e-m. Í útvarpi (31.12.05)
heyrði umsjónarmaður rætt um
körfuknattleik og þá komst viðmæl-
andi útvarpsmanns svo að orði að
tiltekið lið hefði grettistak á öðru
liði í merkingunni ‘hefði gott tak á
því, sigraði það ávallt.’
Sögnin kveða beygist eftir sterkri
beygingu (kveða-kvað-kváðum-
kveðið) en sögnin kveðja er veik
(kveðja-kvaddi-kvatt). Sagnir þess-
ar eru ekki aðeins ólíkar að beyg-
ingu heldur er merking þeirra og
notkun í föstum orðasamböndum
ólík. Samt er þeim stundum ruglað
saman. Eftirfarandi dæmi er af
þeim toga: tilbúnir til að berjast við
sláttumanninn mikla [þ.e. slynga]
sem hér hafði kveðið [þ.e. kvatt]
dyra svo óvænt (31.12.05). Sam-
kvæmt málvenju tölum við um að
kveðja dyra ‘drepa á dyr’. Ýmsar
hliðstæður eru kunnar, t.d. kveðja
sér hljóðs ‘biðja um orðið; taka til
máls’.
Í pistlum sínum hefur umsjón-
armaður vikið að því að svo virðist
sem afturbeyging með fornafinu sig
(þf.), sér (þgf.), sín (ef.) eigi erfitt
uppdráttar í nútímamáli og sama á
við afturbeygða eignarfornafnið
sinn. Afturbeyging er að vísu flókn-
ari en svo að unnt sé að gera grein
fyrir henni í stuttu máli en meg-
inþættirnir eru þó einfaldir. Aft-
urbeygða fornafnið sig er notað til
að vísa ‘aftur, til baka’ á milli setn-
inga ef gerandi (frumlag) í aðalsetn-
ingu og frumlagsígildi í aukasetn-
ingu (að-setningu) er hinn sami.
Þetta má sýna með einföldum dæm-
um: (1) Hún segir + Mig langar í
epli > Hún segir
að sig langi í
epli. (2) Hún
segir + Mér
finnst myndin
falleg > Hún
segir að sér finn-
ist myndin falleg
og (3) Hún segir
+ Mín verður
ekki saknað >
Hún segir að sín
verði ekki sakn-
að. Ofangreind
dæmi eru að
vísu einsleit, í
öllum tilvikum
er um að ræða að-setningar og allar
standa þær í viðtengingarhætti.
Dæmin sýna þó tiltekinn þátt í
notkun afturbeygða fornafnsins og
á grundvelli þeirra má setja fram
einfalda reglu sem á við dæmi að
þessum toga: Afturbeygt fornafn
(sig, sér, sín) er notað í fallsetn-
ingum (að-setningum; hv-
setningum) með viðtengingarhætti
til að vísa til frumlags í aðalsetn-
ingu.
Menn þurfa reyndar ekki að
kunna reglur um þessi atriði, mál-
kenndin dugir í flestum tilvikum, en
þó getur verið gagnlegt að skoða
dæmi. Í eftirfarandi dæmum virðist
umsjónarmanni vikið frá málvenju,
innan sviga eru þær myndir sem
vænta mætti: Ef að líkum lætur
verður Huntley einn tuttugu
manna, sem eyða munu því sem eft-
ir lifir ævi þeirra (sinnar) í fangelsi
(Frbl. 30.9.05); S.T.M … sagði … að
afstaða hans (sín) til þess hvort mál-
ið yrði kært … (Mbl. 23.11.05); seg-
ir bréfritari … að J.B. hefði (hafi)
sagt við hann (sig) þegar … (Blaðið
10.12.05);
[Fegurðardrottningin] segir að
dagurinn leggist vel í hana (sig)
(Blaðið 10.12.05); Hann segir í upp-
hafi bréfs síns að honum (sér)
þyki … (Blaðið 10.12.05) og Tvítug
stúlka sagði að henni (sér) hefði ver-
ið nauðgað (Sjónv. 1.1.06). – Af
dæmunum má sjá að munurinn á
notkun afturbeygðs fornafns og
persónufornafns er merking-
argreinandi. Hér fer því saman mál-
venja og skýr framsetning.
Úr handraðanum
Málshættir eru oft ein málsgrein
og skírskota oft til almennra sann-
inda eða fela í sér almenn sannindi
eða visku. Bjarni heitinn Vilhjálms-
son segir um málshætti: Þeim má
líkja við gangsilfur, sem enginn veit,
hver mótað hefur. Málshættir
skipta þúsundum í íslensku. Þess
eru fjölmörg dæmi að það sem vel
er sagt verði fleygt, öðlist líf sem
málsháttur. Í Fóstbræðra sögu (20.
kafla) segir frá því að Þormóður
Kolbrúnarskáld og maður sem
nefndi sig Gest tóku sér fari með
Grænlandsskipi en stýrimaðurinn
hét Skúfur. Þeim Þormóði og Gesti
kom illa saman eða eins og segir í
sögunni: Heldur stóðst allt í odda
með þeim Gesti og Þormóði. Þar
kom að þeir vildu berjast en þá
sagði Skúfur: sjaldan mun þeim
skipum vel farast er menn eru
ósáttir innan borðs. Þessi ummæli
eru tímalaus, ef svo má segja, þau
eiga fullt erindi til nútímans og þau
gætu vel átt við þjóðarskútuna svo
kölluðu.
Grettistak eða
grettishaf vísar
til stórra steina
sem hvíla ein-
att ofan á
smærri stein-
um en því var
trúað að Grettir
sterki Ásmund-
arson hefði
tekið þá upp
eða hafið þá
upp.
jonf@hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson 69. þáttur
BÓKIN Friðland var ekki áber-
andi í jólabókaflóðinu en er með
merkari bókum sem ég hef lengi
lesið. Höfundurinn Liza Marklund
hefur m.a. skrifað bækurnar Villi-
birtu og Úlfinn rauða sem báðar
komust á metsölulista Publishing
Trends. Liza er velgjörðarsendi-
herra UNICEF, en hún er fædd í
Svíþjóð 1962 og hefur lengst af unn-
ið við blaðamennsku og sjónvarp í
heimalandi sínu. Friðland er fram-
hald af bókinni Hulduslóð og fjalla
þær um sanna sögu Mariu Eriksson
af heimilisofbeldi, sem vakið hefur
verðskuldaða athygli. Það leynir sér
ekki í bókunum að Liza Marklund
kann að skilja kjarnann frá hisminu.
Báðar bækurnar eru í raun svo
spennandi að það er nánast ógjörn-
ingur að leggja þær frá sér fyrr en
að lestri loknum. Þær segja frá
dýpstu neyð sem kona getur lent í
en jafnframt eru þær fagur vitn-
isburður um sigur mannsandans.
Maria Eriksson, sem sögurnar
segja frá, er sterk kona, sem berst
hatrammlega fyrir lífi sínu og barna
sinna. Þótt heilsa hennar kikni
stundum undan álaginu sem því
fylgir að lifa við heimilisofbeldi
berst hún áfram eins og særð ljón-
ynja sem neitar að gefast upp.
Bækurnar lýsa heimilisofbeldi í
hnotskurn, hvernig það byrjar,
hvernig það þróast og hverjar af-
leiðingarnar eru fyrir konuna sem í
því lendir og börnin hennar. Þær
sýna glöggt þessa skipulögðu illsku
sem er þarna að baki, þetta nið-
urlægjandi og mannskemmandi afl
sem engu eirir sem er fagurt og
gott.
Ég hef í ljósi rannsókna minna
skipt heimilisofbeldi í þrjú meg-
instig eftir alvarleika ofbeldisins, 1.,
2. og 3. stigs heimilisofbeldi. Eins
og með 1., 2. og 3. stigs bruna, sem
flokkaðir eru eftir því hvað skaðinn
ristir djúpt, ristir skaðinn eftir 3.
stigs heimilisofbeldi djúpt. Sjálfs-
mynd konunnar er í rúst, líkamleg
og andleg heilsa hennar kiknar und-
an álaginu. Flokkun mín byggist þó
einnig á því hvort um meðvitaða og
skipulagða illsku er að
ræða eða ekki. Í 3.
stigs heimilisofbeldi
er ofbeldið meðvitað
og skipulagt og mark-
mið ofbeldismannsins
er einfaldlega að
brjóta konuna niður
með öllum ráðum.
Maria lýsir vel ferli
3. stigs heimilis-
ofbeldis. Það hefst oft
með ákafri umhyggju
mannsins, takmarka-
lausri ást hennar á honum, vaxandi
eftirlitsþörf hans, aðferðum hans til
að stýra henni og einangra frá vin-
um og vandamönnum. Einn meg-
instyrkur Mariu er að hún hefst
handa við að skrifa atburðarás
heimilisofbeldisins hjá sér til að
skilja betur reynslu sína, en leitar
síðan aðstoðar Lizu Marklund og
tekur boði Lizu um að skrifa frá-
sögn hennar. Hún bendir á að sam-
band hennar við ofbeldismanninn
hefst að sjálfsögðu ekki með því að
hann ætli að berja hana í hel. Það
byrjar með mjög ástúðlegri um-
hyggju og vinalegum athugasemd-
um um hvernig hún eigi að haga sér
og hvernig hún eigi að klæðast. Hún
áttar sig á að þar sem hún lét þetta
viðgangast þá er hún þegar komin
inn á ranga braut frá því sem getur
talist eðlilegt og heilbrigt. Brátt
hafði hann eftirlit með öllu sem hún
gerði, hverja hún hitti, hvað hún
sagði, hvað henni fannst. Þegar það
nægði honum ekki tók hann til við
að beita ofbeldi. Að hún kærði hann
ekki byggðist að hluta til á ótta við
afleiðingarnar og að hluta til á
skömm. Hann hafði rúið hana öllu
sjálfstrausti, sem er einkennandi
fyrir menn sem beita heimilis-
ofbeldi. Maria vildi ekki segja
nokkrum manni frá því hversu lítils
virði hún upplifði sig. Innst inni hélt
hún líka að hún gæti frelsað hann
með ást sinni. Hún trúði því að ef
hún aðeins elskaði hann nógu mikið
yrði hann henni góður. Sannleik-
urinn er hins vegar sá að þeir menn
sem beita ofbeldi með þessum hætti
eru eins og svarthol sem gleypa til
sín allt sem þeir geta en kærleikur
og umhyggja virðist ekki næra þá
eins og eðlilega menn og þeir geta
lítið sem ekkert gefið af sér.
Við lestur bókanna, Hulduslóð og
Friðland, verður lesandanum ljóst
að lagabreytingar einar og sér leysa
ekki þann þjóðfélagsvanda sem of-
beldi gegn konum er. Þó er mik-
ilvægt að brot gegn friðhelgi kvenna
sé sérstakur brotaflokkur sem feli í
sér margs konar gjörðir, t.d. hót-
anir, misþyrmingar og/eða kynferð-
islegt ofbeldi manns gegn konu sem
hann hefur annaðhvort verið giftur
eða í sambúð með, þar sem gjörð-
irnar hafa verið liður í síend-
urteknum brotum á friðhelgi kon-
unnar og til þess gerðar að skaða
sjálfsmynd hennar.
Mál Mariu hefur vakið sterk við-
brögð, ekki síst í Svíþjóð, en sænska
kerfið, svo gott sem það sannarlega
er, reyndist ekki hafa burði til að
vernda hana og börnin hennar.
Maria segir sögu sína í þeirri von að
hún geti hjálpað öðrum sem eru á
leið í sama víti og hún. Síðari bókin
endar á því þegar hún sækir um
flóttamannahæli í Bandaríkjunum
eftir að hafa þurft að flýja land
vegna heimilisofbeldisins. Nið-
urstaða dómarans og allt ferlið í
kringum umsókn Mariu kemur um
margt á óvart.
Anna Ragnhildur Ingólfsdóttir
þýddi báðar bækurnar einkar vel og
á hrós skilið fyrir að koma þessum
mikilvægu bókum yfir á íslenska
tungu.
Sigur mannsandans
Sigríður Halldórsdóttir segir
frá bókum Lizu Marklund
’Bækurnar lýsa heim-ilisofbeldi í hnotskurn,
hvernig það byrjar,
hvernig það þróast og
hverjar afleiðingarnar
eru fyrir konuna sem í
því lendir og börnin
hennar. ‘
Sigríður Halldórsdóttir
Höfundur er prófessor við
háskólann á Akureyri.
Liza Marklund
Meira á mbl.is/greinar