Morgunblaðið - 21.01.2006, Page 47

Morgunblaðið - 21.01.2006, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 47 UMRÆÐAN ÚTS ÖLU LOK ENN MEIR I AFS L HOLE IN O NE EKKI MISS A AF ÞESS U ka ld al jó s 20 06 EINNIG ERU TÓMSTUNDADAGAR HJÁ OKKUR Í SPORTDEILDINNI VERÐ: 95.200,- GLÆSILEGT 7 FETA POOLBORÐ FRÁ GÆÐAFRAMLEIÐANDANUM BCE ÞETTA ER ALVÖRU POOLBORÐ SEM ALLIR SANNIR UNNENDUR LEIKSINS VERÐA AÐ EIGNAST VERÐ ÁÐUR: 119.000,- 20% AFSLÁTTUR BLACK CAT POOLBORÐ Mán. - fös................... Laugardag................. Sunnudag.................. 10 - 18 10 - 16 12 - 16 LÖNG OPNUNARHELGI POOLBORÐ SEM HÆGT ER AÐ FELLA UPP POOLBORÐ 7 FETA AÐEINS 29.900.- BORÐTENNISBORÐ FÓTBOLTASPIL SEM HÆGT ER AÐ FELLA UPP Hole in One & Sportdeildin • Bæjarlind 1-3 • 201 Kópavogur • Sími: 577 4040 • www.holeinone.is NÝTT NÝTT NÝTT ka ld al jó s 20 06 NÚ ER farið að kenna hina nýút- komnu bók „Hin mörgu andlit trúar- bragðanna,“ eftir séra Þórhall Heimisson og því sé ég mig til- neyddan að skrifa þessa grein, enda margir ósáttir við efnistök höfundar. Séra Þórhallur lagði sig reyndar allan fram um að safna miklu af til- vitnunum gegn öðrum trúar- brögðum en ekki er hægt að finna samsvarandi tilvitnanir gegn þjóð- kirkjunni, en fagurfræðina vantaði ekki í hans trú. Höfundur reynir að telja lesendum trú um að hann hafi reynt að vera hlutlaus í umfjöllun sinni. Af einhverjum ástæðum sást mér, og ýmsum öðrum, yfir umfjöllun hans um Maríu, en þar leyfir höf- undur sér að flytja einhver ósann- indi eftir Dussel um upphafið á ein- hverju sem höfundur nefnir „Maríudýrkun“ hjá kaþólsku kirkj- unni. Höfundur segir að þessi mikla Maríudýrkun hafi átt upphaf sitt á 16. öld í Rómversku Ameríku (bls. 70). Ég vil ekki kalla þetta dýrkun heldur tilbeiðslu. Það er greinilegt að höfundur hefur ekki kynnt sér vel kirkjusöguna og ýmislegt tengt Maríu. Til eru heimildir, til dæmis frá árinu 363, er greina frá því er María birtist í Róm og árið 1026 birtist María í Frakklandi, en eftir það var byggð fræg dómkirkja henni til heiðurs. Á kirkjuþingi í Efesos ár- ið 431 var fallist á, að hún væri öllum helgum mönnum æðri, helgari og háleitari, en á kirkjuþingi Konst- antínópel árið 553 var því lýst yfir að hún hefði guðdómlegt afl. Vitað er að menn voru farnir að tilbiðja Mar- íu í Jerúsalem á 4. og 5. öld og en aðrir segja fyrr, eða við byrjun krist- innar trúar, en ekki að þessi „mikla dýrkun á Maríu“ hafi byrjað á 16. öld með öðrum eins afbökuðum lýs- ingum og finna má í bók séra Þór- halls, eða að: „Með dýrkun hennar náði hin kristna dýrlingadýrkun og dýrkun móðurgyðjunnar hjá Inkum og Astekum að sameinast og renna saman í eitt í hugum allrar alþýðu. María var móðurgyðjan end- urborin.“ (bls. 71) Með svona afbakaðri umfjöllun er höfundur að upplýsa hversu lítið hann veit um Maríu, en samt sem áður er það staðreynd að séra Þór- hallur hefur vanvirt þessa tilbeiðslu á Maríu í gegnum söguna. Höfundur hefur reyndar farið á mörgum stöð- um yfir strikið og einnig á bak við fólk sem hann hefur nafngreint í Morgunblaðinu. Hópur fólks frá trú- félögum og fleiri hafa kvartað auk þess sem aðrir hafa hreint út sagt hent þessari bók. Þeir í Guðspekifélaginu fá það yfir sig frá séra Þórhalli, að „… í raun sé ekki til nein guðspeki“ (bls. 149). Síðan er H.P. Blavatsky sögð vera móðir guðspekinnar og amma nýald- arhreyfingarinnar (bls. 146). Eitt- hvað, ásamt öðru, sem þeir eru ekki sáttir með. Áhugahópar um innhverfa íhug- un, jóga og hindúisma fengu að finna fyrir barðinu á séra Þórhalli þar sem hann gerir lítið úr þeim, með því að rangtúlka fimm eðlisþætti og setja alls staðar í staðinn „fimm frumefni“ svona til þess sverta þá enn frekar, ásamt því að hræra og blanda saman „tantra“, „kyn- lífslöngun“, „kynorku“ og „fullnægingu“ inn í umfjöllunina. Þrátt fyrir að þessi tantra- fræði séu ekki við- urkennd af hindúum og jóga iðkendum, leggur séra Þórhallur mikið á sig við að koma öllu þessu að í bókinni, því svo virðist sem honum finnist að hann þurfi endilega að leggja sitt af mörk- um við að sverta hindú- isma, jóga og aðra með þessu. Þrátt fyrir að tantra sé nær eingöngu tengt við sértrúarsöfn- uðinn Shakti og þá á einhverjum af- skekktum stöðum, þarf séra Þórhallur samt sem áður að koma þessu að aftur og aftur í greinum, á netinu og nú í þessari bók. Í umfjöllun séra Þór- halls um búddisma reyndi hann að koma inn þessum kynlífsrangfærslum sín- um, um að fylgjendur brjóti allar reglur í kynlífi, eða, að „… áhang- endur demantsvegarins brjóti oft allar reglur um mataræði og í kynlífi til þess að brjóta niður höft heims- ins.“ (bls. 201). Rangfærslur höf- undar og annað er það margt að hreinlega væri hægt að skrifa aðra bók, bara um það allt. Því sér áhuga- samt fólk sig knúið til að safna und- irskriftum og mótmæla þessari um- deildu bók því hún er alls ekki nothæf til kennslu í skólum. Bók sr. Þórhalls ber að fjarlægja úr skólum Þorsteinn Sch. Thorsteinsson fjallar um bók Þórhalls Heim- issonar um trúarbrögð ’ Áhugasamt fólk ítrúmálum hefur nú komið sér saman um að safna undir- skriftum til að mót- mæla þessari um- deildu bók séra Þórhalls því bókin er alls ekki boðleg til kennslu í skólum. ‘ Þorsteinn Scheving Thorsteinsson Höfundur er formaður samstarfs- nefndar trúfélaga fyrir heimsfriði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.