Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 48

Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 48
48 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Samkirkjuleg bænavika 2006 ALÞJÓÐLEG, samkirkjuleg bænavika verður haldin dagana 22.–29. janúar. Bænavikan hefst með guðsþjónustu í Árbæj- arkirkju 22. janúar. Þá viku verða haldnar bænastundir og samkomur bæði á höfuðborg- arsvæðinu og á Akureyri þar sem trúfélög sameinast um helgihald. Finna má dagskrá vikunnar á heimasíðum aðildarfélaganna. Bænavikan er haldin árlega um þetta leyti og er þá beðið fyrir einingu kristinna manna um heim allan. Það er Alkirkjuráðið (World Council of Churches) sem stendur að baki vikunnar ásamt kaþólsku kirkjunni og er bæn- arefni vikunnar frá Írlandi og var samið af fulltrúum frá rétt- trúnaðarkirkju, lútherskri kirkju, öldungakirkju, meþódistakirkju, anglikönsku kirkjunni og kaþ- ólsku kirkjunni. Yfirskrift vikunnar er „Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra“. Undirbúningur bænavikunnar hérlendis er í höndum samstarfs- nefndar kristinna trúfélaga. Að- ild að nefndinni eiga: Aðvent- istar, Fríkirkjan Vegurinn, Hvítasunnukirkjan, Hjálpræð- isherinn, Íslenska Kristkirkjan, Kaþólska kirkjan, Óháði söfn- uðurinn og Þjóðkirkjan. Dagskrá: Sunnudagur 22. janúar: Kl. 11.00 Útvarpsmessa í Ár- bæjarkirkju, Reykjavík, með þátt- töku allra trúfélaganna. Kl. 20.00: Samkoma hjá Íslensku Kristskirkjunni, Fossaleyni 14, Reykjavík. Mánudagur 23. janúar: Kl. 12:00 Bænastund í Frið- rikskapellu, Reykjavík. Kl. 20:00 Aftansöngur í St. Jósefskirkju, Jófríðarstöðum, Hafnarfirði. Kl. 20.00 Bænastund í Hvítasunnu- kirkjunni, Skarðshlíð 20, Ak- ureyri. Þriðjudagur 24. janúar: Kl. 12:00 Bænastund í Veg- inum, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Kl. 20.00 Bænastund í umsjá Að- ventista í Sunnuhlíð í félagsheim- ili KFUM og KFUK, Akureyri. Miðvikudagur 25. janúar: Kl. 12:00 Bænastund í Fíladel- fíu, Hátúni 2, Reykjavík. Kl. 20:00 Samkoma í Kristskirkju, Landakoti, Reykjavík. Kl. 12:00 Bænastund á Hjálpræðishernum, Hvannavöllum 10, Akureyri. Fimmtudagur 26. janúar: Kl. 12.00 Bænastund í Hall- grímskirkju, Reykjavík. Kl. 20.00 Samkoma á Hjálpræðishernum, Kirkjustræti 2, Reykjavík. Kl. 12:00 Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í þjóðkirkjunni í Akureyr- arkirkju, Eyrarlandsvegi. Föstudagur 27. janúar Kl 12:00 Bænastund í Veginum, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Kl. 20.00 Samkoma í Aðventkirkjunni, Ing- ólfsstræti . Kl. 20:00 Aftansöngur í Kaþólsku kirkjunni, Péturs- kirkju, Hrafnagilsstræti 2, Ak- ureyri. Laugardagur 28. janúar Kl. 20.00 Lokasamkoma í Veg- inum, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Sunnudagur 29. janúar Bænaviku lýkur í guðsþjón- ustum safnaðanna á Akureyri. Eldri borgarar og sporin tólf NÚ hefja samverur eldri borgara í Laugarneskirkju göngu sína annan hvern fimmtudag fram á vor. Fimmtudaginn 26. janúar kl. 14 komum við saman og þá munu tengdafeðgarnir og veiðifélgag- arnir Jón Erlendsson og Þórarinn Eyfjörð sýna myndir og segja frá ferðum sínum um hálendi Íslands. Sem fyrr er það sóknarprestur sem stýrir samverunum en þjón- ustuhópur kirkjunnar annast undirbúning og allan viðurgjörn- ing ásamt kirkjuverði. Þriðjudagskvöldið 24. janúar kl. 20 verður annar kynning- arfundurinn á merku hópastarfi í Laugarneskirkju sem nefnt er 12 sporin – andlegt ferðalag. Ára- löng hefð hefur skapast fyrir þessu starfi í söfnuðinum og nú er það hópur sjálfboðaliða undir forystu Guðrúnar K. Þórsdóttur djákna sem stendur að kynning- unni og starfinu sem framundan er. Í þessari tólf spora vinnu er markvisst hugað að eigin tilfinn- ingum og unnið úr lífsreynslunni. Unnið er í smáum kynskiptum hópum sem koma vikulega saman í safnaðarheimilinu. Þátttaka kostar ekkert og það kostar held- ur ekkert að kynna sér málið á kynningarfundinum. Gengið er inn um aðaldyr kirkjunnar og samverunni lýkur kl. 22. Það er auðvelt að koma til Laugarnes- kirkju og hún er góður og örugg- ur staður. Fjölskylduhátíð í Hafnarfjarðarkirkju ÞÁ eru jólin og áramótin liðin og lífið komið í sinn vanagang. Eftir mikla kirkjusókn um hátíðirnar byrjar nú safnaðarstarfið Í Hafn- arfjarðarkirkju af fullum krafti með fjölskylduhátíð næstkomandi sunnudag. Slíkar hátíðir eru haldnar einu sinni í mánuði í kirkjunni. Fjölskylduhátíðin byrjar kl.11. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur undir söng og annast alla tónlist, en hljómsveitina skipa hljóðfæra- leikarar sem jafnframt eru leið- togar í sunnudagaskólanum. Báð- ir prestar kirkjunnar taka þátt. Á hátíðinni verður mikið sungið, farið í leiki og heilsað upp á brúðuleikhús kirkjunnar. Sr. Þór- hallur segir glærusögu og kennir öllum kirkjugestum nýjan sunnu- dagaskólasöng. Eftir stundina í kirkjunni er boðið upp á kirkjunammi í safn- aðarheimilinu. Allir eru velkomn- ir og krakkar, munið að taka með pabba og mömmu, afa og ömmu og stóru systkinin. Barnahátíð sunnudagaskólanna Reykjarvíkurprófastsdæmi eystra stendur nú annað árið í röð, fyrir barnahátíð sunnudagaskólanna. Hátíðin verður haldin á morgun kl. 11 í Grafarvogskirkju. Yf- irskrift hátíðarinnar er „Heil- brigð sál í hraustum líkama“ og af því tilefni koma íbúar Lata- bæjar í heimsókn. Við munum syngja og fara í kirkjuleikfimi og að sjálfsögðu mætir brúðan Guð- finna og spjallar við krakkana. Fjölskyldan er öll hvött til að koma saman í trú og gleði. Rútur fara tímanlega frá kirkjum pró- fastsdæmisins, nánari upplýs- ingar í kirkjunni þinni. Taize-guðsþjónusta í Hjallakirkju Á SUNNUDAGINN verður Taize- guðsþjónusta í Hjallakirkju kl. 11. Sungnir verða sálmar að franskri fyrirmynd sem eiga upp- runa í klausturmenningu munka. Sálmarnir eru mjög einfaldir, við- lögin eru sungin aftur og aftur sem íhugunarsálmar með sungn- um ritningargreinum og bæna- versum inn á milli. Í guðsþjónust- unni verður einnig boðið upp á fyrirbænastund og ritning- arlestrar verða lesnir bæði á ís- lensku og þýsku. Félagar úr kór kirkjunnar leiða sálmasönginn undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðs- sonar, organista. Á sama tíma verður barna- starfshátíð í Grafarvogskirkju. Lagt verður af stað frá Hjalla- kirkju kl. 10.50 og fellur sunnu- dagaskólinn kl. 13 niður af þeim sökum. Rómverjabréfið – Texti, trú og tilgangur FIMMTUDAGINN 26. janúar hefjast á vegum Leikmannaskól- ans og Reykjavíkurprófastsdæmis eystra Biblíulestrar. Farið verður í efni Rómverjabréfsins og sögu- leg tilurð þess skoðuð. Í tengslum við efni bréfsins verður síðan fjallað um kristinn Guðs- og mannskilning, lögmál og fagn- aðarerindi, náð og kærleika og um opinberun Guðs í náttúrunni og í Kristi. Kennari á námskeið- inu er dr. Sigurjón Árni Eyjólfs- son héraðsprestur og stunda- kennari við HÍ. Kennt verður í Breiðholts- kirkju í Mjódd og hefst nám- skeiðið 26. janúar kl. 20.00. Kennt er í 10 skipti, 2 tíma í senn. Skráning fer fram á vef Leik- mannaskólans, www.kirkjan.is/ leikmannaskoli eða í síma 535 1500 Konurnar í Biblíunni ÞRIÐJUDAGINN 24. janúar hefst í Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar námskeið um konurnar í Biblí- unni. Kennari á námskeiðinu er dr. Arnfríður Guðmundsdóttir dósent og mun hún fjalla um kon- ur úr Gamla og Nýja testament- inu. Margar þessara kvenna hafa verið lítt áberandi í kristinni hefð og verður hugað að hlutverki þeirra í sögum Biblíunnar og boðskapnum sem þær hafa að flytja samtíma okkar. Námskeiðið fer fram í Grens- áskirkju og er kennt í fjögur skipti, tvo tíma í senn. Skráning fer fram á vef Leik- mannaskólans, www.kirkjan.is/ leikmannaskoli eða í síma 535 1500. Samvera hjá KFUM og KFUK KFUM og KFUK bjóða til sam- veru á hverjum sunnudegi kl. 17 í félagshúsinu á Holtavegi 28 í Reykjavík. Áhersla er lögð á hlý- lega samveru þar sem Guðs orð er boðað og komið er saman til að lofa Guð. Á meðan á samkomu stendur er boðið upp á barna- starf. Sunnudaginn 22. janúar flytur Keith Reed listrænn stjórnandi KFUM og KFUK ræðu. Í janúar verða auk þess fræðslustundir fyrir hverja samveru sem hefjast klukkan 16 og er hugmyndin að tækifæri gefist til að kynnast Guði betur. Á fræðslustund þessa sunnudags fjallar Halldór Lár- usson um: „Hverjir eru kristni- boðar?“ Allir velkomnir. Litlir og stórir læri- sveinar í Fríkirkj- unni í Reykjavík BARNASTARFIÐ er aftur komið á skrið á nýju ári. Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta er kl. 14 og munum við þar skoða lærisveina Jesú Krists og hvað það merkir að vera lærisveinn hans eins og við erum öll. Fjölbreytileiki mannlífsins er skoðaður. Við heyrum helgisögu lesna, syngjum mikið saman og öll börn fá bibl- íumynd í lokin ásamt andabrauði, sem er fastur liður eftir guðs- þjónusturnar hjá okkur. Barn verður borið til skírnar. Carl Möller leiðir tónlistina, en Ása Björk og Hjörtur Magni leiða stundina auk Nöndu Maríu kirkjuverði. Æðruleysismessa - Dómkirkjan FYRSTA æðruleysismessa ársins verður á sunnudagskvöld kl. 20. Verður messan á þeim ljúfu og léttu nótum sem þróast hafa í „æðruleysissamfélaginu“ á und- anförnum árum. Bræðraband þeirra Harðar og Birgis Braga- sona leiku ásamt Hjörleifi Vals- syni fiðluleikara. Einsöng og söngstjórn annast Anna Sigríður Helgadóttir. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson flytur hugleiðingu, sr. Karl V. Matthíasson fer með bæn og sr. Hjálmar Jónsson stýr- ir samkomunni. Þá verður reynslusaga kirkjugests á sínum stað. Við hvetjum fólk til að koma í Æðruleysismessu. ÁSKIRKJA: Barnastarf kl.11. Gítarleikari Pétur Þór Benediktsson, organisti Kári Þormar, prestur sr. Þórhildur Ólafs. Guðs- þjónusta kl. 14. Félagar úr kór Áskirkju syngja, organisti Kári Þormar, prestur sr. Þórhildur Ólafs. Kaffi eftir guðsþjónustu í boði sóknarnefndar í efri safnaðarsal. Hjúkrunarheimilið Skjól: Guðsþjónusta kl. 15.30, félagar úr kór Áskirkju syngja, organisti Kári Þormar, prestur sr. Þórhildur Ólafs. HRAFNISTA í Reykjavík: Guðsþjónusta klukkan 15.30 í samkomusalnum Helga- felli á 4. hæð. Orgelleikari Kári Þormar en kór Hrafnistu og kórfélagar úr kirkjukór Ás- kirkju munu syngja. Hanna María Karls- dóttir spilar einleik á þverflautu. Ritning- arlestur lesa þær Bergljót Aradóttir og Hanna María Karlsdóttir. Prestur sr. Svan- hildur Blöndal. Allir velkomnir. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta klukkan 11.00. Söngur, fræðsla, gleði. Foreldrar, afar og ömmur hvött til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta klukkan 14.00. Kór Bústaðakirkju syngur. Org- anisti Guðmundur Sigurðsson. Molasopi eftir messu. Sr. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Sr. Jak- ob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Dómkór- inn syngur. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. Æðruleysismessa kl. 20.30. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson pré- dikar en ásamt honum þjóna einnig sr. Hjálmar Jónsson og sr. Karl V. Matthías- son. Bræðrabandið, Hjörleifur Valsson og Anna Sigríður Helgadóttir sjá um tónlist- ina. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Jóhönnu Sesselju Erludóttur (Lellu) og unglinga úr kirkjustarfinu. Guðsþjónusta kl. 11. Sam- skot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Ar- inbjarnarson. Molasopi að lokinni guðs- þjónustu. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14.00. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Hreinn S. Hákonarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11.00. Sr. Sigurður Pálsson pré- dikar og þjónar fyrir altari, ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Organisti Hörður Ás- kelsson. Hópur úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur. Umsjón barnastarfs Magn- ea Sverrisdóttir. Kaffisopi eftir messu. HÁTEIGSKIRKJA: Messa og barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Organisti Douglas A. Brotchie. Umsjón með barnaguðsþjón- ustu: Erla Guðrún Arnmundardóttir, Þóra Marteinsdóttir og Annika Neumann. Léttar veitingar eftir messu. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Guðsþjónusta kl. 10.30 á Landspítala Hringbraut. Rósa Kristjánsdóttir djákni, organisti Helgi Bragason. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. María Vigdís Kjartansdóttir syngur ein- söng. Séra Bára Friðriksdóttir messar. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Fé- lagar úr Kór Langholtskirkju leiða söng. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið með Steinunni og Arnóri. Kaffisopi eftir messuna. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11.00. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar organista. Bjarni Karlsson sókn- arprestur þjónar ásamt Sigurbirni Þorkels- syni meðhjálpara. Fulltrúar lesararhóps flytja texta dagsins. Sunnudagaskólann annast Hildur Eir Bolladóttir, Þorvaldur Þorvaldsson og Heimir Haraldsson. Messukaffi. Guðsþjónusta kl. 13.00 í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Sóknarprestur þjónar ásamt Guðrúnu K. Þórsdóttur djákna, organista safnaðarins og hópi sjálfboðaliða. NESKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11.00. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þór- hallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson pré- dikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í messunni en fara síðan í safnaðarheim- ilið. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl.11. Kammerkór Seltjarnarneskirkju. Organisti Pavel Manasek. Sr. Sigurður Grétar Helgason. Sunnudagaskóli á sama tíma. Börnin hvött til að mæta til skemmti- legrar stundar. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjónusta kl. 14.00. Bjarni Gíslason kristniboði prédik- ar. Barnastarf á sama tíma. Maul eftir messu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14. Fjallað verður um það að við erum öll lærisveinar Jesú Krists. Helgisaga, mikið sungið og Bibl- íumyndin verður á sínum stað. Barn verð- ur borið til skírnar. Carl Möller leiðir tón- listina en Ása Björk og Hjörtur Magni leiða stundina auk Nöndu Maríu. Andabrauð að lokinni guðsþjónustu að venju. ÁRBÆJARKIRKJA: Kl.11 verður útvarpað samkirkjulegri guðsþjónustu frá Árbæj- arkirkju. Að þessari guðsþjónustu kemur þjóðkirkjufólk, aðventistar, kaþólikkar, hvítasunnufólk, og þannig mætti halda áfram. Sr. Þór Hauksson, sr. Bjarni Þór Bjarnason og sr. María Ágústsdóttir þjóna fyrir altari. Eric Guðmundsson aðventisti prédikar. Bænir flytja fulltrúar Hvítasunnu- kirkjunnar, Kaþólsku kirkjunnar og Veg- arins. Einsöngur Miriam Óskarsdóttir. Org- anisti Krisztina Kalló Szklenár. Kór Árbæjarkirkju leiðir almennan safn- aðarsöng. Á sama tíma er barna- starfshátíð í Grafarvogskirkju á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra. Farið verður með rútu frá Árbæjarkirkju kl.10.30. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Org- anisti Keith Reed. Barnastarfshátíð fyrir alla sunnudagaskóla í Reykjavík- urprófastdæmi eystra í Grafarvogskirkju. Rútuferð frá Breiðholtskirkju kl. 10.45. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju A hópur. Súpa í safnaðarsal eftir messu. Sunnudagaskóli fer í heimsókn í Graf- arvogskirkju. Lagt af stað frá Digra- neskirkju kl. 10.30. (www.digra- neskirkja.is) FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Org- anisti Lenka Mateova. Eftir guðsþjón- ustuna verður foreldrafundur ferming- arbarna í Fellasókn í safnaðarheimili kirkjunnar. Barnastarfshátíð fyrir alla sunnudagaskóla í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra í Grafarvogskirkju. Rúta fer frá Fella- og Hólakirkju kl.10.30. GRAFARHOLTSSÓKN: Barnastarfshátíð fyrir alla sunnudagaskóla í Reykjavík- urprófastdæmi eystra í Grafarvogskirkju kl. 11. Rútuferð frá Ingunnarskóla kl. 10.35. GRAFARVOGSKIRKJA: Barnastarfshátíð kl. 11 í Grafarvogskirkju á vegum Reykja- víkurprófastsdæmis eystra. Rúta fer frá Borgarholtsskóla 10.40. HJALLAKIRKJA: Taize-guðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Sálmar sungnir að franskri fyrirmynd. Fyrirbæna- stund. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnastarfshátíð í Graf- arvogskirkju kl. 11. Lagt af stað með rútu frá Hjallakirkju kl. 10.45. Sunnudagaskóli kl. 13 fellur niður af þeim sökum. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðju- dag kl. 18 (sjá einnig á www.hjalla- kirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í kirkjunni kl. 12.30 í umsjón Önnu Kristínar, Péturs Þórs og Sigríðar. Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson predikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópa- vogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Þóra Vigdís Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messu. Bæna- og kyrrð- arstund þriðjudag kl. 12.10. LINDASÓKN í Kópavogi: Barnastarfshátíð fyrir alla sunnudagaskólana í prófasts- dæminu verður í Grafarvogskirkju kl.11. Lagt verður af stað með rútu frá Linda- skóla ekki síðar en 10.45. Á meðan börn- in verða á barnastarfshátíðinni verður guðsþjónusta í Lindaskóla. Kór Linda- kirkju syngur, organisti Hannes Bald- ursson, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónustuhátíð í Grafarvogskirkju kl. 11. Lagt verður af stað frá Seljakirkju kl. 10.45 í rútu. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Org- anisti Jón Bjarnason. (sjá nánar á www.seljakirkja.is). Barnahátíð sunnudagaskólanna. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN, Fossaleyni 14: Morgunguðsþjónusta kl.11. Friðrik Schram heldur áfram að kenna um efnið: „Vöxtur í trúnni“, að þessu sinni: Rétt sjálfsmynd og samskipti. Barnapössun fyrir 1–2 ára börn, sunnudagaskóli fyrir 3–6 ára og Krakkakirkja í Lofgjörðarlandi fyrir 7–13 ára. Kl. 20 er samkoma með fjölbreyttri dagskrá í umsjá unga fólksins í kirkjunni. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ sýndur á Ómega kl.14. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp.: Samkomur alla laugardaga kl. 11.00. Bænastund alla miðvikudaga kl. 20.00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam- koma sunnudag kl. 20.30. Söngflokkur með M.C. Restroff syngur. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Bænastund kl. 19.30. Samkoma kl. 20. Umsjón Anne Marie Reinholdtsen. Mánu- dagur: Heimilasamband kl. 15. Allar kon- ur velkomnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a: Vitn- isburðasamkoma kl. 14 í umsjá Bjargar R. Pálsdóttur. Mikil lofgjörð. Barnastarf á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Gleymum ekki að gefa Drottni dýrðina af því sem hann hefur fyrir okkur gert og er að gera. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Kl. 16 fræðsla: kristniboð. Halldór Lárusson. Kl. 16.40 kaffi og samfélag. Kl. 17 sam- koma: lofgjörð og samfélag. Þriðja og síð- asta ræðan sem Keith Reed flytur um hvernig „Sjónarhorn móta sambönd … “ Halldór Lárusson túlkar. Stund fyrir börnin Guðspjall dagsins: Jesús gekk ofan af fjallinu. (Matt. 8.) MESSUR Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.