Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 63

Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 63 FRÉTTIR UM helgina verða skíðadagar í Kringlunni. Á skíðadögum kynna skíðafélögin á höfuðborgarsvæð- inu sig og starfsemi sína. Að auki munu skíðasvæðin á höfuðborg- arsvæðinu auk skíðasvæðanna á Siglufirði, Sauðárkróki og Ak- ureyri kynna sig. Gestir geta séð með eigin augum svokallaða snjó- byssu sem notuð er til að fram- leiða snjó í Hlíðarfjalli á Ak- ureyri. Í tilefni skíðadaga verður sett upp 35 metra löng gönguskíða- braut á 1. hæð Kringlunnar. Al- vöru snjór verður notaður í brautina og munu skíða- göngumenn og börn keppa í brautinni kl. 14 á laugardag. Á skíðadögum verður leikur í gangi fyrir gesti og gangandi í Kringlunni. Þeir sem fylla út þátttökuseðla geta átt von á glæsilegum vinningum, segir í fréttatilkynningu. Meðal vinninga má nefna árskort á skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, dagskort á skíðasvæðin og vegleg gjafabréf í versluninni 66°Norður. Skíðadagar í Kringlunni LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri við Síðu- múla 25 16. janúar um kl. 8 fyrir hádegi. Þar var bíll með númerinu DP-546 kyrrstæður þegar svörtum Mercedes Benz, trúlega leigubíl, var ekið aftan á hinn bílinn. Í upp- hafi voru ökumenn sammála að kalla til og bíða eftir lögreglu á vettvang, en áður en til þess kom ók ökumaður á Benzinum á brott og er ekki vitað um hann frekar. Því er ökumaður hans eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til umferð- ardeildar lögreglunnar í Reykja- vík. Þá er lýst eftir vitnum að árekstri fimmtudaginn 19. janúar kl. 21:27 á gatnamótum Laugavegs og Nóatúns. Þar lentu saman tveir fólksbílar, blár Hyundai sem ekið var austur Laugaveg og rauður Nissan sem ekið var norður Nóa- tún. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósanna á gatnamót- unum. Þeir sem gætu gefið upplýs- ingar í málinu eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða 444-1130. Lýst eftir vitnum KJARTAN Valgarðsson, sem stefn- ir á 3. sætið í prófkjöri Samfylking- arinnar í Reykjavík, opnar kosn- ingamiðstöð á Laugavegi 170, gamla Hekluhúsinu, í dag, laug- ardag kl. 11. Boðið verður upp á veitingar og Hallgrímur Helgason rithöfundur leggur orð í belg. Kjartan opnar kosningamiðstöð VGR, Vinstrihreyfingin – grænt framboð í Reykjavík heldur borg- armálaráðstefnu í dag, laugardag, að Vesturgötu 7. Yfirskrift ráð- stefnunnar er: Málefnadeigla Vinstri grænna og hefst hún kl. 10 og lýkur kl. 17. Fundarstjóri er Gísli Hrafn Atlason. M.a. verður fjallað um málefni barna, umhverfismál, málefni eldri borgara og kvenfrelsis- og mann- réttindamál. Málefnadeigla vinstri grænna ÁRLEGUR Alþjóðadagur Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins verður haldinn í Háskólabíói fimmtudaginn 26. janúar nk. frá kl. 13–17. Kynningarbásar verða opnir kl. 13–16 og kl. 16–17 verða erindi um stúdentaskipti og starfs- þjálfun. Tilgangurinn með Alþjóðadeginum er að vekja athygli á alþjóðlegu samstarfi fyrir há- skólanema; í stúdentaskiptum, starfsþjálfun og vekja athygli á námi erlendis almennt. Al- þjóðadagurinn er ætlaður innlendum og er- lendum stúdentum í háskólum á Íslandi. Hægt verður að nálgast á einum stað þá möguleika sem bjóðast í námi og starfsþjálfun erlendis. Alþjóðadagurinn er vettvangur allra þeirra sem hafa hug á námi, starfsþjálfun eða starfi erlendis. Að minnsta kosti 2.500 Íslendingar stunda nám erlendis um þessar mundir og þar af eru um 300 skiptinemar sem fara á vegum skipt- istúdentaáætlana, t.d. Erasmus eða Nordplus. Eftirtaldir verða með kynningarborð og svara fyrirspurnum um nám og störf erlendis, styrki, námslán, vegabréfsáritanir og fleira: Samband íslenskra námsmanna erlendis, Leon- ardó starfsþjálfun, Bandalag íslenskra náms- manna, Fulbright-stofnunin, fulltrúar frá er- lendum sendiráðum og ræðisskrifstofum, EES-vinnumiðlun, Alþjóðaskrifstofa háskóla- stigsins-Upplýsingastofa um nám erlendis o.fl. Kynning á alþjóðlegu samstarfi fyrir háskólanema í Háskólabíói BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að styrkja kaup á korn- myllu sem fyrirhugað er að gefa til þorpsins El Kere í Eþíópíu. Er- indi þessa efnis barst frá Ómari Þ. Ragnarssyni í vikunni. Kostn- aður verður greiddur a gjald- liðnum „styrkveitingar bæj- arráðs“. Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sætihjá við afgreiðslu. Styrkja kaup á kornmyllu -40% -40% -20% Romantique hnotulína Borðstofuborð 190x85 Verð áður: 45.000 -40% Verð nú: 27.0 0 Stóll Verð áður: 12.500 -20% Verð nú: 10.0 0 Skenkur 180cm Verð áður: 79.000 -40% Verð nú: 47.4 0 Romantique borð, 6 stólar og skenkur ALLT SETTIÐ SAMAN NÚ: 134.400 BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 201 KÓPAVOGUR Opið um helgina: lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00 Útsalan í fullum gangi afsláttur10-50% Mikið vöruúrval -30% Borðstofuborð 190x90 og 6 stólar Verð áður: 128.000 -30% Verð nú: 89.600 -20% Tungusófi microfiber áklæði með óhreinindavörn Verð áður: 139.000.- Verð nú: 111.200.- -30% RIO LEÐUR TUNGUSÓFI Verð áður: 212.000 -30% Verð nú: 148.400

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.