Morgunblaðið - 29.01.2006, Page 9

Morgunblaðið - 29.01.2006, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 9 FRÉTTIR Skógarhlíð 18, sími 595 1000, fax 595 1001 - www.heimsferdir.is THAILANDS-TOPPAR 30. JANÚAR UPPSELT NÝTT TILBOÐ 4. APRÍL LÆGSTA VERÐ! Í lokin 6 dagar á nýjasta lúxushóteli á PATONG ströndinni, vinsælasta baðstað Austurlanda. Íslenskur fararstjóri allan tímann. THAILAND BLÓMSTRAR OG AÐSÓKNIN ER SLÍK AÐ ERFITT ER AÐ FÁ FLUGSÆTI. ÖRUGG VEÐURSÆLD Í FÖGRU UMHVERFI. MARGIR EYÐA MEIRU Í NOKKURRA DAGA EVRÓPUFERÐ! PÁSKASÓL - LÍFSGÆÐI 10-16 dagar+ frá kr. 139 þús. SÉRVALIÐ AF INGÓLFI GUÐBRANDSSYNI FERÐAFRÖMUÐI NOKKRIR HÁPUNKTAR: Heiðursgestir í nýja Þjóðleikhúsinu, BANGKOK, á eina glæsilegustu sýningu heimsins í dag. Gisting á glæsilegu hóteli með stórri sundlaug og veitingasölum í bestu hótelborg heimsins, Bangkok, 4 nætur m. morgunverði. Flug til CHIANG MAI, hinnar fögru, rómantísku borgar í Norður- Thailandi, sem mörgum finnst einn fegursti staður heims. Fjórar nætur á frægu hóteli með öllum þægindum og sundlaug. TILBOÐSVERÐ GILDIR TIL 6. FEBRÚAR: Verð sem janfgildir hálfvirði. Sætapantanir hjá: Um leið og ég þakka stuðning ykkar Í prófkjöri framsóknarflokksins vil ég óska meðframbjóðendum mínum til hamingju með árangurinn. Hjörtur Gíslason Framsóknarmenn og aðrir Reykvíkingar AÐILAR vinnumarkaðarins og menntamálaráðuneytið hafa gert þjónustusamning við Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins um sérstakt átak til að efla starfs- og endur- menntun ófaglærðra og einstakl- inga með litla menntun og bætta stöðu erlends vinnuafls í íslensku samfélagi. Samningurinn er gerður á grund- velli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í tengslum við endurskoðun samn- inga síðla síðasta árs, en þar er meðal ananrs kveðið á um að fela Fræðslumiðstöð atvinnulífsins að útbúa námsefni og þjálfa leiðbein- endur í íslenskukennslu fyrir út- lendinga til að koma til móts við þarfir þeirra sem leita fótfestu á ís- lenskum vinnumarkaði og bæta fé- lagslega stöðu þeirra. Einnig er gert ráð fyrir sérstökum framlögum úr ríkissjóði til að greiða fyrir nám- skeiðahald og endurmenntun ein- staklinga á vinnumarkaði sem leggja stund á nám sem byggist á námskrám sem Fræðslumiðstöð at- vinnulífsins heftir vottað og menntamálaráðuneytið staðfest. Sí- menntunarmiðstöðvum, sem starf- ræktar eru um land allt, verður falið að annast þetta nám, að því er fram kemur á vef Alþýðusambands Ís- lands. Mat á raunfærni Þá er einnig gert ráð fyrir því að framhald verði á samstarfi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og menntamálaráðuneytisins um svokallað mat á raunfærni sem mið- ar að því að leggja mat á fyrra nám og færni einstaklinga sem vilja bæta við sig menntun. Einnig hefur verið ákveðið að efla náms- og starfsráðgjöf fyrir ófag- lærða og þá sem litla menntun hafa. „Menntamálaráðuneytið og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins munu láta fara fram athugun á því hvernig þeim stuðningi verði fyrir komið þannig að hann nýtist sem best og fleiri nýti sér þau sí- og end- urmenntunartækifæri sem í boði eru. Í þessu skyni verða auknir fjár- munir veittir til að standa straum af einstaklingsmiðaðri starfs- og námsráðgjöf á vegum símenntunar- stöðvanna um land allt,“ segir einn- ig á vef ASÍ. Þjónustusamningur um eflingu starfsmenntunar Morgunblaðið/Ásdís (F.v.) Þorgeir Baldursson, varaformaður Samtaka atvinnulífsins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti Alþýðusambands Íslands, undirrita þjónustusamninginn. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.